Nóvember 2003

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Tíð var talin hagstæð um mikinn hluta landsins. Fremur kalt var fyrstu dagana og var þá nokkur snjór sums staðar um landi norðanvert, en önnur vika mánaðarins var hins vegar óvenju hlý. Meðalhiti í Reykjavík var 2,7 stig og er það 1,6 stigi yfir meðallagi, á Akureyri var meðalhitinn 0,5 stig eða 0,9 stig yfir meðallagi. Í Akurnesi var meðalhiti 3,3 stig, en -1,6 á Hveravöllum. Úrkoma í Reykjavík mældist 78 mmm og er það í rétt rúmu meðallagi. Á Akureyri mældust 81 mm og er það 50 prósent umfram meðallag. Í Akurnesi mældist úrkoman 131 mm og 56 mm á Hveravöllum. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 56 og er það 18 stundum yfir meðallagi, á Akureyri mældust 16 stundir og er það í meðallagi að kalla, á Hveravöllum mældust sólskinsstundirnar 18. Haustið (október og nóvember) var fremur hlýtt, 1,4 stigum ofan meðallags í Reykjavík, en 0,8 ofan þess á Akureyri. Óvenjuleg hlýindi hafa verið hér á landi það sem af er árinu og eru 11 fyrstu mánuðirnir hlýrri í Reykjavík en verið hefur a.m.k. frá upphafi samfelldra mælinga 1871. Fyrstu 11 mánuðir ársins 1939 voru þó nærri eins hlýir.ein

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica