Í dag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt á bilinu 3-10 m/s. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu, en þurrt að mestu sunnan heiða. Vægt frost.
Breytileg átt á morgun og vindhraði svipaður og í dag eða fremur hægur víðast hvar. Yfirleitt þurrt og bjart veður, en búast má við éljum á stöku stað við ströndina. Það herðir á frostinu, kaldast um eða yfir 10 stig í innsveitum fyrir norðan.
Það eru semsagt horfur á tiltölulega rólegu og köldu veðri í dag og á morgun. Það á síðan eftir að breytast. Spár gera ráð fyrir að lægð á Grænlandshafi sendi skil í átt að landinu aðfaranótt miðvikudags. Á miðvikudag má því búast við allhvassri eða hvassri austanátt með úrkomu. Það hlýnar og úrkoman verður yfirleitt á formi rigningar eða slyddu á sunnanverðu landinu. Norðantil hlýnar seinna og því má búast við snjókomu eða slyddu þar fram eftir degi. Seinnipart miðvikudags dregur úr vindinum sunnan- og austanlands, en hvass norðaustanstrengur helst áfram inni á landinu norðvestanverðu.
Spá gerð: 15.12.2025 06:43. Gildir til: 16.12.2025 00:00.
250 km S af Vík er 969 mb lægð sem þokast NA og grynnist smám saman. Skammt V af Jan Mayen er 958 mb lægð sem hreyfist lítið og út frá henni liggur lægðadrag til ANA á leið N.
Samantekt gerð: 15.12.2025 07:56.
Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s í dag. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu, en þurrt að mestu sunnan heiða. Vægt frost.
Breytileg átt 3-10 á morgun. Víða þurrt og bjart veður, en él á stöku stað við ströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Vaxandi austanátt á Suður- og Vesturlandi annað kvöld.
Spá gerð: 15.12.2025 07:46. Gildir til: 17.12.2025 00:00.
Hæg austlæg átt í dag og bjartviðri. Frost 0 til 5 stig.
Svipað veður á morgun, en vaxandi austanátt seinnipartinn.
Spá gerð: 15.12.2025 05:36. Gildir til: 16.12.2025 00:00.
Á miðvikudag:
Austan 13-20. Víða rigning eða slydda með hita 1 til 6 stig, en snjókoma eða slydda norðantil og hiti kringum frostmark. Dregur úr vindi síðdegis, en áfram hvöss norðaustanátt um landið norðvestanvert.
Á fimmtudag:
Norðaustan 10-18 um landið norðvestan- og vestanvert, annars hægari vindur. Slydda eða snjókoma á Vestfjörðum og Norðurlandi, en skúrir eða rigning sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig, mildast syðst.
Á föstudag og laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt og rigning eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag (vetrarsólstöður):
Suðlæg átt og víða þurrt veður. Frost um mestallt land, en frostlaust við suður- og vesturströndina.
Spá gerð: 15.12.2025 08:33. Gildir til: 22.12.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.