Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Lægðasvæði suður af landinu veldur austlægum áttum hjá okkur. Rakt og frekar óstöðugt loft er á ferð yfir landinu. Dálítil rigning um mest allt land en seint í dag gætu myndast stöku skúrir með líkum á hellidembum jafnvel eldingum á suðvestanverðu landinu. Hiti á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast norðvestantil en svalast við sjóinn fyrir austan.

Á morgun verður austlæg átt 3-10 m/s. Rigning sunnanlands í fyrramálið en annars stöku skúrir. Seint á morgun eru áfram líkur á hellidembum og eldingum, einkum vestanlands og á Norðurlandi Vestra. Hiti 13 til 18 stig.

Á laugardag verður norðlæg átt 3-8 m/s. Dálítil væta öðru hverju á norðanverðu landinu, stöku skúrir suðaustantil og bjart að mestu á suðvesturhorninu. Hiti 10 til 17 stig.

Á sunnudag verður svipað veður, en það gæti gengið í norðvestan 8-15 með rigningu austanlands síðdegis. Það er enn óvist hvenær það byrjar að rigna og blása fyrir austan.
Spá gerð: 18.07.2024 15:09. Gildir til: 19.07.2024 00:00.

Veðuryfirlit

Um 130 km S af Reykjaneis er 1002 mb sem mjakast A, en yfir N-Grænlandi er 1033 mb hæð. Um 900 km S af landinu er vaxandi 997 mb lægð sem þokast NA.
Samantekt gerð: 18.07.2024 19:33.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 26.06.2024 22:25.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Skúrir eða dálítil væta á víð og dreif, en þurrt norðaustantil. Léttir til fyrir norðan í nótt og í fyrramálið, en áfram skúrir eða rigning sunnantil. Skúrir í flestum landshlutum síðdegis.
Hiti 8 til 18 stig, svalast við austurströndina.
Spá gerð: 18.07.2024 22:15. Gildir til: 20.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austlæg átt 3-8 m/s, en lægir seinnipartinn. Skýjað með köflum, en þurrt að kalla. skúrir á morgun. Hiti 9 til 15 stig.
Spá gerð: 18.07.2024 22:19. Gildir til: 20.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Rigning norðvestantil þegar kemur fram á daginn, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir sunnan.

Á sunnudag:
Norðlæg átt, 3-10. Dálítil rigning eða súld fyrir norðan, en úrkomulítið eftir hádegi. Bjart sunnanlands, en stöku síðdegisskúrir. Hvessir seinnipartinn og fer að rigna norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast sunnanlands.

Á mánudag:
Vestanátt 10-18, hvassast á annesjum norðaustanlands. Talsverð rigning fyrir norðan, en úrkomulítið syðra. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðaustanlands.

Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt og dálítil rigning með köflum, en þurrt og yfirleitt bjart fyrir austan. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austanlands.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt með rigningu, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti svipaður.

Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt og rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Milt í veðri.
Spá gerð: 18.07.2024 20:57. Gildir til: 25.07.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica