Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 09.12.2025 22:29. Gildir til: 10.12.2025 00:00.

Veðuryfirlit

Um 700 km SV af Reykjanesi er minnkandi 975 mb lægð, en yfir NA-Grænlandi er 1025 mb hæð. 300 km V af Skotlandi er 959 mb lægð á hreyfingu NNA, en 750 km S af Hvarfi er álíka vaxandi lægð á NA-leið.
Samantekt gerð: 09.12.2025 19:53.

Veðurhorfur á landinu

Austan og norðaustan 10-18 m/s, en 18-25 við suðausturströndina, hvassast í Öræfum. Rigning eða slydda öðru hverju, en úrkomulítið vestanlands.
Norðaustan 13-23 á morgun, en heldur hægari annað kvöld, hvassast suðaustantil. Víða dálítil slydda eða rigning, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi.
Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 09.12.2025 21:15. Gildir til: 11.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan og norðaustan 10-18 m/s og þurrt að kalla, en 5-13 á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 09.12.2025 20:44. Gildir til: 11.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Gengur í austan 15-25 m/s með rigningu eða slyddu, en en snjókomu til fjalla, talsverð úrkoma um tíma suðaustantil. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á föstudag:
Austan og suðaustan 10-18 m/s og skúrir eða él, en lengst af þurrt norðantil. Hiti 1 til 6 stig.

Á laugardag:
Ákveðin suðlæg átt, en norðaustlægari á Vestfjörðum. Slydda eða snjókoma með köflum, en skúrir eða él suðvestantil síðdegis. Hiti 0 til 5 stig.

Á sunnudag:
Útlit fyrir stífa suðlæga eða breytilega átt éljum eða snjókomu, einkum sunnan heiða og hita nálægt frostmarki.

Á mánudag og þriðjudag:
Líklega breytileg átt, dálítil él og svalt í veðri.
Spá gerð: 09.12.2025 20:22. Gildir til: 16.12.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica