Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 23.08.2017 14:53. Gildir til: 24.08.2017 00:00.

Veðuryfirlit

Milli Íslands og Noregs er 1018 mb hæðarhryggur sem mjakast A, en við V-strönd Noregs er 1013 mb lægð sem fer SA. Um 350 km V af Skotlandi er 1004 mb lægð sem þokast SV.
Samantekt gerð: 23.08.2017 19:19.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 23.08.2017 23:13.

Veðurhorfur á landinu

Yfirleitt hægur vindur og léttskýjað inn til landsins, en annars víða skýjað með köflum eða þokuloft við ströndina. Hiti 8 til 18 stig að deginum, hlýjast í innsveitum.
Spá gerð: 23.08.2017 23:13. Gildir til: 25.08.2017 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg breytileg átt og léttskýjað. Þykknar upp í nótt og skýjað að mestu á morgun, jafnvel þokumóða framan af degi. Hiti 10 til 15 stig yfir daginn.
Spá gerð: 23.08.2017 23:14. Gildir til: 25.08.2017 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðaustan eða sunnan 3-10 og skýjað en úrkomulítið. Bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti víða 10 til 16 stig.

Á laugardag:
Suðaustan eða sunnan 5-10 og rigning, en þurrt að mestu NA-lands. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Breytileg átt 5-10 og rigning með köflum. Hiti 8 til 15 stig.

Á mánudag:
Vaxandi norðlæg átt og víða rigning, en bjart með köflum sunnanlands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast suðvestantil.

Á þriðjudag:
Nokkuð stíf norðlæg átt með rigningu norðaustantil í fyrstu, en birtir til er líður á daginn. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir hæga suðvestanátt, og bjartviðri austantil, annars skýjað en þurrt. Heldur hlýnandi.
Spá gerð: 23.08.2017 23:55. Gildir til: 30.08.2017 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica