Vorið 2001

Trausti Jónsson 9.1.2007

Vorið var í hlýrra lagi og fremur hægviðrasamt. Apríl var heldur hagstæðari en maí í Reykjavík en þessu var öfugt farið á Akureyri.

Í Reykjavík var meðalhitinn 5,1° sem er 0,8° yfir meðallagi og úrkoma mældist tæplega fimmtungi meiri en venja er, 119,1 mm. Sólskinsstundir voru 343,1 sem er 11 stundum umfram meðallag.
Á Akureyri var meðalhiti vorsins 4,2° sem er 1,0° fyrir ofan meðallag og úrkoman mældist 52,6 mm sem er rétt rúm meðalúrkoma. Sólskinsstundir voru 295,2 sem er 8,8 stundum minna en í meðalári. 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica