Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Hæð yfir Grænlandi og lægð suðaustur af Írlandi stjórna veðrinu hjá okkur. Áttin verður því norðaustlæg, víða kaldi eða stinningskaldi, en allhvasst við suðausturströndina. Víða dálítil él og vægt frost, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan heiða með hita að 5 stigum yfir daginn.

Svipað veður á morgun, en síðdegis fer smám saman að bæta í vind.

Norðaustan 13-20 m/s á laugardag, hvassast við austurströndina. Él á Norður- og Austurlandi, en áfram bjart að mestu um landið sunnanvert.

Á Páskadag er svo útlit fyrir að það bæti bæði í vind og ofankomu, með tilheyrandi líkum á samgöngutruflunum um landið norðanvert.
Spá gerð: 28.03.2024 15:42. Gildir til: 29.03.2024 00:00.

Veðuryfirlit

Yfir Grænlandi er kyrrstæð 1025 mb hæð. Skammt SA af Írlandi er 963 mb lægðasvæði sem þokast A.
Samantekt gerð: 28.03.2024 14:05.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 21.03.2024 05:25.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 8-18 m/s, hvassast suðaustantil. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu um landið sunnanvert. Bætir heldur í vind og úrkomu annað kvöld.
Frost 0 til 6 stig, en hiti að 5 stigum sunnantil yfir daginn.
Spá gerð: 28.03.2024 18:17. Gildir til: 30.03.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 5-13 m/s. Léttskýjað og hiti 0 til 4 stig yfir daginn. Hægari í kvöld, en norðaustan 8-13 síðdegis á morgun.
Spá gerð: 28.03.2024 18:17. Gildir til: 30.03.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðaustan 13-20, hvassast suðaustantil. Él norðan- og austanlands, annars bjart að mestu. Vægt frost en hiti að 5 stigum sunnantil að deginum.

Á sunnudag:
Norðaustan og norðan 13-20 og él, en bætir í vind og ofankomu seinnipartinn. Yfirleitt þurrt sunnanlands. Frost 0 til 8 stig.

Á mánudag:
Allhvöss eða hvöss norðaustanátt og snjókoma með köflum í fyrstu, en dregur síðan úr vindi og úrkomu. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar lítillega.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og yfirleitt þurrt. Fremur kalt í veðri.
Spá gerð: 28.03.2024 08:02. Gildir til: 04.04.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica