Morgunmælingar Veðurstofunnar sýna að snjódýptin í Reykjavík mældist 27 sentímetrar þann 28. október 2025. Það er mesta snjódýpt sem mælst hefur í höfuðborginni í október frá upphafi mælinga árið 1921.
Lesa meiraUm 14
milljónir rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi.
Út frá fyrri atburðum á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkurnar á nýju kvikuhlaupi
og eldgosi þegar jafn mikið af kviku hefur safnast fyrir undir Svartsengi og
hljóp út í síðasta atburði.
Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og verður óbreytt
til 11. nóvember nema ef virkni breytist.
Á þessum degi fyrir fimmtíu árum lögðu konur um allt land niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnu þeirra. Blíðviðrið sem fylgdi kvennaverkfallinu 1975 vakti athygli og gárungar sögðu að Veðurstofan hefði jafnvel hagrætt í veðrinu, enda starfaði ein í framkvæmdanefnd kvennafrídagsins á Veðurstofunni.
Við rifjum nú upp þennan sögulega dag, veðrið sem skapaði stemninguna og minnumst kvennanna á Veðurstofunni sem ruddu brautina á meðal þeirra voru Valborg Bentsdóttir, skrifstofustjóri og jafnréttissinni, Teresía Guðmundsson, fyrsta konan í heiminum til að gegna stöðu veðurstofustjóra, og Adda Bára Sigfúsdóttir, brautryðjandi í veðurfræði og samfélagsmálum.
António Guterres hvatti til hraðari uppbyggingar snemmviðvörunarkerfa um allan heim. Verkefnið Early Warnings for All miðar að því að allir í heiminum hafi aðgang að áreiðanlegum viðvörunum fyrir árið 2027.
Lesa meira