Veðurstofa Íslands 90 ára

Snjóflóð
© Rúnar Óli Karlsson
Snjóflóð sem komið var af stað í rannsóknarskyni með sprengingu þann 16. mars 2009 af starfsmönnum snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands á Ísafirði. Rauðir hringir eru dregnir um flögg sem komið var fyrir til þess að mæla hraða snjóflóðsins.

Nýjar fréttir

Verkefni um áhrif hopandi jökla á jarðskjálfta- og eldvirkni hlýtur styrk

Það er þekkt að hopandi jöklar hafa mikil áhrif á jarðskorpuna og valda landrisi, samfara því að breyta kröftum og spennu í jarðlögum. Óvissa ríkir þó um hvort, hvernig og hvenær þessi nýja bergkvika berst til yfirborðs, hvort stöðugleiki kvikuhólfa breytist, hvort jöklarýrnun hafi nú þegar valdið samsöfnun aukinnar kviku í jarðskorpunni, og hvernig breytingar á spennusviði hafa áhrif á bæði eldvirkni og jarðskjálfta. Dr. Michelle Maree Parks, sérfræðingur í jarðskorpurannsóknum á Veðurstofu Íslands ásamt Freysteini Sigmundssyni, jarðeðlisfræðingi á Norræna eldfjallasetrinu við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, leiða verkefni sem hlaut öndvegisstyrk úr Rannsóknarsjóði til að svara þessum spurningum.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2023

Janúar var kaldur um allt land, kaldasti janúarmánuður aldarinnar hingað til á landsvísu. Fyrri hluti mánaðarins mjög kaldur, sérstaklega á vestari helmingi landsins þar sem var bjart, þurrt og hægviðrasamt. Þ. 20. janúar lauk svo óvenjulega langri og samfelldri kuldatíð sem hófst í byrjun desember. Umhleypingasamt var það sem eftir var mánaðar.


Lesa meira

Tíðarfar ársins 2022

Veðurfar ársins 2022 var mjög breytilegt, en ársmeðaltöl hita, vinds og loftþrýstings enduðu mikið til í meðallagi. Ársmeðalhiti í byggðum landsins var jafn meðalhita áranna 1991 til 2020 en 0,3 stigum undir meðalhita síðustu tíu ára. Að tiltölu var hlýjast við suðurströndina. Ársúrkoma var víðast hvar rétt undir eða yfir meðallagi. Þó var úrkomusamt á höfuðborgarsvæðinu og sums staðar á Norðausturlandi. Loftþrýstingur og vindhraði voru í meðallagi þegar litið er á árið í heild. Lesa meira

Alls voru 456 viðvaranir gefnar út árið 2022

Alls voru 456 viðvaranir gefnar út frá Veðurstofu Íslands á árinu 2022. Gular viðvaranir voru 372 talsins, appelsínugular 74 og rauðar viðvaranir voru 10. Frá því að nýtt viðvörunarkerfi var tekið í notkun á Veðurstofu Íslands í nóvember 2017 hafa aldrei verið gefnar út jafn margar appelsínugular og rauðar viðvaranir á einu ári. Viðvaranirnar dreifðust misjafnlega á milli spásvæða. Flestar viðvaranir voru gefnar út á Suðurlandi og Suðausturlandi, en fæstar á Austurlandi að Glettingi.

Lesa meira

Óvenjuleg kuldatíð

Viðvarandi kuldatíð á landinu síðustu 6 vikur, frá 7. desember 2022 til 19. janúar 2023 er óvenjuleg. Tímabilið er kaldasta 6 vikna tímabil í Reykjavík frá 1918. Miklar breytingar urðu á veðrinu nú í nótt þegar lægð með hlýju lofti kom úr suðri yfir landið og hrakti þar með heimskautaloftið sem hefur verið ríkjandi yfir landinu undanfarið langt til norðurs.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica