Yfir Grænlandi er 1025 mb hæð, en við Írland er allvíðáttumikil og nærri kyrrstæð 988 mb lægð.
Samantekt gerð: 25.06.2022 03:05.
Norðlæg átt, víða 5-13 m/s. Dálítil rigning öðru hverju norðan- og austanlands, en yfirleitt bjart veður á Suður- og Vesturlandi. Hiti 5 til 14 stig að deginum, mildast syðst.
Svipað veður á morgun, en stöku skúrir syðst.
Spá gerð: 25.06.2022 03:39. Gildir til: 26.06.2022 00:00.
Norðan 3-8 m/s, en 8-13 síðdegis. Léttskýjað og hiti 7 til 12 stig í dag. Norðaustan 5-10 á morgun og bjart með köflum.
Spá gerð: 25.06.2022 03:43. Gildir til: 26.06.2022 00:00.
Á sunnudag:
Norðan 5-13 m/s og dálítil rigning öðru hverju norðan- og austanlands, annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 4 til 13 stig, mildast á Suðurlandi.
Á mánudag:
Norðan og norðaustan 5-13. Súld eða rigning með köflum, en úrkomulítið vestantil á landinu. Hiti 6 til 14 stig, mildast suðvestanlands.
Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-10, skýjað og sums staðar smáskúrir, en dálítil rigning suðaustanlands. Hiti 7 til 15 stig.
Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt, skýjað og stöku skúrir. Hiti víða 10 til 16 stig.
Á fimmtudag:
Suðaustanátt og rigning eða súld, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.
Á föstudag:
Útlit fyrir rigningu og milt veður.
Spá gerð: 24.06.2022 20:18. Gildir til: 01.07.2022 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.