Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 01.08.2025 23:22. Gildir til: 02.08.2025 00:00.

Veðuryfirlit

700 km SV af Reykjanesi er vaxandi 987 mb lægð sem þokast NNA.
Samantekt gerð: 01.08.2025 19:57.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 10-18 m/s og víða rigning, talsverð rigning sunnan- og vestanlands fram á nótt.

Sunnan 8-15 á morgun, en 13-20 vestast á landinu, hvassast á norðanverðu Snæfellsnesi. Víða skúrir, en lengst af þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.
Spá gerð: 01.08.2025 22:20. Gildir til: 03.08.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 13-18 m/s og talsverð rigning, en dregur úr vindi og úrkomu í nótt. Sunnan 10-15 og skúrir á morgun, hiti 10 til 14 stig.
Spá gerð: 01.08.2025 21:33. Gildir til: 03.08.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðvestan 8-15 m/s og væta með köflum, hvassast vestantil. Bjart að mestu um landið norðaustanvert, en líkur á stöku síðdegisskúrum þar. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast austanlands.

Á mánudag (frídagur verslunarmanna) og þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og víða skúrir. Hiti 9 til 16 stig yfir daginn.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt og skúrir. Hiti 8 til 14 stig.

Á föstudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil væta, en þurrt og milt sunnanlands.
Spá gerð: 01.08.2025 20:55. Gildir til: 08.08.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica