Fréttir
Úrkomuspá fyrir laugardaginn 10. sept.

Enn er mikilli úrkomu spáð

Jafnvel hætta á vatnavöxtum, skriðuföllum og skyndiflóðum

9.9.2016

Í nótt og á morgun ganga skil yfir landið með stífri norðanátt og mikilli úrkomu.

Búast má við talsverðri rigningu austantil á landinu í nótt en á morgun má búast við mikilli úrkomu á Norðurlandi og á Ströndum. Því getur skapast flóða- og skriðuhætta á þessum slóðum.

Í aðstæðum sem þessum er ekki hægt að útiloka staðbundin skyndiflóð sem gætu valdið tjóni, t.d. á Tröllaskaga.

Veðurstofan beinir þeim tilmælum til almennings að huga að holræsum og niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir.

Fólk er beðið um að fylgjast með textaspám, sem eru áreiðanlegar og uppfærðar ört.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica