Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag heldur austanáttin áfram hjá okkur, en dregur þó heldur úr henni víðast hvar. Undir Eyjafjöllum má þó búast við stormi fram yfir hádegi og á SA-landi fram að kvöldi, einkum í Öræfum. Gular viðvaranir eru í gildi. Það dregur einnig úr úrkomunni, en einhver væta verður þó á austanverðu landinu. Á V-landi léttir jafnvel víða til í dag.
Á morgun heldur austanáttin áfram með einhverri vætu á NA-landi, annars þurrt og kólnar í veðri.
Spá gerð: 16.10.2019 06:41. Gildir til: 17.10.2019 00:00.

Veðuryfirlit

900 km S af Reykjanesi er 968 mb lægð sem þokast SA, en yfir Grænlandi er 1029 mb hæð.
Samantekt gerð: 16.10.2019 07:57.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 16.10.2019 00:46.

Veðurhorfur á landinu

Austan 8-15 m/s, en 15-23 suðaustantil á landinu. Yfirleitt skýjað og úrkomulítið, en dálítil rigning suðaustanlands. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Norðaustan 8-15 á morgun og víða bjart veður, en dálitlar skúrir eða slydduél á norðaustanverðu landinu. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst.
Spá gerð: 16.10.2019 10:44. Gildir til: 18.10.2019 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 8-13 m/s og að mestu skýjað en þurrt. Hægari í kvöld og léttir til. Hiti 6 til 11 stig. Hæg austlæg átt á morgun, bjartviðri og kólnar heldur.
Spá gerð: 16.10.2019 10:48. Gildir til: 18.10.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Hæg austlæg átt en norðaustan 8-13 með suðausturströndinni. Skýjað og úrkomulítið austantil en bjart með köflum um vestanvert landið. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en víða næturfrost.

Á laugardag:
Vestan 3-8 m/s og víða bjartviðri, en skýjað um vestanvert landið, og dálítil væta á Suðurlandi. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn.

Á sunnudag:
Vestlæg átt 5-10 m/s og rigning á vestanverðu landinu, en þurrt austanlands. Norðlægari um kvöldið og dálítil snjókoma norðantil. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.

Á mánudag:
Austlæg átt og stöku él norðaustan- og austanlands, annars skýjað og úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost norðaustantil.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir ákveðna austan- og norðaustanátt. Rigning sunnantil á landinu en víða snjókoma norðanlands. Hiti um frostmark.
Spá gerð: 16.10.2019 08:34. Gildir til: 23.10.2019 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica