Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 24.05.2020 14:56. Gildir til: 25.05.2020 00:00.

Veðuryfirlit

Um 400 km N af Jan Mayen er 1000 mb lægð sem hreyfist lítið, en 600 km VSV af Reykjanesi er 982 mb lægð sem þokast V. Yfir N-Grænlandi er 1015 mb hæð.
Samantekt gerð: 24.05.2020 20:17.

Veðurlýsing

Skil gengur inn yfir landið í dag með stífri suðaustanátt og rigningu, en mest úrkoma mældist á Vatnsskarðshólum 18.9 mm. Hæstur hiti mældist á Akkureyri 15.4 gráður.
Samantekt gerð: 24.05.2020 18:15.

Veðurhorfur á landinu

Sunnan og suðaustan 8-15 m/s. Víða rigning, einkum sunnan- og vestantil. Dregur úr vindi og styttir víða upp í kvöld, fyrst sunnantil. Suðlæg átt 5-13 og skúrir í nótt og á morgun. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi, en heldur svalara á morgun.
Spá gerð: 24.05.2020 18:15. Gildir til: 26.05.2020 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðlæg átt 5-10 og úrkomulítið. Suðlæg átt 3-8 og skúrir í nótt og á morgun. Hiti 5 til 10 stig.
Spá gerð: 24.05.2020 18:16. Gildir til: 26.05.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Vestan og suðvestan 8-13 og skúrir, en 15-20 m/s með suðurströndinni framan af degi. Hiti 5 til 13 stig, mildast suðaustantil.

Á miðvikudag:
Suðvestan 10-15 og rigning, en þurrt að kalla um landið austanvert. Hiti 6 til 12 stig.

Á fimmtudag:
Sunnan 5-13 og dálítil rigning eða súld, en bjart með köflum norðan- og austanlands. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.

Á föstudag:
Fremur hæg suðlæg átt og skúrir, en hvessir síðdegis með rigningu í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Suðvestanátt og rigning eða skúrir, en léttskýjað austanlands. Hiti 4 til 12 stig.

Á sunnudag (hvítasunnudagur):
Útlit fyrir að það gangi í ákveðna suðaustanátt með rigningu um landið sunnan- og vestanvert.
Spá gerð: 24.05.2020 20:42. Gildir til: 31.05.2020 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica