Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 5-13 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir norðan- og vestanlands, en súld eða rigning við suðaustur- og austurströndina. Hægari vindur seinnipartinn. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norður- og Vesturlandi.
Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-8. Bjart með köflum, en líkur á skúrum síðdegis. Hiti 12 til 18 stig. Þokuloft við austurströndina og svalara.
Á föstudag og laugardag:
Norðaustlæg átt. Súld eða rigning af og til norðan- og austanlands. Skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir suðvestantil. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
Á sunnudag:
Norðanátt með vætu á norðurhelmingi landsins og hita 7 til 11 stig. Bjart með köflum sunnantil með stöku skúrum síðdegis og hita að 17 stigum.
Á mánudag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað að mestu og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 8 til 15 stig.
Spá gerð: 25.08.2025 21:38. Gildir til: 01.09.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.