Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 02.07.2020 14:55. Gildir til: 03.07.2020 00:00.

Veðuryfirlit

750 km SV af Reykjanesi er 985 mb lægð sem hreyfist lítið. 500 km V af Þrándheimi er 1000 mb lægð sem þokast SA.
Samantekt gerð: 02.07.2020 15:03.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.06.2020 22:23.

Veðurhorfur á landinu

Fremur hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en þokubakkar með austurströndinni.
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s á morgun, en 8-13 með suðurströndinni. Skýjað með köflum og stöku skúrir á Suður- og Vesturlandi, en víða bjartviðri norðanlands.
Hiti 10 til 18 stig á morgun, hlýjast í innsveitum fyrir norðan.
Spá gerð: 02.07.2020 15:03. Gildir til: 04.07.2020 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjartviðri og hiti 13 til 18 stig. Skýjað með köflum á morgun og líkur á dálitlum skúrum, hiti 10 til 15 stig.
Spá gerð: 02.07.2020 15:04. Gildir til: 04.07.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt 5-10 m/s. Lítilsháttar súld austanlands. Skýjað með köflum og dálitlir skúrir á vesturhelmingi landsins. Hiti 10 til 16 stig, en svalara með austurströndinni.

Á sunnudag:
Norðaustan 5-10. Bjartviðri sunnan- og vestanlands, en dálitlir skúrir á stöku stað síðdegis. Hiti 12 til 17 stig. Skýjað um landið norðaustanvert með hita 6 til 11 stig.

Á mánudag:
Norðvestan 5-10 og skýjað á Norður- og Austurlandi með hita 6 til 11 stig. Bjartviðri sunnan heiða, en allvíða skúrir síðdegis. Hiti að 17 stigum.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og líkur á skúrum í flestum landshlutum. Hiti 8 til 15 stig.
Spá gerð: 02.07.2020 09:24. Gildir til: 09.07.2020 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica