Síðasti dagur ársins er runninn upp. Á austanverðu landinu er útlit fyrir minnkandi norðvestanátt, 8-15 m/s í kvöld og lítilsháttar él á stöku stað. Gular viðvaranir vegna vinds voru í gildi á Suðausturlandi og á sunnanverðum Austfjörðum þar til síðdegis. Vestanlands hefur verið hægari norðlæg átt í dag, en í kvöld er útlit fyrir hægviðri og björtu veðri. Því eru góð skilyrði fyrir flugeldaskotum og brennum í kvöld, en þar sem vindur er hægur getur svifryk og reykur safnast saman með tilheyrandi loftmengun.
Norðlæg átt á morgun, nýársdag og dálítil él, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Frost 0 til 8 stig, svalast í innsveitum fyrir norðan. Síðan er svipað veðurlag um helgina.
Spá gerð: 31.12.2025 15:01. Gildir til: 02.01.2026 00:00.
550 km A af Hvarfi er víðáttumikil 1035 mb hæð, en yfir Grænlandi er 1033 mb hæð. 250 km V af Þrándheimi er 983 mb lægð sem fer SA og dýpkar.
Samantekt gerð: 31.12.2025 19:52.
Norðvestan 8-15 m/s og þurrt að kalla fyrir austan, en annars hæg norðlæg eða breytileg átt víða léttskýjað. Kólnar í veðri.
Norðlæg eða breytileg átt, 5-13 á morgun, hvassast fyrir austan. Dálítil él, en yfirleitt bjart sunnan- og vestantil. Frost 0 til 8 stig, en sums staðar frostlaust næst ströndinni.
Spá gerð: 31.12.2025 22:12. Gildir til: 02.01.2026 00:00.
Hæg breytileg átt og léttskýjað, hiti nálægt frostmarki. Austan 3-8 m/s og skýjað með köflum seint á morgun. Hiti 0 til 4 stig yfir daginn, en frystir annað kvöld.
Spá gerð: 31.12.2025 21:29. Gildir til: 02.01.2026 00:00.
Á föstudag:
Norðvestan 10-18 m/s og stöku él austantil, en dregur úr vindi síðdegis. Annars mun hægari og yfirleitt bjart. Frost 1 til 10 stig yfir daginn, kaldast inn til landsins.
Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 og bjart að mestu. Skýjað á norðanverðu landinu, en lengst af þurrt. Frost 4 til 14 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.
Á sunnudag:
Breytileg átt 3-8 og skýjað með köflum, en þurrt að kalla. Yfirleitt bjart sunnanlands. Áfram kalt í veðri.
Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en stöku él á víð og dreif. Frost 0 til 12 stig yfir daginn, kaldast inn til landsins.
Á þriðjudag:
Breytileg átt og skýjað með köflum. Él á norðanverðu landinu, en þurrt að mestu sunnanlands. Dregur heldur úr frosti.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með snjókomu og hlýnandi veðri.
Spá gerð: 31.12.2025 20:42. Gildir til: 07.01.2026 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.