Suðaustan strekkingur er nú á austanverðu landinu og honum fylgir talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi til morguns. Úrkomulítið norðaustantil á morgun og dregur úr vindi síðdegis á morgun.
Suðvestan strekkingur í fyrramálið á Faxaflóa og á Breiðafirði síðdegis með rigningu og síðar skúrum.
Bætir í úrkomu á miðvikudag þegar skil ganga vestur yfir landið, einkum suðaustantil.
Spá gerð: 08.09.2025 15:58. Gildir til: 10.09.2025 00:00.
150 km S af Ingólfshöfða er víðáttumikil 979 mb lægð sem þokast NV og grynnist.
Samantekt gerð: 08.09.2025 20:05.
Suðaustan 10-18 m/s og rigning um landið austanvert, annars mun hægari og lítilsháttar væta.
Snýst í suðvestan og sunnan 8-15 á morgun með skúrum, en styttir smám saman upp á Norðaustur- og Austurlandi. Hægari annað kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.
Spá gerð: 08.09.2025 22:03. Gildir til: 10.09.2025 00:00.
Vestan gola og dálítil rigning í nótt, en suðvestan 8-13 m/s og skúrir með morgninum. Hægari undir kvöld. Hiti 8 til 11 stig.
Spá gerð: 08.09.2025 21:21. Gildir til: 10.09.2025 00:00.
Á miðvikudag:
Gengur í austan og norðaustan 8-15 m/s og fer að rigna, en úrkomuminna á Norðurlandi. Hiti 8 til 14 stig. Dregur úr vætu um kvöldið og hvessir allra syðst.
Á fimmtudag:
Norðaustan og austan 8-15 og dálítil væta með köflum, en samfelld úrkoma syðst fram yfir hádegi. Rigning norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 8 til 15 stig, mildast suðvestantil.
Á föstudag:
Norðan 10-15 m/s. Rigning eða súld og hiti 6 til 10 stig, en úrkomulítið sunnanlands með hita 10 til 16 stig yfir daginn.
Á laugardag:
Norðaustanátt og rigning með köflum, en styttir upp um landið suðvestanvert. Kólnar heldur.
Á sunnudag og mánudag:
Norðaustan- og norðanátt og rigning eða súld með köflum, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Hiti 7 til 15 stig, mildast á Suðurlandi.
Spá gerð: 08.09.2025 20:45. Gildir til: 15.09.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.