Október 2003

Trausti Jónsson 9.1.2007

Tíðarfarið í mánuðinum var þurrviðrasamt og hitafarið mjög kaflaskift. Tveir góðir hlýindakaflar voru um miðjan mánuðinn og dagana 23.-25. og voru þeir vel afmarkaðir með kuldaköstum, það snarpasta í lok mánaðarins þegar frysti um allt land.
Úrkoman í Reykjavík mældist 37,7 mm sem er tæplega helmingur þess er venja er og á Akureyri mældist hún 33,1 mm sem er rúmlega helmingur þess er venja er. Síðast mældist minni úrkoma í Reykjavík í október árið 1993, 37,3 mm en svo þarf að fara aftur til ársins 1960 að finna minni úrkomu. Á Akureyri hefur alloft mælst minni úrkoma en árið 1993 var hún hvað minnst, 4 mm.
Meðalhitinn í Reykjavík var 5,6°C sem er 1,2° yfir meðallagi og á Akureyri var hann 3,6° og er það 0,6° yfir. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 93,6 eða 10 umfram meðallag og á Akureyri voru þær 58,2, 6 stundum umfram það sem venja er.
Á Hveravöllum var meðalhitinn -0,2°. Úrkoma mældist 82,8 mm og sólskinsstundir 56,8.
Í Akurnesi var meðalhitinn 4,1° og úrkoman mældist 121,0 mm.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica