Ágúst 2002

Trausti Jónsson 9.1.2007

Nýliðinn ágúst var femur þungbúinn á landinu, úrkoma í meira lagi en hiti nærri meðaltali. Meðalhiti í Reykjavík var 10,2 stig og er það í meðallagi. Á Akureyri var meðalhitinn einnig 10,2 stig sem er 0,2° yfir meðallagi.   Meðalhiti á Hveravöllum var 6,6 stig, en 10,6 í Akurnesi.

Úrkoma í Reykjavík mældist 76,8 mm og er það um 25% umfram meðallag, úrkomudagar voru tveimur fleiri en í meðalári.  Á Akureyri mældist úrkoman 49,1mm sem er um 40% umfram meðallag og úrkomudagar voru fjórum fleiri en í meðalári.  Í Akurnesi mældist úrkoman 81,1mm og 66,6mm á Hveravöllum.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 127 og er það 28 stundum minna en í meðalári, en á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 96 og er það hið minnsta í ágúst frá 1989. Á Hveravöllum mældust 94 sólskinsstundir. 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica