Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Djúp lægð við Hvarf stjórnar veðrinu hjá okkur, en skil frá henni nálgast landið með suðaustan hvassviðri suðvestan- og vestanlands í kvöld. Hægari vindur fyrir norðan og austan. Úrkomubakkinn kemur svo inn á land í nótt og á morgun verður því meiri úrkoma sunnan- og vestanlands. Vindur getur verið byljóttur við fjöll suðvestanlands og einnig má reikna með öflugum hviðum á norðanverðu Snæfellsnesi, sérstaklega í fyrramálið.
Það dregur svo úr vindi seinnipartinn á morgun og lægir suðvestanlands annað kvöld. Skilin fara hægt yfir landið og því verður talsvert vatnsveður suðaustanlands fram á mánudag.
Það hlýnar verulega næsta sólarhringinn og á endanum mun hlána á öllu landinu og hiti gæti víða náð 7-8 stigum á morgun.
Spá gerð: 17.01.2026 15:52. Gildir til: 19.01.2026 00:00.

Veðuryfirlit

Skammt V við Hvarfi er víðáttumikil 947 mb lægð sem þokast NV og grynnist heldur.
Samantekt gerð: 17.01.2026 18:43.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 13-20 m/s og lítilsháttar rigning sunnan- og vestanlands í kvöld, en annars hægari og þurrt. Hiti 1 til 6 stig, en minnkandi frost norðaustanlands.

Suðaustan 10-18 á morgun og rigning, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Lægir suðvestanlands annað kvöld. Hiti 2 til 8 stig.
Spá gerð: 17.01.2026 18:38. Gildir til: 19.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 13-18 m/s og lítilsháttar rigning í kvöld, en úrkomumeira á morgun og dregur úr vindi síðdegis. Lægir seint annað kvöld. Hiti 3 til 7 stig.
Spá gerð: 17.01.2026 18:40. Gildir til: 19.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðaustlæg átt, 8-15 m/s, en mun hægari suðvestan- og vestanlands framan af. Lægir norðaustanlands síðdegis. Rigning eða skúrir, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 2 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt 5-13 og él eða skúrir, hita 0 til 5 stig, en yfirleitt þurrt á norðanverðu landinu og frost 1 til 7 stig.

Á miðvikudag:
Vaxandi austanátt með rigningu, en úrkomulítið vestan- og norðanlands. Hlýnandi.

Á fimmtudag og föstudag:
Ákeðin austanátt með rigningu suðaustantil, en annars úrkomulítið. Fremur milt, en fer heldur kólnandi á föstudag.
Spá gerð: 17.01.2026 08:42. Gildir til: 24.01.2026 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica