Á miðvikudag:
Norðaustan 5-13 m/s og dálitlar skúrir eða él, en að mestu þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt 3-10, hvassast við austurströndina. Bjart með köflum sunnan heiða, en skýjað og dálítil él norðan- og austanlands. Hiti 1 til 8 stig og útlit fyrir næturfrost í flestum landshlutum.
Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt og víða bjart með köflum. Áfram svalt.
Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt, skýjað og dálítil væta vestantil. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 15.09.2025 08:03. Gildir til: 22.09.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.