Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Allmikið og -djúpt lægðasvæðin suður af landinu veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. Dálítil él í öðrum landshlutum, en yfirleitt úrkomulaust á Vesturlandi og dregur úr frostinu. Gular veðurviðvaranir vegna vinds og hríðar eru í gildi víða um land og eru ferðamenn og aðrir vegfarandur beðnir um að kynna sér vel veðurspá og færð áður en lagt er af stað.
Fer að rofa til syðra í kvöld, en áfram hvassviðri eða stormur syðst í nótt og fram á morgundaginn. Norðaustankaldi eða -strekkingur og víða dálítil él seinnipartinn á morgun, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Áfram frost víða á landinu og ekki útlit fyrir neinum hlýindum á næstunni.
Spá gerð: 21.03.2023 06:25. Gildir til: 22.03.2023 00:00.

Veðuryfirlit

Um 500 km SA af Hvarfi er 972 mb lægð sem hreyfist lítið en þokast S á bóginn á morgun. Yfir N-Grænlandi er nærri kyrrstæð 1029 mb hæð.
Samantekt gerð: 21.03.2023 07:29.

Veðurhorfur á landinu

Austlæg át, víða 13-18 m/s, en 20-28 syðst á landinu. Snjókoma með köflum sunnan- og austantil, annars víða dálítil él. Rofar víða til sunnan- og vestanlands undir kvöld. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.

Norðaustan 13-25 m/s á morgun, hvassast suðaustantil, en hægari um kvöldið. Dálítil él víða um land, en bjartviðri sunnan og vestan til. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 21.03.2023 09:59. Gildir til: 23.03.2023 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 10-15 m/s, en 15-20 á Kjalarnesi. Skýjað og stöku él. Norðaustan 8-15 og bjartviðri á morgun. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 21.03.2023 09:55. Gildir til: 23.03.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðaustan 8-15 m/s og dálítil él, en bjartviðri sunnan- og vestantil á landinu. Frost 0 til 8 stig að deginum, minnst syðra.

Á föstudag og laugardag:
Norðaustan átt, víða 8-13 m/s og smá él, einkum með norðurströndinni, en lengst af léttskýjað syðra. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á sunnudag og mánudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Allvíða dálítli él en yfirleitt þurrt inn til landsins. Áfram kalt í veðri.
Spá gerð: 21.03.2023 07:47. Gildir til: 28.03.2023 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica