Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Norðanátt í dag, kaldi eða stinningskaldi norðvestan- og vestanlands, annars hægari vindur. Rigning eða skúrir, en að mestu þurrt á Vesturlandi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á sunnanverðu landinu.
Hægur vindur á morgun, skýjað og skúrir á víð og dreif, einkum í innsveitum síðdegis. Hiti breytist lítið.
Það er útlit fyrir svipað veður á mánudag, en vaxandi austanátt og fer að rigna sunnanlands um kvöldið.
Spá gerð: 27.08.2016 06:33. Gildir til: 28.08.2016 00:00.

Veðuryfirlit

Milli Íslands og Grænlands er heldur minnkandi 1024 mb hæð. Um 250 km NA af Langanesi er hægfara 1013 mb smálægð.
Samantekt gerð: 27.08.2016 19:59.

Veðurlýsing

Í dag var norðankaldi á norðvestanverðu landinu, en annars hægviðri. Rigndi talsvert á Norður- og Austurlandi, en annars var skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hlýjast var 16 stiga hiti syðst á landinu, en svalast um 4 stig á Tálknafirði. Mest úrkoma mældist 26 mm á Kvískerjum.
Samantekt gerð: 27.08.2016 18:26.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Dálítil rigning eða skúrir, en þurrt V-lands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast syðst.
Spá gerð: 27.08.2016 21:37. Gildir til: 29.08.2016 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðan gola og skýjað með köflum. Hiti 5 til 12 stig.
Spá gerð: 27.08.2016 21:37. Gildir til: 29.08.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðvestan 3-8, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 13 stig. Snýst í vaxandi austanátt og fer að rigna syðst á landinu um kvöldið.

Á þriðjudag:
Norðaustan 10-15 m/s NV- og V-lands, annars A-læg átt 5-10. Rigning og hiti 8 til 14 stig, mildast sunnan heiða.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt og skúrir. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á S-landi.

Á fimmtudag og föstudag:
Suðlæg átt, rigning með köflum og milt veður.

Á laugardag:
Snýst líklega í norðanátt með kólnandi veðri.
Spá gerð: 27.08.2016 20:38. Gildir til: 03.09.2016 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica