Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 26.10.2021 19:33. Gildir til: 27.10.2021 00:00.

Veðuryfirlit

Um 750 km SV af Reykjanesi er 960 mb lægð sem þokast NA, en skammt A af Dalatanga er 978 mb smálægð sem þokast til VNV og eyðist. Um 600 km A of landinu er 975 mb lægð sem hreyfist NA.
Samantekt gerð: 27.10.2021 03:11.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 21.10.2021 05:18.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 10-18 m/s og rigning, en mun hægari breytileg átt og lengst af úrkomulítið sunnantil á landinu. Aust og norðaustan 8-13 á morgun, en 13-18 norðvestantil. Víða rigning, en úrkomulítið um suðvestanvert landið. Hiti 1 til 7 stig.
Spá gerð: 27.10.2021 05:15. Gildir til: 28.10.2021 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 3-8 og bjart með köflum. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 27.10.2021 05:17. Gildir til: 28.10.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag og föstudag:
Norðaustan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Víða rigning, einkum austanlands og norðvestantil, en úrkomulítið suðvestantil. Hiti 1 til 7 stig.

Á laugardag:
Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Rigning með köflum, einkum fyrir austan, en birtir til suðvestanlands. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.

Á sunnudag:
Norðaustlægátt og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Heldur kólnandi veður.

Á mánudag:
Norðlæg átt og dálítlir skúrir eða él, en bjart sunnan heiða. Hiti um frostmark, en hiti 1 til 5 stig fyrir sunnan.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og stöku él norðan- og austantil, en bjart að mestu um sunnanvert landið. Víða vægt frost yfir daginn.
Spá gerð: 26.10.2021 21:01. Gildir til: 02.11.2021 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica