Veðurstofa Íslands 90 ára

hafís
© Erla Magnúsdóttir
Hafís á Bitrufirði á Ströndum á útmánuðum 1968. Myndin er tekin af Slitrarnefi yfir fjörðinn til Óspakseyrar.

Nýjar fréttir

Talsverð skjálftavirkni á Reykjanesskaganum

Uppfært 16.05 kl 13:00

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga og hafa verið yfir 3000 skjálftar á svæðinu við Eldvörp á Reykjanesi undanfarna viku. Síðan í gær, 15. maí, hafa mælst níu skjálftar yfir 3 af stærð og tveir yfir 4 af stærð. Stærsti skjálftinn var 4,3 af stærð og varð 15. maí klukkan 17:38. Talið er að mesta skjálftavirknin sé á 4-6 km dýpri.  

Samkvæmt GPS mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum eru færslur á yfirborði jarðar sem sýna þenslumerki sem bendir til kvikusöfnunar vestur af Þorbirni, líklega vegna kvikusöfnunar. Samkvæmt frumniðurstöðum er þetta á 4-5 km dýpi.  

Í ljósi kvikusöfnunar og þenslumerkja á Reykjanesi hefur VONA fluglitakóðinn verið færður frá grænu yfir á gulan.

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa lýst yfir óvissustigi Almannavarna frá og með 15. Maí.

Lesa meira

Norrænir jarðfræðingar funda á Íslandi

Vetrarmót norrænna jarðfræðinga er nú haldið hér á Íslandi dagana 11.-13. maí í Háskóla Íslands. Þetta er í þrítugasta og fimmta sinn sem mótið er haldið, en ríkin á Norðurlöndunum halda það til skiptis á tveggja ára fresti og var síðasta vetrarmót haldið hérlendis árið 2012. Starfsfólk Veðurstofunnar er með fjölbreytt erindi á ráðstefnunni, allt frá erindum um fjarkönnun við vöktun náttúrunnar til áhrifa loftslagsbreytinga og hopun jökla á eldvirkni.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2022

Tíðarfar var hagstætt í apríl. Mánuðurinn var hægviðrasamur og hlýr um allt land. Ekki hefur verið jafn hægviðrasamt í apríl síðan árið 1989.


Lesa meira

Mikilvægt að vakta áfram virkni á Reykjanesskaganum

Frá því að gosinu við Fagradalsfjall lauk hefur skjálftavirkni á Reykjanesskaganum verið talsverð og það sem af er þessu ári hafa um 5400 skjálftar mælst. Skjálftavirknin hefur verið bundin við nokkur svæði þar á meðal Reykjanestá, svæði norður af Grindavík, Fagradalsfjall og Kleifarvatn. Alls hafa mælst 11 af stærð 3 eða stærri. Sá stærsti, 3.9 að stærð, mældist 12. apríl um 2.5km NA af Sýrfellshrauni. Sá skjálfti var hluti af skjálftahrinu NA af Reykjanestá, en alls mældust um 450 skjálftar í þeirri hrinu.

Lesa meira

Samstarf Veðurstofunnar, Háskóla Íslands og RHnets um hýsingu og samnýtingu tölvubúnaðar

Fulltrúar Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Rannsókna- og háskólanets Íslands hf. (RHnet) undirrituðu á dögunum samninga um fjölbreytt samstarf á sviði hýsingar og samnýtingar vélbúnaðar í upplýsingatækni. Samningarnir eru tveir og snúa annars vegar um samstarf og stuðning við uppfærslu búnaðar RHnets og hins vegar samvinnu um rekstur og aðstöðu fyrir tölvubúnað Háskóla Íslands.

Hraðvirkt netsamband milli háskóla og stofnana er sérlega mikilvægt hvað varðar bæði rauntímasamskipti og mikinn gagnaflutning, t.d. í verkefnum sem tengjast m.a. ýmiss konar vöktun og dreifingu mikilvægra gagna. Með tilkomu aukinnar notkunar gagna, t.d. við líkanreikninga og vegna verkefna sem krefjast öflugs tölvubúnaðar, mun þörfin fyrir afkastameiri nettengingar milli háskóla og stofnanna aukast í framtíðinni.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica