Fréttir
Jarðvegsfok við suðurströnd landsins.

Jarðvegsfok af Suðurlandi

Svifagnir berast langt á haf út

17.9.2013

Jarðvegsfok er mjög algengt á jökulsöndum og við suðurströnd landsins.

Í gær og í dag var stíf norðanátt sem oft á tíðum leiðir til áhugaverðra gervitunglamynda en svifagnirnar geta hæglega borist nokkur hundruð kílómetra suður af landinu, eins og myndin sýnir.

Best er að skoða myndina í fullri stærð en suðurströnd Íslands sést ofan við miðja mynd.

Myndir af landinu úr MODIS myndavélum NASA eru aðgengilegar í nær rauntíma á vefsíðum Veðurstofunnar. Með því að nota sleðann undir myndinni er hægt að skoða nokkra daga aftur í tímann.

Sjá einnig ítarlega umfjöllun í eldri frétt frá 2010.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica