Desember 2003

Trausti Jónsson 9.1.2007

Tíðarfar í desember var hagstætt lengst af, þó oft væri hálka á vegum og umhleypingar ríkjandi. Skammvinnan byl gerði í Reykjavík þ.29. og olli hann verulegum umferðartruflunum. Meðalhiti í Reykjavík var 0,4°C og er það 0,6°C yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri var meðalhitinn -1,3°C og er það einnig 0,6°C yfir meðallagi. Í Akurnesi var meðalhitinn 0,3°C og -5,5°C á Hveravöllum. Úrkoma var yfir meðallagi, í Reykjavík mældust 125mm og er það tæpum 60% umfram meðallag og á Akureyri mældist úrkoman 93mm og er að um 75% umfram meðallag. Úrkomusamari desembermánuðir hafa þó alloft komið á báðum stöðum. Í Akurnesi mældust 118mm og 76 á Hveravöllum. Sól felur sig bakvið fjöll við Akureyri mestallan desember og mældust engar sólskinsstundir þar nú, eins og algengast er í þessum mánuði. Í Reykjavík mældust 8 sólskinsstundir, 4 færri en í meðalári. Á Hveravöllum mældist tæplega 1 stund.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica