Í kvöld verður norðaustan 8-15 m/s, en 15-23 suðaustantil, hvassast í Öræfum. Él á austanverðu landinu, en snjókoma eða slydda suðaustanlands. Vegna vinds og snjókomu hafa verið gular viðvaranir gefnar út fyrir Suðausturland og austast á Suðurlandi. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi aksturskilyrðum. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust suðaustanlands.
Á morgun verður él á norðan- og austanverðu landinu, en snjókoma suðaustantil framan af degi. Þurrt að kalla sunnan- og suðvestantil. Dregur úr vindi og kólnar um kvöldið.
Á föstudag verður breytileg átt 3-10 m/s. Stöku él fyrir norðan og austan, en annars yfirleitt bjart. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Um helgina er útlit fyrir hæga breytilega átt. Stöku él á víð og dreif en léttskýjað að mestu á sunnan- og vestanverðu landinu. Talsvert frost um mest allt land.
Spá gerð: 07.01.2026 15:12. Gildir til: 09.01.2026 00:00.
Um 200 km SA af Hornafirði er 999 mb lægð sem fer V. 650km NA af Jan Mayen er 1025 mb hæð og frá henni liggur hæðarhryggur til VSV. 250 km SA af Ammassalik er 995 mb lægð sem hreyfist lítið og frá henni liggur lægðardrag til ASA.
Samantekt gerð: 07.01.2026 12:20.
Austlæg átt 5-15 m/s, hvassast syðst. Él á austanverðu landinu, en yfirleitt bjartviðri vestanlands. Frost 0 til 12 stig, minnst við suðaustur- og austurströndina. Hvessir með snjókomu á Suðausturlandi í kvöld.
Norðaustan 8-15 á morgun, en 13-23 suðaustanlands, hvassast í Öræfum. Þurrt og bjart suðvestantil, en él norðan- og austanlands og snjókoma um tíma um landið suðaustanvert. Frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 07.01.2026 15:00. Gildir til: 09.01.2026 00:00.
Austan 5-13 m/s og yfirleitt bjart, en norðaustan 3-10 eftir hádegi á morgun, frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 07.01.2026 15:00. Gildir til: 09.01.2026 00:00.
Á föstudag:
Norðaustan 3-10 m/s, en 10-15 með suðausturströndinni. Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi, en él norðan- og austanlands, einkum við ströndina. Frost 0 til 8 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Þurrt og bjart sunnan- og suðvestanlands, annars skýjað með köflum og stöku él. Frost 2 til 12 stig.
Á mánudag:
Norðaustlæg átt. Stöku él á norðanverðu landinu, einkum við ströndina, en annars yfirleitt bjart. Frost 3 til 14 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Á þriðjudag:
Breytileg átt og léttskýjað, en stöku él norðanlands. Áfram kalt í veðri.
Spá gerð: 07.01.2026 08:25. Gildir til: 14.01.2026 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.