Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 30.07.2021 15:02. Gildir til: 31.07.2021 00:00.

Veðuryfirlit

Yfir Skandinavíu er 991 mb lægð á NA leið og yfir Englandi er 997 mb lægð á leið ANA. Yfir Grænlandi er 1030 mb hæð og hæðarhryggur frá henni liggur til SSA.
Samantekt gerð: 30.07.2021 14:14.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s í kvöld og víða léttskýjað, en skúrir SV-til. Eldingar hafa mælst í uppsveitum Suðurlands.

Hæg breytileg átt eða hafgola á morgun og yfirleitt bjart, en skýjað að mestu um landið SV-vert og úrkomulítið. Hiti 13 til 22 stig, hlýjast inn til landsins og á Vestfjörðum.
Spá gerð: 30.07.2021 18:35. Gildir til: 01.08.2021 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart að mestu, en skýjað og úrkomulítið á morgun. Hiti 14 til 20 stig.
Spá gerð: 30.07.2021 15:08. Gildir til: 01.08.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og yfirleitt bjart, en skýjað að mestu um landið sunnan- og vestanvert og úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins.

Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Hæg breytileg átt, skýjað og dálítil væta sunnan- og vestantil, en léttskýjað annars staðar. Hiti 11 til 17 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt og víða skúrir, einkum inn til landsins. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag og föstudag:
Vestlæg eða breytileg átt og víða skúrir. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 30.07.2021 08:02. Gildir til: 06.08.2021 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica