Fremur hæg breytileg átt í dag og allvíða él eða skúrir. Hiti kringum frostmark, en frost 0 til 8 stig á Norðaustur- og Austurlandi. Í kvöld nálgast dýpkandi lægð úr suðri og þá snýst í vaxandi austan- og norðaustanátt.
Á morgun gengur í allhvassa eða hvassa norðaustanátt, en storm eða rok á Suðausturlandi. Snjókoma eða slydda, einkum austan- og suðaustanlands en úrkomulítið á Vesturlandi.
Lægðin verður milli Íslands og Skotlands annað kvöld, en á föstudag fjarlægist hún. Þá er spáð minnkandi norðanátt með éljum, en þurru veðri á Suður- og Vesturlandi. Harðnandi frost.
Spá gerð: 26.11.2025 15:35. Gildir til: 28.11.2025 00:00.
Um 1100 km SA af Hvarfi er ört vaxandi 985 mb lægð á hreyfingu NA. 400 km V af Reykjanesi er 990 mb lægð sem þokast SA og eyðist. Um 400 km NA af Dalatanga er vaxandi 985 mb lægð á NA-leið.
Samantekt gerð: 26.11.2025 14:32.
Breytileg átt, víða 3-8 m/s og él eða skúrir. Hiti kringum frostmark, en frost 0 til 8 stig inn til landsins.
Gengur í allhvassa eða hvassa norðaustanátt í fyrramálið, en storm eða rok suðaustanlands. Snjókoma eða slydda með köflum, en úrkomulítið á Vesturlandi.
Spá gerð: 26.11.2025 18:47. Gildir til: 28.11.2025 00:00.
Suðaustan 3-8 m/s og skúrir eða slydduél í dag, en norðaustan 8-15 og úrkomulítið á morgun. Hiti um eða yfir frostmarki.
Spá gerð: 26.11.2025 13:12. Gildir til: 28.11.2025 00:00.
Á föstudag:
Norðan 8-18, hvassast austast. Él , en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 og úrkomulítið, en fer að snjóa suðvestantil á landinu. Kalt í veðri, 10 til 20 stiga frost inn til landsins.
Á sunnudag:
Austanátt, yfirleitt 5-13 m/s. Snjókoma með köflum sunnanlands. Frost 0 til 13 stig, kaldast norðanlands, en frostlaust syðst á landinu.
Á mánudag (fullveldisdagurinn):
Austan og norðaustan 8-15 m/s. Snjókoma eða él og frost 0 til 8 stig, en rigning með suðurströndinni og hiti 0 til 4 stig.
Á þriðjudag:
Fremur hæg norðaustanátt og stöku él, en þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Frostlaust víða við sjóinn en talsvert frost inn til landsins.
Spá gerð: 26.11.2025 08:58. Gildir til: 03.12.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.