Í dag verður suðvestan 5-10 m/s og skúrir, en bjart að mestu austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast austanlands.
Áfram skúrir á morgun, en lægir og styttir upp á vestanverðu landinu síðdegis. Hiti breytist lítið.
Á föstudag verður suðlæg átt 5-10 m/s og dálítil væta framan af degi, en eftir hádegi snýst í vaxandi suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestanlands, 8-15 m/s undir kvöld. Hægari og lengst af þurrt á Norðausturlandi. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.
Aðfaranótt laugardags er spáð suðaustan 13-20 m/s og talsverðri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu.
Á laugardag dregur hægt úr vindi og úrkomu, suðlæg átt 8-13 með skúrum síðdegis.
Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir suðvestlæga átt með skúrum. Hiti 10 til 15 stig.
Spá gerð: 30.07.2025 05:26. Gildir til: 31.07.2025 00:00.
Suðvestan 5-10 m/s og skúrir, en yfirleitt bjart fyrir austan.
Vestlæg átt, 3-8 og dregur úr skúrum á morgun.
Hiti 10 til 20 stig, hlýjast austanlands.
Spá gerð: 30.07.2025 10:09. Gildir til: 01.08.2025 00:00.
Suðvestan 3-8 m/s og skúrir. Snýst í norðvestlæga átt og léttir til síðdegis á morgun. Hiti 9 til 13 stig.
Spá gerð: 30.07.2025 09:40. Gildir til: 01.08.2025 00:00.
Á föstudag:
Sunnan 3-8 m/s og skýjað með köflum. Gengur í suðaustan 8-15 og fer að rigna síðdegis, en hægari og úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast norðaustantil.
Á laugardag:
Suðaustan og sunnan 8-15 og rigning, hvassast vestantil. Talsverð úrkoma um tíma sunnan- og suðaustanlands. Dregur úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti 11 til 17 stig.
Á sunnudag og mánudag (frídagur verslunarmanna):
Suðlæg átt 5-10 og skúrir, en að mestu bjart austast. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir, en rigning sunnan- og vestanlands síðdegis. Hiti 9 til 15 stig.
Spá gerð: 30.07.2025 08:18. Gildir til: 06.08.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.