Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Það er mildur og rakur loftmassi sem situr yfir landinu og þoka hefur látið á sér kræla í mörgum landshlutum í nótt. Þokan ætti að gefa eftir þegar líður á morguninn. Þótt víða verði skýjað áfram, þá ætti að hækka undir skýin. Eftir hádegið verður áttin suðlæg, en vindur nær sér ekki á strik að ráði. Lægð fyrir vestan land sendir slitrótta rigningu inn á Suður- og Vesturland. Hiti nokkuð víða á bilinu 10 til 15 stig í dag.

Á morgun nálgast önnur lægð úr suðri. Hún er eilítið kraftmeiri en lægð dagsins í dag sem þýðir að vindur verður aðeins meiri (suðaustan 5-13 m/s) og rigningin ákafari á stórum hluta landsins. Á norðaustanverðu landinu verður hins vegar lítil eða engin úrkoma á morgn og þar gæti hiti náð upp undir 20 stig þegar best lætur.
Spá gerð: 27.07.2024 06:28. Gildir til: 28.07.2024 00:00.

Veðuryfirlit

100 km S af Ammassalik er 988 mb lægð sem hreyfist lítið. Um 200 km NA af Langanesi er 995 mb lægð sem þokast N og grynnist. 1000 km S af Hvarfi er vaxandi 996 mb lægð sem fer NA og síðar N.
Samantekt gerð: 27.07.2024 07:25.

Veðurhorfur á landinu

Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað að mestu og dálítil væta á víð og dreif. Bætir í rigningu á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn. Hiti víða 10 til 15 stig.

Suðaustan 5-13 á morgun og rigning, en þurrt að kalla á norðaustanverðu landinu og hlýnar þar. Bætir í vind og úrkomu sunnanlands annað kvöld.
Spá gerð: 27.07.2024 10:20. Gildir til: 29.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Sunnan 3-8 m/s, skýjað og rigning af og til. Suðaustan 5-10 á morgun með rigningu og 8-13 annað kvöld. Hiti 9 til 13 stig.
Spá gerð: 27.07.2024 10:21. Gildir til: 29.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðlæg átt 5-10 m/s, en 10-15 norðvestantil og á Suðausturlandi. Væta með köflum en styttir upp norðanlands seinnipartinn og bætir í rigningu suðaustantil. Lægir seinnipartinn. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning um landið norðaustanvert framan af degi, annnars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á miðvikudag:
Vaxandi austan- og suðaustanátt, 8-15 m/s seinnipartinn. Bjart með köflum um mest allt land en skýjað sunnantil og sums staðar dálítil rigning eftir hádegi. Hiti 10 til 20 stig, svalast suðaustantil.

Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir austlæga átt og skýjað. Rigning með köflum á sunnan- og austanverðu landinu en lengst af þurrt fyrir norðan og vestan. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 27.07.2024 09:14. Gildir til: 03.08.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica