Veðurstofa Íslands 90 ára

Snjóflóð
© Rúnar Óli Karlsson
Snjóflóð sem komið var af stað í rannsóknarskyni með sprengingu þann 16. mars 2009 af starfsmönnum snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands á Ísafirði. Rauðir hringir eru dregnir um flögg sem komið var fyrir til þess að mæla hraða snjóflóðsins.

Nýjar fréttir

Tíðarfar í október 2025

Októbermánuður var tvískiptur og bauð bæði upp á hlýja og kalda daga. Fyrri hluti mánaðarins var mjög hlýr en seinni hlutinn var kaldur og talsverður snjór var á norðurhluta landsins. Þann 28. snjóaði óvenjumikið á höfuðborgarsvæðinu. Að morgni þess 28. mældist jafnfallinn snjór í Reykjavík 27 cm og þann 29. mældist snjódýptin 40 cm. Það er langmesta snjódýpt sem mælst hefur í októbermánuði í Reykjavík. Snjórinn  olli miklum samgöngutruflunum og umferðaröngþveiti í borginni.

Lesa meira

GNSS-stöð sett upp á Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð með aðstoð Landhelgisgæslunnar

Veðurstofan hefur sett upp nýja GNSS gervihnattastaðsetningarstöð á Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð. Stöðin er knúin af sól og vindi og mun fylgjast með hreyfingum í lausum jarðlögum til að auka skilning á skriðuvirkni á svæðinu. Uppsetningin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem felur einnig í sér greiningu gervitunglagagna og árlega myndatöku með flygildi.

Lesa meira

Snjókoma á Suðvesturlandi – veðurspár og óvissa

Óvenjulegt veður í byrjun vikunnar olli metsnjókomu á höfuðborgarsvæðinu og víðar á Suðvesturlandi. Snjódýpt í Reykjavík mældist 40 cm að morgni 29. október, sem er mesta dýpt sem mælst hefur í október frá upphafi mælinga. Veðurfræðingar uppfærðu spár í rauntíma eftir því sem veðrið þróaðist. Næstu daga er spáð bjartviðri suðvestantil en hvassviðri og rigningu austanlands um helgina.

Lesa meira

Mesta snjódýpt í Reykjavík í október frá upphafi mælinga

Morgunmælingar Veðurstofunnar sýna að snjódýptin í Reykjavík mældist 27 sentímetrar þann 28. október 2025. Það er mesta snjódýpt sem mælst hefur í höfuðborginni í október frá upphafi mælinga árið 1921.

Lesa meira

Appelsínugular viðvaranir vegna mikillar snjókomu á suðvesturhorni landsins

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir vegna mikillar snjókomu og skafrennings á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi síðar í dag.
Gera má ráð fyrir talsverðum samgöngutruflunum og erfiðri færð, sérstaklega þegar líður á daginn og fram á kvöld. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám, tryggja öryggi á ferðum og leggja fyrr af stað heim ef ferðast þarf yfir Hellisheiði eða Reykjanesbraut þar sem snjókoman gæti aukist hratt síðdegis. Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica