Kröpp smálægð fyrir vestan land fjarlægist, en hún hefur dælt skúrum eða éljum inn á Suður- og Vesturland í nótt.
Síðdegis verður komin fremur róleg austanátt. Þá gengur úrkomusvæði inn yfir austur hluta landsins með rigningu eða snjókomu, en það styttir upp vestantil.
Á morgun og á fimmtudag verður víðáttumikið lægðasvæði suður hafi og áhrifa þess mun gæta hér. Það er útlit fyrir stífa austanátt með rigningu, einkum á Suðaustur- og Austurlandi, en lengst af úrkomulitlu veðri norðan- og vestanlands. Hiti á bilinu 1 til 8 stig.
Spá gerð: 20.01.2026 06:29. Gildir til: 21.01.2026 00:00.
200 km V af Snæfellsnesi er 985 mb lægð sem fer NV, en 400 km N af Lófót er hægfara 1029 mb hæð. Skammt SV af Írlandi er heldur vaxandi 988 mb lægð sem þokast N.
Samantekt gerð: 20.01.2026 00:31.
Snýst í austan 5-13 m/s. Skúrir eða él, en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti víða 0 til 6 stig, en svalara í innsveitum. Fer að rigna eða snjóa á austanverðu landinu síðdegis, en styttir upp vestantil.
Gengur í austan 8-15 á morgun. Væta með köflum, en úrkomulítið á Norður- og Vesturlandi. Hiti 1 til 8 stig. Samfelld rigning suðaustan- og austanlands annað kvöld.
Spá gerð: 20.01.2026 08:00. Gildir til: 22.01.2026 00:00.
Suðaustan 8-13 m/s og stöku skúrir eða slydduél. Austan 5-10 og þurrt að kalla síðdegis og á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 20.01.2026 03:11. Gildir til: 21.01.2026 00:00.
Á fimmtudag:
Austan 10-18 m/s og rigning eða súld, en lítilsháttar væta á Norður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 9 stig.
Á föstudag:
Austan 8-18, hvassast syðst. Dálítil rigning eða slydda á Suðaustur- og Austurlandi, annars þurrt að mestu. Heldur kólnandi.
Á laugardag:
Minnkandi austlæg átt og bjart með köflum, en dálitlar skúrir eða él suðaustan- og austantil. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi.
Á sunnudag:
Austlæg átt og stöku él eða slydduél, en þurrt á Norður- og Vesturlandi. Heldur kólnandi.
Á mánudag:
Suðaustlæg átt og þurrt að kalla, en skúrir að él suðaustantil.
Spá gerð: 20.01.2026 08:26. Gildir til: 27.01.2026 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.