Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Allmikil lægð skammt norðaustur af Jan Mayen hreyfist norður, en önnur heldur veigaminni, djúpt suður í hafi hreyfist til norðausturs. Þessar tvær lægðir stjórna veðri í dag, en þar sem þær eru fjarri landi eru vindar hægir og dálítli él á víð og dreif. Úrkomusvæði fylgjandi minni lægðinni gæti valdið snjómuggu um tíma suðaustanlands. Norðlægir vindar á morgun og rofar heldur til sunnanlands, en á föstudag teygir sig vaxandi hæðarhryggur frá Grænlandi yfir landið, en þá lægir og léttir víða til. Áfram talsvert frost í öllum landshlutum, en sums staðar frostlaust með suðurströndinni að deginum.
Spá gerð: 28.02.2024 06:19. Gildir til: 29.02.2024 00:00.

Veðuryfirlit

350 km A af Jan Mayen er víðáttumikil 960 mb lægð, sem hreyfist N, en yfir N-Grænlandi er 1012 mb hæðarhryggur. Um 600 km S af Reykjanesi er 986 mb lægð á hreyfingu NA.
Samantekt gerð: 28.02.2024 07:49.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 16.02.2024 22:23.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 8-13 og dálítil snjókoma suðaustantil, en annars hægari breytileg átt og skýjað, en þurrt að kalla. Norðlæg átt, 5-13 og dálítil él á morgun, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 0 til 8 stig, en talsvert frost í nótt.
Spá gerð: 28.02.2024 10:30. Gildir til: 01.03.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað en þurrt, en bjart á morgun. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 28.02.2024 10:16. Gildir til: 01.03.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðan 8-15 m/s, en 15-20 austan Öræfa síðdegis. Él á Norður- og Austurlandi og líkur á snjókomu allra syðst, en víða bjart annars staðar. Frost 1 til 8 stig, en frostlaust syðst.

Á laugardag:
Norðvestan 8-15 og dálítil él austast framan af degi, en mun hægari vindur annars staðar og bjart veður. Áfram kalt í veðri.

Á sunnudag og mánudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og dálítil snjókoma austanlands, en bjart með köflum vestantil. Dregur úr frosti.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir stífa austanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en úrkomulítið vestan- og norðanlands.
Spá gerð: 28.02.2024 08:17. Gildir til: 06.03.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica