Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Lægðagangur fyrir sunnan og austan land, beinir hingað austan- og norðaustanáttum. Lægð gerist nærgöngul á morgun og verður því allhvass eða hvasst við suðurströndina. Svalt á norðanverðu landinu, en milt syðra.
Lægðasvæðin fjalægjast er nær dregur helgi og hæð færist yfir landið, en lægir því, léttir til og kólnar í veðri.
Á sunnudag kemur lægð vestan frá Grænlandi og gengur í suðvestanstrekking með rigningu sunnan- og vestanlands og hlýnar heldur í bili.
Spá gerð: 04.10.2023 06:18. Gildir til: 05.10.2023 00:00.

Veðuryfirlit

550 km SA af Hvarfi er hægfara 1002 mb smálægð sem þokast SA, en 300 km S af Vestmannaeyjum er álíka lægð á hreyfingu A. Yfir Grænlandi er 1032 mb hæð, en langt SSV í hafi er dýpkandi 995 mb lægð á leið NA.
Samantekt gerð: 04.10.2023 07:29.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 23.09.2023 05:22.

Veðurhorfur á landinu

Austan og norðaustan 5-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Dálítil væta vestanverðu landinu, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir eða slydduél til fjalla.
Austan 5-10 m/s á morgun, en hvessir við suðurströndina síðdegis. Dregur úr úrkomu, en áfram smá skúrir eða él á víð og dreif.
Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 04.10.2023 09:46. Gildir til: 06.10.2023 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 3-8 m/s, skýjað með köflum og skúrir. Rofar til á morgun. Hiti 4 til 10 stig.
Spá gerð: 04.10.2023 09:50. Gildir til: 06.10.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Austan- og norðaustan 5-13 m/s, hvassast við suðurströndina. Skýjað að mestu sunnantil, en bjartara norðan heiða. Stöku skúrir eða él á víð og dreif. Hiti 0 til 6 stig að deginum.

Á laugardag:
Suðlæg átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestantil. Bjart með köflum, en skýjað og stöku skúrir vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Vaxandi suðvestanátt, skýjað og dálítil væta vestantil, en annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn.

Á mánudag:
Suðvestanstrekkingur með rigningu, jafnvel talsverðri um tíma sunnan og vestanlands. Hlýnar í bili.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir ákveðinni norðanátt með slyddu eða rigningu, en dregur úr úrkomu syðra. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 04.10.2023 08:02. Gildir til: 11.10.2023 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica