Maí 2002

Trausti Jónsson 9.1.2007

Tíðarfarið í mánuðinum var hlýtt og sólríkt sunnan- og vestanlands,einkum síðar i hlutinn. Á norðan- og austanverðu landinu var svalara og vætusamara. Tvö kuldaköst gerði. Það fyrra í upphafi mánaðarins en það síðara rétt fyrir miðjan mánuð og frysti þá um allt land.


Meðalhitinn í Reykjavík var 7,2° sem er 0,9° yfir meðallagi. Álíka hlýtt var í maí 1996. Úrkoman mældist aðeins helmingur þess er venja er eða 23 mm. Nokkru minni úrkoma var árið 1997, 14 mm. Sólskinsstundir mældust 239,4 sem er 47,4 stundum umfram meðallag og hefur ekki verið svo mikið sólfar í Reykjavík í maí síðan árið 1979.
Á Akureyri var meðalhitinn 5,2° en það er 0,3° undir meðallagi. Úrkoma mældist 135,3 mm sem er þriðjungi meiri en venja er og sólskinsstundir 160,7 eða 13 færri en venja er.
Í Akurnesi var meðalhitinn 6,9° og úrkoman mældist 98,2 mm.
Á Hveravöllum var meðalhitinn 1,6°. Úrkoman mældist 53,3 mm og sólskinsstundir 168,3. 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica