Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Yfir Íslandi er 1031 mb hæð sem stjórnar veðrinu í dag og fram á fimmtudag. Það hefur því verið fremur hæg breytileg átt í dag og búast má við svipuð vindafari á morgun og fimmtudag. Skýjað sunnan- og vestanlands fram á nótt, en annars bjart. Á morgun léttir síðan til en sums staðar líkur á þokulofti á annesjum. Á fimmtudagskvöld nálgast lægð úr suðri og því vaxandi suðaustanátt sunnanlands og þykknar upp. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 19 stig.
Spá gerð: 19.08.2025 15:58. Gildir til: 21.08.2025 00:00.

Veðuryfirlit

Milli Íslands og Færeyja er 1031 mb hæð. Langt SV í hafi er 994 mb lægð á hreyfinu NA.
Samantekt gerð: 19.08.2025 15:04.

Veðurhorfur á landinu

Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað sunnan- og vestanlands, en að mestu bjart fyrir austan. Norðvestan 8-13 við norðausturströndina í kvöld.
Hægviðri og léttir víða til á morgun, en sums staðar þokubakkar við sjávarsíðuna.
Hiti 12 til 19 stig, hlýjast á Norðausturlandi á dag, en á Suðurlandi á morgun.
Spá gerð: 19.08.2025 15:08. Gildir til: 21.08.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg breytileg átt og skýjað, en þokumóða í nótt. Léttir til í fyrramálið. Hiti 10 til 15 stig.
Spá gerð: 19.08.2025 15:08. Gildir til: 21.08.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Hægviðri, skýjað með köflum og þurrt að kalla, en vaxandi suðaustanátt syðst um kvöldið. Hiti 12 til 17 stig.

Á föstudag:
Suðlæg átt, 3-10 m/s og víða dálítil væta, en hægara og bjartviðri norðaustantil. Hiti 11 til 17 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Suðaustan kaldi eða strekkingur og rigning með kölfum, en hægari vindur og yfirleitt bjart á Norður- og Austurlandi. Hlýnar heldur í veðri.

Á mánudag:
Útlit fyrir suðaustanátt, víða bjart og hlýtt veður, en líkur á vætu sunnantil.
Spá gerð: 19.08.2025 08:31. Gildir til: 26.08.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica