Strekkings austanátt með skúrum eða éljum suðaustan- og austanlands næstu daga, en bjart veður víða annars staðar. Kólnandi veður og frystir víða fyrir norðan, en lengst af fremur milt syðra. Lægðir sem eru á sveimi suður í hafi ná ekki til okkar á næstunni þökk sé öflugu hæðarsvæði norður af okkur sem heldur þeim frá. Spár benda til þess að þessi staða muni ekki breytast að ráði fyrr enn í lok næstu viku.
Spá gerð: 23.01.2026 06:29. Gildir til: 24.01.2026 00:00.
400 km NA af Jan Mayen er hægfara 1026 mb hæð. 350 km S af Írlandi er víðáttumikil 954 mb lægð sem þokast N og grynnist, en 600 km ASA af Hvarfi er 980 mb lægð á V-leið.
Samantekt gerð: 23.01.2026 08:03.
Austan 8-15 m/s, en 13-20 syðst. Dálitlar skúrir eða él um landið suðaustan- og austanvert, annars bjart að mestu. Hiti 0 til 7 stig, en svalara norðan- og austanlands á morgun.
Spá gerð: 23.01.2026 08:16. Gildir til: 25.01.2026 00:00.
Austan 8-18 m/s og bjart veður, hvassast á Kjalarnesi. Kólnar smám saman, hiti 1 til 5 stig í kvöld og á morgun.
Spá gerð: 23.01.2026 05:11. Gildir til: 24.01.2026 00:00.
Á sunnudag:
Austan 5-13 m/s, en 10-18 við suðurströndina. Skúrir eða él suðaustan- og austantil, annars bjart með köflum. Hiti 0 til 7 stig, en um eða undir frostmarki á Norður- og Austurlandi.
Á mánudag og þriðjudag:
Austan og norðaustan 8-15, en 15-20 syðst. Él eða slydduél um landið austanvert og á Vestfjörðum, annars þurrt að mestu. Heldur kólnandi.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt og él, en yfirleitt þurrt og bjart vestanlands. Hiti um eða undir frostmarki.
Spá gerð: 23.01.2026 08:50. Gildir til: 30.01.2026 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.