Víðáttumikil og nokkuð djúp lægð suðvestur af landinu þokast suðaustur. Á morgun verður ákveðin norðlæg átt, þó ekki hvöss og skil lægðarinnar koma inn á Austurland með snjókomu eða slyddu. Víða él í öðrum landshlutum, en léttskýjað suðvestanlands. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en skríður aðeins yfir frostmark við suðaustur- og austurströndina.
Á föstudag er útlit fyrir norðan golu eða kalda. Dálítil snjókoma eða él, en þurrt sunnan heiða.
Á laugardag nálgast ný lægð úr suðvestri. Síðdegis fer væntanlega að hlýna með vaxandi suðaustanátt og aðfaranótt sunnudags er spáð hvassri sunnanátt með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands.
Spá gerð: 14.01.2026 16:41. Gildir til: 16.01.2026 00:00.
600 km ASA af Hvarfi er víðáttumikil 970 mb lægð sem þokast SA. 200 km SV af Jan Mayen er 983 mb lægð sem mjakast NV.
Samantekt gerð: 14.01.2026 12:46.
Hægviðri norðaustanlands í kvöld, annars austan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast syðst. Sums staðar dálítil él.
Norðlæg átt á morgun, víða 5-13 m/s. Bjartviðri suðvestanlands, snjókoma eða slydda á norðaustanverðu landinu og él í öðrum landshlutum. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.
Spá gerð: 14.01.2026 18:02. Gildir til: 16.01.2026 00:00.
Austan 3-8 m/s og skýjað í kvöld. Norðaustan 5-13 á morgun, léttskýjað og frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 14.01.2026 18:02. Gildir til: 16.01.2026 00:00.
Á föstudag:
Norðan 5-10 m/s og dálítil snjókoma eða él, en þurrt um landið sunnanvert. Frost 0 til 8 stig.
Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 og úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt síðdegis og hlýnar sunnan- og vestanlands með slyddu eða rigningu seint um kvöldið.
Á sunnudag:
Hvöss sunnanátt í fyrstu, en dregur síðan úr vindi. Rigning og síðar skúrir eða slydduél, en að mestu þurrt norðaustanlands. Hiti 1 til 8 stig.
Á mánudag:
Suðlæg átt og stöku él, en slydda eða snjókoma austast um kvöldið. Hiti um eða undir frostmarki.
Á þriðjudag:
Breytileg átt og snjókoma eða rigning með köflum.
Spá gerð: 14.01.2026 08:46. Gildir til: 21.01.2026 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.