Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Austanátt er algengasta vindáttin á Íslandi og þessa dagana fáum við sannarlega að finna fyrir því. Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu hefur viðhaldið austanáttum frá því í síðustu viku og mun halda því áfram fram yfir næstu helgi.
Síðasta sólarhringinn hefur verið austanhvassviðri eða stormur með suðurströndinni og heldur það áfram í dag. Í nótt mældust 30 m/s á Stórhöfða. Slíkar aðstæður geta verið varasamar fyrir bíla sem taka á sig mikinn vind. Einnig gæti orðið hvasst og hviðótt við Esjuna upp úr hádegi og einhver væta fallið um tíma á suðvesturhorninu.
Það þykknar upp á vestanverðu landinu í dag, bætir í úrkomu Sunnanlands og áfram falla él eða slydduél fyrir austan. Hiti um frostmark fyrir norðan, en upp í 6 stig sunnan heiða.

Á morgun dregur hægt og rólega úr vindi og úrkomu, það léttir til vestanlands og kólnar lítillega á landinu öllu.
Spá gerð: 27.01.2026 06:54. Gildir til: 28.01.2026 00:00.

Veðuryfirlit

Um 1200 km SA af Hvarfi er víðáttumikil 959 mb lægð sem hreyfist A. Rétt S af Írlandi er 956 mb lægð á leið til V og mun sameinast þeirri fyrri. Yfir NA-Grænlandi er 1035 mb hæð.
Samantekt gerð: 27.01.2026 07:49.

Veðurhorfur á landinu

Austan 8-15 m/s, en 15-23 við suðurströndina. Dálitlar skúrir eða él á austanverðu landinu, en líkur á hellidembum og eldingum sunnanlands í fyrstu. Þurrt vestanlands, en smá væta á stöku stað síðdegis, styttir upp undir kvöld.

Stöku skúrir eða él fyrir austan á morgun, en léttskýjað að mestu vestantil. Dregur heldur úr vindi annað kvöld.

Hiti 0 til 6 stig, en um eða undir frostmarki á Norður- og Austurlandi.
Spá gerð: 27.01.2026 09:55. Gildir til: 29.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 8-15 m/s, hvassast við Esjuna. Skýjað með köflum og dálítil væta af og til. Dregur heldur úr vindi í kvöld.
Austan 5-10 og léttskýjað á morgun, en 8-15 seinnipartinn.
Hiti 1 til 5 stig.
Spá gerð: 27.01.2026 09:37. Gildir til: 29.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Minnkandi austanátt, 5-13 m/s síðdegis, hvassast syðst og á Vestfjörðum. Skúrir eða slydduél, en þurrt að mestu norðan- og vestantil. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnanlands.

Á föstudag:
Austlæg átt 5-10 og þurrt að mestu. Dálítil él eða skúrir austantil, en styttir upp síðdegis. Hiti um frostmark, en víða vægt frost norðanlands.

Á laugardag:
Norðaustan og austan 5-13 m/s og él eða slydduél, en þurrt suðvestantil. Hiti um eða undir frostmarki.

Á sunnudag:
Austanátt og snjókoma, en hlýnar með slyddu og rigningu þegar líður á daginn. Úrkomuminna norðanlands. Bætir í rigningu suðaustantil eftir hádegi. Hiti 1 til 6 stig undir kvöld, en nálægt frostmarki norðvestantil.

Á mánudag:
Útlit fyrir suðaustanátt. Rigning, einkum sunnan- og austantil, en lengst af þurrt fyrir norðan. Frekar milt í veðri.
Spá gerð: 27.01.2026 08:34. Gildir til: 03.02.2026 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica