Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 27.02.2020 15:00. Gildir til: 28.02.2020 00:00.

Veðuryfirlit

Á Grænlandshafi er nærri kyrrstæð 983 mb lægð, en 400 km SSA af Reykjanesi er 987 mb smálægð, sem hreyfist N. Skammt N af Hjaltlandseyjum er 988 mb smálægð, sem þokast SA. Yfir NA-Grænlandi er 1020 mb hæðarhryggur, en langt S í hafi er ört vaxandi 998 mb lægð á NA-leið.
Samantekt gerð: 27.02.2020 20:01.

Veðurlýsing

Í dag hefur verið austan og norðaustanátt, fremur hæg norðaustan- og austanlands en víða á bilinu 10-18 m/s í öðrum landshlutum. Seinnipartinn tók að hvessa syðst á landinu og er vindur núna kominn í 18-25 m/s allvíða á Suðurlandi. Nokkur snjókoma hefur verið á Suðvesturlandi, til að mynda hafa mælst 9,7 mm í Surtsey og 8 mm í Garðabæ. Í öðrum landshlutum hafa fallið stöku él. Kalt hefur verið á landinu í dag, frost víðast hvar 0 til 10 stig, en hiti skreið yfir frostmark syðst á landinu og mældust 3 stig í Surtsey og 2 stig í Vestmannaeyjabæ og Öræfum.
Samantekt gerð: 27.02.2020 18:23.

Veðurhorfur á landinu

Austlæg átt, 10-18 m/s, en 18-25 m/s syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnan- og vestanverðu landinu, en hægara og úrkomuminna fyrir norðaustan. Frost 1 til 12 stig, kaldast á norðausturlandi.
Austan 15-23 m/s á morgun, hvassast suðaustanlands og snjókoma eða slydda á austanverðu landinu, en dálítil él vestantil. Dregur heldur úr frosti.
Spá gerð: 27.02.2020 18:24. Gildir til: 29.02.2020 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 10-18 m/s, en allt að 23 m/s í efri byggðum og á Kjalarnesi. Snjókoma með köflum eða skafrenningur og frost 1 til 6 stig. Austan 8-15 og él á morgun og hiti nærri frostmarki.
Spá gerð: 27.02.2020 18:25. Gildir til: 29.02.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Austan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda með köflum á austanverðu landinu, hvassast og rigning úti við sjóinn, en annars hægara og dálítil él. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:
Austan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu, en rigningu með austurströndinni og hiti víða 0 til 5 stig. Hægari vindur, þurrt að kalla og vægt frost vestanlands.

Á mánudag:
Hvassar austanáttir með úrkomu víða um land og hita kringum frostmark.

Á þriðjudag:
Suðlægar áttir með éljum, en hvassviðri og slydda við NA-ströndina. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir austan- og suðaustanáttir með snjókomu eða slyddu og áfram svalt veður.
Spá gerð: 27.02.2020 20:36. Gildir til: 05.03.2020 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica