Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag hefur verið hæglætisveður á landinu og skýjað en mjög lítil úrkoma. Hiti hefur komist í 8 stig á nokkrum stöðvum suðvestanlands, en kaldast var í nótt 5 stiga frost í Ásbyrgi.

Norðaustanátt á morgun, strekkingur norðvestantil en annars heldur hægari. Él eða dálítil snjókoma á Norður- og Austurlandi. Suðvestanlands verður hins vegar lengst af rigning eða slydda og líklega snjókoma á heiðum.

Á þriðjudag er útlit fyrir stífa norðlæga átt með éljagangi fyrir norðan og austan, en það ætti að létta til á Suður- og Suðvesturlandi. Hiti um eða undir frostmarki.
Spá gerð: 19.10.2025 15:27. Gildir til: 21.10.2025 00:00.

Veðuryfirlit

Yfir Grænlandi er 1034 mb hæð, en 300 km VSV af Írlandi er víðáttumikil 978 mb lægð sem fer A.
Samantekt gerð: 19.10.2025 20:00.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan og austan 3-10 m/s, skýjað og lítilsháttar skúrir eða él.

Norðaustan 5-15 á morgun, hvassast á Vestfjörðum. Rigning eða slydda suðvestanlands, jafnvel snjókoma um tíma um kvöldið. Dálítil snjókoma eða él annars staðar, en að mestu þurrt á Suðausturlandi.

Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 19.10.2025 21:14. Gildir til: 21.10.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hægviðri, skýjað og fer að rigna í nótt. Austan 3-8 m/s og rigning á morgun, jafnvel slydda eða snjókoma um tíma annað kvöld. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 19.10.2025 21:15. Gildir til: 21.10.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðan og norðaustan 8-15 m/s og él, en léttir til sunnan- og suðvestanlands. Hiti kringum frostmark, en vægt frost í innsveitum.

Á miðvikudag:
Norðan 8-15, hvassast austast. Slydda eða snjókoma austanlands, annars él en þurrt á suðvestanverðu landinu. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Minnkandi norðanátt, styttir upp fyrir norðan, smáél austast, en léttir til á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 5 stig yfir daginn.

Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt og sums staðar dálítil él. Áfram kalt í veðri.

Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en suðaustanátt vestast um kvöldið og þykknar upp. Fremur kalt.

Á sunnudag:
Útlit fyrir austlæga eða breytilega átt. Rigning, slydda eða snjókoma sunnantil, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hlýnar sunnantil en annars svipað hitastig áfram.
Spá gerð: 19.10.2025 20:05. Gildir til: 26.10.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica