Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Víðáttumikið hæðarsvæði fyrir norðan land sem tegir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Þetta veldur því að lægðirnar sunnan við land þrýsta á móti hæðinni og má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en mun hægari vindi annars staðar. Skúrir eða él á stangli suðaustantil og á sunnanverðum Austfjörðum verður megin uppistaðan í þeirri úrkomu sem fellur næstur daga. Einhver minniháttar él verða á annesjum fyrir norðan og norðantil á Vestfjörðum, en yfirleitt þurrt og bjart veður í öðrum landshlutum, einkum þú við Faxaflóa og Breiðafjörð. Heldur lækkandi hitastig verður næstu daga.
Þetta veðurlag verður fram yfir helgi hið minnsta.
Spá gerð: 24.01.2026 06:31. Gildir til: 25.01.2026 00:00.

Veðuryfirlit

N af Jan Mayen er 1023 mb hæð. Skammt S af Írlandi er 972 mb lægð sem þokast N. Við Hvarf er 980 mb lægð sem fer hægt V.
Samantekt gerð: 24.01.2026 07:52.

Veðurhorfur á landinu

Austanátt, víða 8-13 m/s en 13-20 syðst. Að mestu bjart um landið vestanvert, annars skýjað og dálitlar skúrir eða él. Hiti 0 til 7 stig, en um eða undir frostmarki á Norður- og Austurlandi.
Spá gerð: 24.01.2026 09:41. Gildir til: 26.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 8-15 m/s og bjartviðri. Heldur hægari á morgun, hiti 2 til 6 stig.
Spá gerð: 24.01.2026 09:43. Gildir til: 26.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:
Austan 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Él eða slydduél um landið austanvert og á Vestfjörðum, annars þurrt að mestu. Hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost norðantil.

Á miðvikudag:
Austan og norðaustan 5-13, en 13-18 við suðausturströndina. Bjartviðri vestanlands, en él austantil. Hiti um eða undir frostmarki.

Á fimmtudag:
Norðaustanátt og snjókoma eða rigning með köflum, einkum austanlands. Heldur hlýnandi.

Á föstudag:
Norðaustanátt og stöku él, en léttskýjað suðvestanlands.
Spá gerð: 24.01.2026 08:22. Gildir til: 31.01.2026 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica