Gasmengun

Gasmengun

Gasmengunarspá og skráningarform vegna gasmengunar

Hér fyrir neðan birtist textaspá veðurvaktar um gasdreifingu á landinu í dag og á morgun ásamt almennri veðurspá fyrir gosstöðvarnar. Kortin sýna þau svæði á landinu þar sem brennisteinsmengunar (SO2 ) í byggð fyrir næstu 48 tíma.

Fremsta kortið sýnir spá um styrk brennisteinstvíyldis við yfirborð, næstu þrjú kort sýna þau svæði þar sem mengunar geti orðið vart á næstu sex eða tuttugu og fjórum klukkustundum. Liturinn á þeim kortum gefur eingöngu til kynna svæði, ekki styrk.

Á þeim svæðum á landinu þar sem hætta er á brennisteinsmengun er ráðlagt að fylgjast vel með stöðu loftgæða og fylgja ráðleggingum Umhverfisstofnunar ef mengun er til staðar, sjá hlekki neðst á síðunni.

Mikilvæg skilaboð um gasmengun fyrir þá sem eru inni á hættusvæði vegna jarðhræringa:

  • Gasmengun getur alltaf farið yfir hættumörk í nágrenni við eldstöðina. Mökkurinn leggst undan vindi.
  • Í hægviðri (<5 m/s) getur dreifing gasmengunar verið ófyrirsjáanleg, þar sem hiti frá hraunbreiðu hefur áhrif á vindátt á svæðinu.
  • Gasmengun berst einnig frá hraunbreiðunni vegna afgösunar.
  • Ef einkenna verður vart er mikilvægt að koma sér burt frá aðstæðum.

Spá veðurvaktar um gasdreifingu

Suðvestlæg átt á gosstöðvunum, 8-15 m/s og skúrir. Mengun frá eldstöðinni berst til norðausturs og gæti hennar orðið vart á Vatnsleysu og á höfuðborgarsvæðinu.
Spá gerð: 05.09.2024 20:37. Gildir til: 06.09.2024 23:59.


Tilkynning um gasmengun

Veðurstofan þiggur einnig tilkynningar frá fólki sem telur sig verða vart við gasmengun. Það skal tekið fram að við óskum ekki eftir tilkynningum frá þeim sem fara að gosstöðvunum heldur einungis frá íbúum í byggð. Hlekkur á skráningarform vegna gasmengunar

Hér eru ráðleggingar frá Umhverfisstofnun vegna mengunar frá gosstöðvum og hlekkur á loftgaedi.is sem sýnir stöðu á loftgæðum í byggð.

Hlekkur á bækling sem útskýrir hugsanleg áhrif loftmengunar á heilsufar fólks og veita upplýsingar um hvernig hægt er að verja sig og sína nánustu gegn loftmengun á tímum eldgosa.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica