Austlæg átt í dag, víða gola eða kaldi og milt veður. Dálítill væta á Norðaustur- og Austurlandi og einnig við norðvesturströndina, en skýjað í öðrum landshlutum og skúrir á stöku stað
Norðaustan kaldi eða stinningskaldi norðvestantil á morgun og austan strekkingur syðst, annars hægari vindur. Smáskúrir, einkum norðaustanlands en ætti að sjást eitthvað til sólar á Suður- og Vesturlandi. Kólnar heldur fyrir norðan og austan.
Spá gerð: 15.09.2025 06:39. Gildir til: 16.09.2025 00:00.
400 km SSV af Reykjanesi er 1002 mb lægð sem hreyfist lítið og grynnist, en yfir N-Grænlandi er vaxandi 1034 mb hæð. Við A-strönd Skotlands er 986 mb lægð sem fer hægt A.
Samantekt gerð: 15.09.2025 12:42.
Austan og norðaustan 3-10 m/s. Súld eða dálítil rigning norðan- og austanlands, annars skýjað með köflum og skúrir á stöku stað. Hiti 8 til 15 stig.
Bætir í vind norðvestantil í kvöld, norðaustan 8-15 þar á morgun. Víða dálitlar skúrir, en lengst af þurrt um landið suðvestanvert. Kólnar heldur fyrir norðan.
Spá gerð: 15.09.2025 14:39. Gildir til: 17.09.2025 00:00.
Hæg austlæg átt, skýjað að mestu og stöku skúrir, einkum síðdegis. Hiti 10 til 15 stig.
Spá gerð: 15.09.2025 14:38. Gildir til: 17.09.2025 00:00.
Á miðvikudag:
Norðaustan 5-13 m/s og dálitlar skúrir eða él, en að mestu þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt 3-10, hvassast við austurströndina. Bjart með köflum sunnan heiða, en skýjað og dálítil él norðan- og austanlands. Hiti 1 til 8 stig og útlit fyrir næturfrost í flestum landshlutum.
Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt og víða bjart með köflum. Áfram svalt.
Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt, skýjað og dálítil væta vestantil. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 15.09.2025 08:03. Gildir til: 22.09.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.