Vindur fer nú smám saman minnkandi á landinu og eftir hádegi verður víða gola eða kaldi. Þá má búast við súld og rigningu sunnanlands, smáskúrum fyrir norðan, en ætti að hanga þurrt á Austurlandi. Hiti á bilinu 5 til 10 stig.
Á morgun (laugardag) er útlit fyrir sunnanátt með vætusömu og þungbúnu veðri, en dregur úr vætunni á sunnudag. Eins og venja er í þessari vindátt ætti að vera léttara yfir og þurrt að mestu um landið norðaustanvert og þar verður jafnframt hlýjast um helgina eða kringum 15 stig þegar best lætur.
Fyrripart næstu viku virðist hann eiga að vera suðlægur áfram með mildu veðri, en rignir af og til sunnan- og vestanlands.
Spá gerð: 10.10.2025 06:43. Gildir til: 11.10.2025 00:00.
Um 200 km V af Bjargtöngum er 1000 mb smálægð á austurleið. Um 200 km NA af Fonti er 992 mb lægð á leið NA.
NA af Nýfundnalandi er 995 mb lægð sem fer NA. Syðst á Írlandi er 1035 m6 hæð sem mjakast NNA.
Samantekt gerð: 10.10.2025 07:39.
Suðvestan 3-10 m/s með súld og rigningu sunnanlands, en skúrum fyrir norðan. H Úrkomuminna í nótt.
Gengur í suðaustan og sunnan 5-13 eftir hádegi á morgun með rigningu eða súld, en þurrt fram eftir degi um landið norðaustanvert. Suðaustan 8-15 vestantil annað kvöld. Hiti 5 til 10 stig að deginum en 7 til 14 á morgun.
Spá gerð: 10.10.2025 07:51. Gildir til: 12.10.2025 00:00.
Suðvestan 3-8 m/s og smáskúrir en og rigning eða súld eftir hádegi. Úrkomulítið í nótt og í fyrramálið.
Gengur í suðaustan 5-10 um hádegi á morgun og 8-13 annað kvöld. Rigning með köflum. Hiti 7 til 12 stig.
Spá gerð: 10.10.2025 08:21. Gildir til: 12.10.2025 00:00.
Á sunnudag:
Suðvestan 3-10, skýjað og víða rigning eða súld fram eftir degi, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á mánudag og þriðjudag:
Suð- og suðvestlægar áttir og væta með köflum, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 13 stig.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Hæg vestanátt, skýjað og þurrt að kalla vestantil, en bjartviðri austanlands. Hiti 5 til 10 stig að deginum.
Spá gerð: 10.10.2025 09:07. Gildir til: 17.10.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.