Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðaustan 3-10 m/s, en 10-15 með suðausturströndinni fram eftir degi. Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi, en dálítil él norðan- og austanlands, einkum við ströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á laugardag:
Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Þurrt og bjart sunnan- og suðvestanlands, annars skýjað með köflum og stöku él, en líkur á snjókomu við suðausturströndina seinnipartinn. Frost 2 til 12 stig.

Á sunnudag:
Vaxandi norðaustanátt, hvassviðri með snjókomu, fyrst um landið suðaustanvert, en rigning eða slydda sunnan- og austantil seint um kvöldið. Hlýnar í veðri.

Á mánudag:
Suðaustlæg átt og rigning suðaustanlands, Norðaustlægari og rigning eða slydda allra vestast framan af degi, annars úrkomuminna. Hiti 1 til 6 stig.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt og fremur vætusamt. Hiti 2 til 7 stig.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu suðaustanlands, en víða þurrt annars staðar. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 07.01.2026 20:15. Gildir til: 14.01.2026 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica