Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Það hefur verið mild suðaustlæg átt á landinu í dag og víða vætusamt, en nú síðdegis hefur dregið úr vindi og stytt upp um landið norðanvert.

Áttin verður áfram suðaustlæg á morgun, víða 5-13 m/s og dálítil væta með köflum, en bjart að mestu á Norðurlandi. Hiti 0 til 9 stig, svalast í innsveitum fyrir norðan.

Á mánudag bætir svo í vind með rigningu eða skúrum sunnan- og austanlands.
Spá gerð: 20.12.2025 15:43. Gildir til: 22.12.2025 00:00.

Veðuryfirlit

400 km SSV af Reykjanesi er 979 mb lægð sem þokast SA og grynnist, en yfir Labrador er 955 mb lægð á A-leið. Yfir Norðursjó er 1015 mb hæðarhryggur sem fer N.
Samantekt gerð: 20.12.2025 12:41.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 5-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla um landið norðanvert. Úrkomuminna á morgun og bjart að mestu fyrir norðan. Hiti 1 til 9 stig.
Spá gerð: 20.12.2025 18:26. Gildir til: 22.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg breytileg átt og væta með köflum. Suðaustan 5-13 m/s á morgun og lengst af úrkomulítið. Hiti 4 til 9 stig.
Spá gerð: 20.12.2025 18:26. Gildir til: 22.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðaustan 8-15 m/s, en 13-18 suðvestantil fram eftir degi. Skúrir, og síðar rigning á Austfjörðum, en þurrt að mestu á Norðurlandi. Hiti 2 til 9 stig.

Á þriðjudag (Þorláksmessa):
Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 og slydda eða rigning með köflum, en úrkomuminna eftir hádegi. Hiti um eða yfir frostmarki. Vaxandi sunnanátt um kvöldið og hlýnar með rigningu eða súld sunnan- og vestanlands.

Á miðvikudag (aðfangadagur jóla):
Sunnan og suðvestan hvassviðri eða stormur og rigning, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hlýtt í veðri.

Á fimmtudag (jóladagur):
Minnkandi suðvestanátt og rigning með köflum, en kólnar með slyddu vestanlands.

Á föstudag (annar í jólum):
Vestan- og norðvestanátt og dálítil él, en snjókoma eða slydda um landið austanvert fram eftir degi. Hiti um eða undir frostmarki.
Spá gerð: 20.12.2025 08:39. Gildir til: 27.12.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica