Fréttir
Iframe staðarspá
Dæmi um iframe-ramma sem vefstjórar geta nú birt á sínum vef.

Veðurstofan býður upp á nýja þjónustu

12.9.2008

Veðurstofa Íslands gerir nú vefstjórum kleift að birta án fyrirhafnar veðurupplýsingar á vefjum sínum. Þannig geta vefstjórar birt þau veðurkort sem nýtast best notendum viðkomandi vefs.

Þjónustan er ókeypis. Hún byggir á iframe- tækninni. Í raun og veru birtist þá sérsniðin síða frá vedur.is inni í síðu viðkomandi vefs.

Útfærðir hafa verið tveir stórir iframe-rammar sem ætlað að vera meginefni heillar síðu. Fleiri iframe-rammar verða útfærðir ef margir óska eftir því.

Nokkrir vefir hafa undanfarið aðstoðað Veðurstofuna við prófanir á þessari þjónustu. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir:


Þessi þjónusta er ekki síst ætluð héraðsfréttamiðlum, ferðaþjónustuvefjum og öðrum litlum og miðlungsstórum vefjum. Á þennan hátt geta vefir nú birt glöggar veðurupplýsingar án þess að þurfa vísa notendum af sínum vef. Skoða má nánari upplýsingar um iframe-þjónustuna.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica