Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Það er lægð á Grænlandssundi sem stýrir veðrinu hjá okkur núna. Hún veldur suðvestan og vestan strekkingi eða allhvössum vindi á landinu, jafnvel sums staðar hvassviðri norðvestantil. Það má víða búast við éljum í kvöld og nótt, en austanlands hangir þurrt.

Á morgun fjarlægist lægðin landið og það dregur úr vindinum. Áfram má þó búast við éljum nokkuð víða. Það er heldur að kólna hjá okkur og eftir hádegi á morgun verður komið frost 0 til 5 stig, með þeirri undantekningu að hann hangir frostlaus við suðurströndina.

Á mánudag og þriðjudag er útlit fyrir fremur hægan vind á landinu með éljum á sveimi, sem verða þó einkum bundin við sunnan- og vestanvert landið. Frost um allt land.
Spá gerð: 14.12.2024 15:28. Gildir til: 15.12.2024 00:00.

Veðuryfirlit

Á Grænlandssundi er 969 mb lægð sem fer A. Langt S í hafi er víðáttumikil 1037 mb hæð.
Samantekt gerð: 14.12.2024 20:14.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 22.11.2024 10:59.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan og vestan 8-18 m/s, hvassast norðvestantil. Dregur úr vindi á morgun, vestlæg eða breytileg átt 3-10 undir kvöld. Víða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Kólnandi veður, frost 0 til 5 stig þegar kemur fram á morgundaginn.
Spá gerð: 14.12.2024 18:46. Gildir til: 16.12.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 8-15 m/s, skúrir og hiti 2 til 4 stig. Vestlægari og él seint í kvöld, en dregur úr vindi eftir hádegi á morgun og hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 14.12.2024 18:45. Gildir til: 16.12.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Austan 8-13 m/s norðvestantil, annars hægari vindur. Víða él, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 12 stig, kaldast norðaustanlands.

Á þriðjudag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og dálítil él, en léttir til austanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á miðvikudag:
Norðan 8-15 og él, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost 1 til 7 stig.

Á fimmtudag:
Breytileg átt og styttir upp, en dálítil snjókoma sunnan- og vestantil um kvöldið. Herðir á frosti.

Á föstudag:
Suðaustanátt og slydda eða snjókoma með köflum, hiti kringum frostmark. Yfirleitt þurrt norðanlands og heldur svalara.

Á laugardag (vetrarsólstöður):
Austlæg átt og rigning, slydda eða snjókoma með köflum. Heldur hlýnandi.
Spá gerð: 14.12.2024 20:59. Gildir til: 21.12.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica