Veðrið verður frekar rólegt, en kalt næstu daga.
Í dag verður norðlæg átt 5-10 m/s og léttskýjað, en 10-15 með dálitlum éljum á austanverðu landinu. Frost 2 til 10 stig yfir daginn, kaldast inn til landsins.
Dregur smám saman úr vindi í kvöld og nótt.
Á morgun verður vestan og norðvestan 8-13 m/s með stöku éljum austantil á landinu, en annars hægari breytileg átt og yfirleitt bjart. Áfram kalt í veðri.
Á sunnudag gera spár ráð fyrir hægum breytileg áttum, en vestan 5-10 nyrst. Smávægis él á víð og dreif, en yfirleitt þurrt á suðvesturhorninu. Frost 0 til 8 stig að deginum.
Spá gerð: 02.01.2026 04:15. Gildir til: 03.01.2026 00:00.
850 km SV af Reykjanesi er kyrrstæð 1031 mb hæð. Yfir S-verðri Skandinavíu er víðáttumikil 973 mb lægð sem þokast A.
Samantekt gerð: 02.01.2026 00:03.
Norðlæg átt 3-10 m/s og víða bjart, en 8-15 austanlands og lítilsháttar él.
Vestan og norðvestan 8-13 og stöku él á austanverðu landinu á morgun, en annars hægari og bjart að mestu.
Frost 2 til 10 stig að deginum, kaldast inn til landsins.
Spá gerð: 02.01.2026 03:51. Gildir til: 03.01.2026 00:00.
Austan 3-8 m/s, en hæg breytileg átt á morgun. Bjartviðri og frost 2 til 7 stig.
Spá gerð: 02.01.2026 03:53. Gildir til: 03.01.2026 00:00.
Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og léttskýjað, en norðvestan 8-13 og dálítil él á Austurlandi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður, en stöku él við norðurströndina. Áfram kalt í veðri.
Á mánudag:
Norðaustlæg átt 3-10. Skýjað á Norður- og Austurlandi og sums staðar svolítil él, en yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Frost 1 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Austlæg átt. Skýjað með köflum og dálítil él á stöku stað, en bjartviðri sunnan- og suðvestanlands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Á miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri. Talsvert frost um mest allt land.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir austanátt með snjókomu eða slyddu, en yfirleitt þurrt á norðan- og vestanverðu landinu. Dregur úr frosti.
Spá gerð: 01.01.2026 20:13. Gildir til: 08.01.2026 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.