Skammt vestur af landinu er 1006 mb lægð, sem þokast suðsuðaustur og beinir mildum suðlægum vindum yfir landið. Rigning eða slydda í flestum landshlutum, jafnvel snjókoma til fjalla, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Lægðin fjarlægist suður í haf á morgun og fer þá að lægja og létta til, en líklega áfram austankaldi með lítilsháttar vætu syðst á landinu. Á þriðjudag myndast ný smálægð á Grænlandssundi og snýst vindur þá í suðvestanátt, en úrkoma verður með minnsta móti og áfram fremur hlýtt ef að líkum lætur.
Spá gerð: 11.04.2021 06:06. Gildir til: 12.04.2021 00:00.
250 km VSV af Snæfellsnesi er 1007 mb lægð sem þokast S. Skammt V af Færeyjum er 1022 mb hæðarhryggur sem hreyfist lítið.
Samantekt gerð: 11.04.2021 07:48.
Suðaustan og austan 5-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum, en þurrt að kalla NA-lands. Dregur úr úrkomu síðdegis og gengur í norðaustan 8-15 NV-lands. Hiti 0 til 5 stig.
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og bjartviðri á morgun, en austan 5-13 og dálítil væta með köflum S-til, og líkur á þokulofti við N-ströndina. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast SV-lands.
Spá gerð: 11.04.2021 10:16. Gildir til: 13.04.2021 00:00.
Suðaustan 8-13 m/s og rigning með köflum, en hægari austlæg átt og styttir upp undir kvöld. Hiti 1 til 4 stig. Austan 3-8 og bjartviðri í fyrramálið, en þykknar upp síðdegis á morgun. Hiti 5 til 9 stig.
Spá gerð: 11.04.2021 10:24. Gildir til: 13.04.2021 00:00.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og smáskúrir á víð og dreif, en léttskýjað SA- og A-til. Hiti 3 til 10 stig að deginum.
Á miðvikudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 og dálitlar skúrir, en léttskýjað N- og A-lands. Hiti breytist lítið. Gengur í suðaustan 10-18 um kvöldið og fer að rigna um landið S- og V-vert.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt 13-20 og víða talsverð rigning, en úrkomulítið N-til. Hiti 5 til 14 stig.
Á föstudag:
Minnkandi suðvestanátt og væta með köflum, en þurrt NA-lands. Hiti 4 til 11 stig.
Á laugardag:
Útlit fyrir vestlæga átt með skúrum og síðar éljum um landið V-vert. Kólnandi veður.
Spá gerð: 11.04.2021 08:17. Gildir til: 18.04.2021 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.