Janúar 2004

Guðrún Þ. Gísladóttir 3.1.2007

Meðalhiti í Reykjavík í janúar var -0,2°C og er það 0,3°C yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Þetta er 22. mánuðurinn í röð sem hiti er í eða yfir meðallagi í Reykjavík. Engu að síður er þetta kaldasti janúar frá 1995 að telja. Á Akureyri var meðalhitinn -2,4°C eða 0,2°C undir meðallagi sem er einnig það kaldasta frá 1995. Í Akurnesi var meðalhitinn -0,1°C og -6,6°C á Hveravöllum.
Úrkoma í Reykjavík mældist 52mm og er það um þriðjungi minna en í meðalári. Á Akureyri mældust 103mm og er það nærri tvöföld meðalúrkoma. Snjóþungt var um tíma um miðbik Norðurlands, en í öðrum landshlutum var fremur snjólétt. Í Akurnesi mældust 148 mm, en 59 mm á Hveravöllum.
Sólskinsstundir mældust 31 í Reykjavík og er það nærri meðallagi. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 4, en sól sést ekki á Akureyri hluta mánaðarins vegna fjalla sem hylja sjóndeildarhring. Á Hveravöllum mældust 18 sólskinsstundir.

 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica