Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Norðaustan- og austanlands má búast við sólríkum og hlýjum degi í dag þó heldur svalara verði þar en var í gær. Best er að njóta veðurblíðunnar því nú sér fyrir endan á hlýju sunnanáttunum sem hafa verið hjá okkur síðustu daga. Sunnan- og vestantil á landinu er skúraloft allsráðandi sem nær hámarki seinnipartinn í dag, en lægir síðan og styttir upp í kvöld og nótt. Fremur hæg austlæg átt á landinu í fyrramálið og skýjað og þurrt að mestu, en heldur bjartara verður yfir norðausturlandi. Hiti 3 til 9 stig yfir daginn, hlýjast vestanlands. Vaxandi norðaustanátt þegar líður á morgundaginn og allhvass vindur með samfelldri rigningu austantil á landinu annað kvöld, en snjókomu til fjalla og kólnandi veðri. Norðaustlæg átt á mánudag og fremur svalt í veðri. Dálítil él norðantil á landinu framan af degi, en lengst af úrkomulítið fyrir sunnan.
Spá gerð: 20.04.2019 06:36. Gildir til: 21.04.2019 00:00.

Veðuryfirlit

Á Grænlandssundi er hægfara 989 mb smálægð, sem eyðist smám saman, en yfir S-Noregi er kyrrstæð og minnkandi 1036 mb hæð. 700 km SSV af Hvarfi er vaxandi 999 mb lægð, sem hreyfist ANA, en langt S í hafi er ört vaxandi 1025 mb lægablylgja á N-leið.
Samantekt gerð: 20.04.2019 07:43.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 20.04.2019 00:30.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 8-15 m/s og víða skúrir, en bjart að mestu norðaustan- og austantil. Úrkomumeira vestantil á landinu um tíma síðdegis. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast NA-lands. Lægir og styttir upp í nótt. Austlæg átt 3-8 m/s um hádegi á morgun, skýjað og þurrt að mestu, en bjartara norðaustantil. Vaxandi norðaustanátt þegar líður á morgundaginn, 8-15 austantil á landinu annað kvöld og rigning, en snjókoma til fjalla. Hægari vindur og yfirleitt þurrt um landið vestanvert. Kólnandi veður, hiti 0 til 6 stig annað kvöld.
Spá gerð: 20.04.2019 04:55. Gildir til: 21.04.2019 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 5-13 m/s og skúrir. Úrkomumeira um tíma síðdegis. Lægir og styttir upp í kvöld og nótt. Fremur hæg austlæg átt á morgun og skýjað að mestu. Hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 20.04.2019 04:56. Gildir til: 21.04.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag (annar í páskum):
Norðustlæg átt, 5-10 m/s og skýjað með köflum, en stöku él NA-lands. Austan 8-15 og fer að rigna S-lands um kvöldið. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig að deginum.

Á þriðjudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s og slydda eða snjókoma N-til og hiti nálægt frostmarki, en rigning í öðrum landshlutum og hiti 2 til 7 stig.

Á miðvikudag:
Suðlæg og síðar austlæg átt með rigningu og hlýnadi veður, en hvessir og bætir í úrkomu við S-lands um kvöldið.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti) og föstudag:
Ákveðin austanátt og víða rigning, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast V-lands.
Spá gerð: 20.04.2019 08:25. Gildir til: 27.04.2019 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica