Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Víðáttumikil lægð er stödd suður af landinu sem hreyfist lítið og grynnkar smám saman. Í dag er því útlit fyrir minnkandi norðaustlæga átt, gola eða kaldi síðdegis, en áfram norðaustan hvassviðri eða stormur norðvestantil fyrripart dags. Víða rigning með köflum, en bjartviðri á Suðvesturlandi. Hiti 2 til 10 stig að deginum, mildast syðst.

Hæg norðaustlæg eða breytileg átt á morgun, en allhvasst á Vestfjörðum. Dálítil rigning eða slydda fyrir norðan, en lengst af bjart sunnan heiða. Hiti 0 til 7 stig.
Spá gerð: 01.11.2025 06:38. Gildir til: 02.11.2025 00:00.

Veðuryfirlit

400 km S af Reykjanesi er víðáttumikil 960 mb lægð sem þokast A og grynnist, en skammt V af Færeyjum er 972 mb drag sem fer NV. Yfir N-Grænlandi er 1025 mb hæð.
Samantekt gerð: 01.11.2025 07:56.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 8-15 m/s, en 13-20 norðvestantil. Rigning með köflum, en bjart að mestu suðvestanlands. Dregur víða úr vindi síðdegis. Hiti 2 til 10 stig, mildast sunnantil.

Norðaustan 10-18 á Vestfjörðum á morgun, annars mun hægari vindur. Rigning eða slydda með köflum, en þurrt um landið sunnanvert.
Heldur kólnandi.
Spá gerð: 01.11.2025 08:19. Gildir til: 03.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 8-13 m/s og bjart með köflum, en lægir eftir hádegi. Hiti 5 til 10 stig, en kólnar í kvöld. Hæg austlæg átt á morgun og hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 01.11.2025 09:37. Gildir til: 03.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðaustan 8-15 m/s, en hægari um landið norðaustanvert. Stöku skúrir, en slydduél á Vestfjörðum og fer að rigna á Suður- og Austurlandi síðdegis. Hiti 1 til 8 stig, mildast sunnantil.

Á þriðjudag:
Norðaustan 5-13 og rigning eða slydda með köflum, en yfirleitt þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi fram á kvöld. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Norðaustan og austan 8-13. Skúrir og hiti 2 til 8 stig, en kólnar norðanlands með éljum.

Á fimmtudag:
Austan- og norðaustanátt og lítilsháttar úrkoma, en bjartviðri á Vesturlandi. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost inn til landsins.

Á föstudag:
Norðaustanátt og slydda með köflum, en þurrt að mestu sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 01.11.2025 08:41. Gildir til: 08.11.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica