Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 17.01.2021 13:47. Gildir til: 18.01.2021 00:00.

Veðuryfirlit

Skammt A af landinu er 989 mb lægð sem mjakast A, en yfir Grænlandi er 1026 mb hæð.
Samantekt gerð: 18.01.2021 03:09.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 15.01.2021 22:25.

Veðurhorfur á landinu

Norðan og norðaustan 5-13 m/s. Éljagangur norðantil en skýjað með köflum syðra. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 18.01.2021 00:46. Gildir til: 19.01.2021 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðlæg átt, 3-8 m/s og él. Styttir upp og birtir til á morgun. Hiti 0 til 3 stig.
Spá gerð: 17.01.2021 21:37. Gildir til: 19.01.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðan 8-13 m/s en 13-18 á Vestfjörðum og með Austurströndinni. Snjókoma eða él á norðan- og austanverðu landinu en bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost, einkum inn til landsins.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Ákveðin norðanátt með éljum en léttskýjað syðra. Frost um allt land.

Á föstudag og laugardag:
Norðanátt, víða allhvöss með snjókomu en skýjað með köflum og þurrt að kalla sunnanlands. Fremur kalt í veðri.

Á sunnudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt og él norðan- og austantil en léttskýjað syðra. Kalt í veðri.
Spá gerð: 17.01.2021 20:36. Gildir til: 24.01.2021 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica