Sérfræðingur í mælarekstri
Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi í mælarekstri sem kemur til starfa á Athugana- og upplýsingatæknisviði. Sviðið sinnir margþættu hlutverki fyrir langtíma náttúrufars- og auðlindarannsóknir og vöktun náttúruvár. Í boði er spennandi og krefjandi starf í hópi 19 starfsmanna við rekstur á mælikerfum sem telja yfir 650 stöðvar vítt og breytt um landið.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sérfræðivinna við mælarekstur, eftirlit, uppbyggingu og þróun mælikerfa. Starfið spannar mælirekstur á breiðu sviði: veðurmælinga, vatnamælinga, jarðmælinga, snjómælinga og fjarkönnunar. Í þessu starfi er sérstök áhersla á veðurmælikerfi. Rekstur veðurmælikerfa innifelur uppsetningu, viðhald og þjónustu þeirra um allt land. Töluverð útivist felst í starfinu og vinnu fjarri heimili, enda eru mælistöðvar staðsettar allt frá ystu annesjum og upp á háum fjöllum.
Hæfniskröfur
Háskólanám á sviði verkfræði, tæknifræði eða raunvísinda með sterka tækni- og tölvuþekkingu. Framhaldsmenntun (MS) sem nýtist í starfi kostur
Reynsla í beitingu og viðhaldi mælitækja. Þekking á rekstri mælikerfa er kostur
Almenn þekking á náttúru Íslands
Góð færni í íslensku og ensku
Færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu
Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði og faglegur metnaður
Reynsla af þróun, smíði, sannprófun og kvörðun mælibúnaðar er kostur
Reynsla á sviði öryggismála og meðferð öryggis- og fjarskiptabúnaðar
Reynsla af útivist og ferðum í óbyggðum ásamt ökuréttindum C1E er kostur
Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.
Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.
Vísindi á vakt
Á Veðurstofu Íslands starfar fjölbreyttur og samstilltur hópur fólks við að efla öryggi og áfallaþol samfélagsins gegn náttúruvá og áhrifum loftslagsbreytinga. Við þjónustum allt samfélagið með því að vakta, gefa út spár og viðvaranir vegna veðurs, jarðskjálfta, eldgosa, hlaupa, vatnsflóða og ofanflóða. Sérfræðingar okkar eru leiðandi í vísindastarfi á sínu sviði og styðja viðbrögð samfélagsins vegna náttúruvár og áhrifa loftslagsbreytinga með gagnasöfnun, varðveislu gagna, greiningu, rannsóknum, ráðgjöf og miðlun um náttúrufar á Íslandi. Með framsæknum og notendamiðuðum lausnum stefnum við á Veðurstofunni að því að vera leiðandi í verndun mannslífa, innviða og sjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.11.2025
Nánari upplýsingar veitir
Ingvar Kristinsson
Tölvupóstur: ingvar@vedur.is
Sími: 5226000
Borgar Ævar Axelsson
Tölvupóstur: borgar@vedur.is
Sími: 5226000



