Það var stíf vestanátt á norðanverðu landinu í nótt. Í dag lægir, það verður skýjað og sums staðar dálítil rigning, en þurrt að kalla suðaustantil. Milt í veðri, a.m.k. miðað við árstíma.
Suðvestan 5-13 m/s norðan heiða á morgun, annars hægari vindur. Skýjað og stöku skúrir eða slydduél, en bjart með köflum austanlands og hiti kringum frostmark þar.
Það er útlit fyrir svipað veður á þriðjudag en þó bætir væntanlega í vind, einkum norðantil og þar má búast við hvössum vindstrengjum um kvöldið.
Spá gerð: 28.12.2025 06:32. Gildir til: 29.12.2025 00:00.
Yfir Skotlandi er víðáttumikil 1040 mb hæð og frá henni hæðarhryggur til V. Yfir N-Noregi er vaxandi 967 mb lægð á A-leið.
Samantekt gerð: 28.12.2025 07:35.
Vestlæg átt 3-10 m/s, en heldur hvassara norðaustan- og austanlands í fyrstu. Skýjað og sums staðar dálítil rigning, en þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig. Frystir allvíða norðaustantil í kvöld.
Vestan og suðvestan 5-13 á morgun, en hægari sunnan heiða. Bjart með köflum á austanverðu landinu, annars skýjað og stöku skúrir eða slydduél. Hiti 0 til 5 stig, en í kringum frostmark austanlands.
Spá gerð: 28.12.2025 07:26. Gildir til: 30.12.2025 00:00.
Suðvestan 3-8 m/s, skýjað og lítilsháttar rigning af og til. Hægari síðdegis, hiti 4 til 7 stig. Hægviðri á morgun og líkur á stöku skúrum, heldur svalara.
Spá gerð: 28.12.2025 07:27. Gildir til: 30.12.2025 00:00.
Á þriðjudag:
Vestan og suðvestan 5-13 m/s, en hægari sunnan heiða.
Skýjað vestantil og sums staðar dálítil væta, hiti 1 til 6 stig. Bjart með köflum og svalara á austanverðu landinu. Hvessir seinnipartinn, vestan 10-18 um kvöldið.
Á miðvikudag (gamlársdagur):
Norðvestan 10-18, hvassast við austurströndina, en lægir vestantil seinnipartinn. Dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi, en styttir upp í öðrum landshlutum. Kólnandi veður.
Á fimmtudag (nýársdagur):
Norðlæg átt 8-15 og yfirleitt þurrt, en él norðan- og austanlands. Frost 0 til 10 stig.
Á föstudag:
Norðanátt og él, en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Útlit fyrir norðlæga átt og él í flestum landshlutum, kalt í veðri.
Spá gerð: 28.12.2025 08:10. Gildir til: 04.01.2026 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.