Skil frá lægð á Grænlandshafi ganga nú frá vestri til austurs yfir landið. Þeim fylgir suðaustlæg átt, víða kaldi eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma inn til landsins. Þá hlýnar einnig í veðri og getur orðið flughált á stöku stað á suðvestanverðu landinu í morgunsárið. Að baki skilunum tekur við hæg suðvestlæg átt með smáskúrum, um hádegisbil vestanlands en undir kvöld eystra. Hiti 0 til 5 stig að deginum.
Fremur hæg breytileg átt á morgun og víða slydduél eða él, en yfirleitt bjartviðri á Suðausturlandi. Kólnar heldur í veðri.
Annað kvöld er útlit fyrir vaxandi austanátt. Á fimmtudag gengur í norðaustan allhvassan eða hvassan vind með snjókomu, en stormur við suðurströndina.
Spá gerð: 25.11.2025 06:41. Gildir til: 26.11.2025 00:00.
200 km S af Ammassalik er 988 mb lægð sem mjakast ASA og grynnist, en frá henni liggur lægðardrag yfir landinu. 600 km V af Lófóten er 998 mb lægð á leið A.
Samantekt gerð: 25.11.2025 15:10.
Gengur í vestan og norðvestan 8-13 austast í kvöld, en annars hægari suðvestlæg átt. Léttir til austanlands, en slyddu- eða snjóél vestantil.
Breytileg átt, 3-8 á morgun, en gengur smám saman í norðaustan 8-13 norðvestantil. Él, en bjart að mestu suðaustantil. Kólnandi. Vaxandi norðaustanátt annað kvöld og dregur úr éljum.
Spá gerð: 25.11.2025 15:30. Gildir til: 27.11.2025 00:00.
Suðlæg átt, 3-8 og skúrir eða slydduél, en austlægari á morgun. Austan 5-10 og þurrt að kalla annað kvöld. Hiti 1 til 4 stig.
Spá gerð: 25.11.2025 15:39. Gildir til: 27.11.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Gengur í norðaustan 13-20, en stormur eða rok við suðausturströndina. Slydda við suður- og austurströndina, en annars víða snjókoma, en úrkomuminna vestanlands. Hiti kringum frostmark, en hiti 1 til 6 stig suðaustantil.
Á föstudag:
Norðan 8-15 og snjókoma eða él, en þurrt sunnan heiða. Dregur úr ofankomu og vindi seinnipartinn. Frost 1 til 7 stig.
Á laugardag:
Austan 5-10 syðst og snjókoma syðst, annars hægari og þurrt en stöku él við norðausturhornið. Frost 1 til 14 stig, kaldast inn til landsins fyrir norðan.
Á sunnudag:
Útlit fyrir ákveðna austlæga átt og snjókomu með köflum, en slyddu syðst. Heldur hlýnandi.
Á mánudag (fullveldisdagurinn):
Norðaustlæg átt og snjókoma eða él, en þurrt að kalla suðvestan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 25.11.2025 08:57. Gildir til: 02.12.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.