Í dag verður suðaustlæg átt, allvíða 8-15 m/s. Rigning á norðan- og austanverðu landinu, en skúrir eða él sunnantil. Léttir til norðanlands eftir hádegi og austantil undir kvöld. Kólnar heldur í veðri, hiti 0 til 5 stig í kvöld.
Á morgun verður austlæg átt 5-13 m/s. Skúrir eða él sunnantil, en léttskýjað að mestu fyrir norðan. Snjókoma eða slydda á austanverðu landinu eftir hádegi og einnig á Norðurlandi undir kvöld. Léttir til í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Vaxandi austanátt á miðvikudag, 10-18 m/s seinnipartinn. Skúrir, einkum suðaustantil og hiti 3 til 8 stig. Þurrt að kalla á norðan- og norðvestanlands og hiti þar nálægt frostmarki.
Spá gerð: 19.01.2026 05:05. Gildir til: 20.01.2026 00:00.
Á Grænlandshafi er 983 mb lægðasvæði sem hreyfist lítið. Yfir N-Skandinavíu er 1032 mb hæð.
Samantekt gerð: 19.01.2026 00:02.
Suðaustanátt í dag, allvíða á bilinu 8-15 m/s. Skúrir eða él, en léttir til norðanlands seinnipartinn. Kólnar heldur í veðri, hiti 0 til 5 stig undir kvöld.
Austlæg átt 5-13 á morgun. Skúrir eða él sunnanlands, en þurrt fyrir norðan. Snjókoma eða slydda með köflum á austanverðu landinu síðdegis, en einnig á Norðurlandi annað kvöld. Léttir til í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 19.01.2026 04:11. Gildir til: 20.01.2026 00:00.
Austan og suðaustan 5-10 m/s og skúrir eða slydduél, en 10-15 síðdegis. Hiti 1 til 4 stig. Snýst í minnkandi suðlæga átt í kvöld.
Austan 5-10, stöku él og kólnar ívið á morgun.
Spá gerð: 19.01.2026 04:18. Gildir til: 20.01.2026 00:00.
Á þriðjudag:
Austan og suðaustan 5-10 m/s og él eða skúrir, hiti 0 til 5 stig. Hægari og yfirleitt þurrt á norðanverðu landinu með vægu frosti. Rigning eða slydda á Suðausturlandi og Austfjörðum seinnipartinn, en þurrt að mestu í öðrum landshlutum.
Á miðvikudag:
Hægt vaxandi austanátt, 8-15 seinnipartinn. Rigning eða slydda af og til sunnan- og austanlands, annars yfirleitt þurrt í veðri. Hiti 2 til 7 stig, en vægt frost norðvestantil á landinu.
Á fimmtudag:
Austan 10-15, en 15-20 við suðurströndina. Rigning með köflum sunnan- og austantil og á Vestfjörðum, annars þurrt. Hiti 2 til 7 stig.
Á föstudag og laugardag:
Austlæg átt. Lítilsháttar skúrir eða él á austanverðu landinu, en bjartviðri vestantil. Hiti kringum frostmark að deginum.
Á sunnudag:
Útlit fyrir austlæga átt. Bjart með köflum og sums staðar dálítil él, en léttskýjað og þurrt á vestanverðu landinu. Frost 0 til 7 stig.
Spá gerð: 18.01.2026 20:21. Gildir til: 25.01.2026 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.