Fréttir

Lágský við Ísland (MODIS)
NASA © NASA
Mynd 2. Mynd tekin úr tunglinu TERRA á svipuðum tíma og mynd 1. Mun meiri upplausn er á þessari mynd og hún sýnir rétta liti. Þar sést greinilega að talsverður snjór er enn óbráðnaður á háfjöllum á Norður- og Austurlandi og að vetrarsnjór er enn á meginhluta jöklanna. Sömuleiðis má hér sjá litla góðviðrisbólstra yfir stöku stað á hálendinu, t.d. norðan Dyngjujökuls, en hlýja loftið ofan við heldur þeim í skefjum. Sérkennilegir, langir, smábólstragarðar liggja frá suðri til norðurs yfir Norðausturlandi. Þeir sáust illa á veðurtunglamyndinni (1). Smábólstar sjást einnig yfir Rangárvallasýslu neðanverðri. Norðnorðvestanáttin yfir Suðvesturlandi sér til þess að þokuskýjabakki er yfir Kollafirði. Sól skein í aðeins fjóra og hálfa klukkustund þennan dag í Reykjavík og hámarkshiti var aðeins 13,7°C. Vindurinn var nægilega norðlægur til þess að sjávarloftið leitaði síður inn á Suðurlandsundirlendið og fór stutt inn í Borgarfjarðarhérað. Sunnanvert Snæfellsnes var skýjalítið og naut sólar þó hafloftið hefði reyndar náð að stinga sér inn á ströndina á þeim slóðum, en það var ekki nægilega þykkt til að bera ský.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica