Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði austur af landinu beina til okkar svalri norðlægri átt, víða kaldi eða strekkingur í dag. Á norðanverðu landinu má búast við einhverjum skúrum eða slydduéljum, en snjóéljum á heiðum, og um miðjan dag bætir í úrkomu um tíma. Sunnan heiða verður hins vegar yfirleitt þurrt og bjart veður. Hiti 2 til 9 stig yfir daginn, mildast allra syðst, en víða líkur á næturfrosti.
Keimlíkt veður á morgun, en þó bætir heldur í vind austast á landinu og sumar spár gera ráð fyrir samfelldri úrkomu þar fyrri part dags.
Hægari vindur á laugardag og léttir til fyrir norðan, en stíf norðvestanátt austantil fram eftir degi með lítilsháttar úrkomu.
Um kvöldið snýst svo í vestlæga átt og á sunnudag er útlit fyrir að það hlýni með vætu víða um land.
Spá gerð: 18.09.2025 06:37. Gildir til: 19.09.2025 00:00.
300 km SV af Færeyjum er 982 mb lægð sem þokast NA og grynnist, en yfir Grænlandi er 1033 mb hæð. Langt S í hafi er heldur vaxandi 1000 mb lægð sem fer hægt NA.
Samantekt gerð: 18.09.2025 01:02.
Norðan 8-15 m/s, hvassast austantil. Skúrir eða él á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu sunnanlands. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast syðst, en víða líkur á næturfrosti.
Spá gerð: 18.09.2025 03:49. Gildir til: 19.09.2025 00:00.
Norðaustan 5-13 m/s og léttskýjað. Hiti 3 til 8 stig, en líkur á næturfrosti.
Spá gerð: 18.09.2025 03:52. Gildir til: 19.09.2025 00:00.
Á föstudag:
Norðan og norðvestan 8-15 m/s, hvassast austanlands. Skúrir eða él á Norður- og Austurlandi, annars bjart að mestu. Hiti 1 til 8 stig, en allvíða næturfrost.
Á laugardag:
Norðvestan og norðan 3-10 og bjart með köflum, en 10-15 austanlands og dálitlar skúrir eða slydduél fram eftir degi. Heldur hlýnandi. Vestan 5-13 um kvöldið og þykknar upp um landið vestanvert.
Á sunnudag:
Vestan og suðvestan 8-13 og rigning með köflum. Hiti 4 til 11 stig.
Á mánudag (haustjafndægur):
Breytileg átt og stöku skúrir. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt og rigning með köflum, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 7 til 12 stig.
Á miðvikudag:
Breytileg átt og líkur á vætu víða um land.
Spá gerð: 17.09.2025 20:44. Gildir til: 24.09.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.