Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 15.12.2017 14:51. Gildir til: 16.12.2017 00:00.

Veðuryfirlit

Yfir Skandinavíu er 984 mb lægð sem hreyfist lítið, en yfir NA-Grænlandi er heldur minnkandi 1017 mb hæð. Skammt A af Hvarfi er 1004 mb lægðardrag á leið NA.
Samantekt gerð: 15.12.2017 14:50.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 15.12.2017 00:41.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt, víða 3-8 m/s og bjartviðri, en dálítil él NA-til fram á kvöld. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum.
Vaxandi suðaustanátt á morgun og hlýnar í veðri, 10-15 m/s með slyddu eða rigningu S- og V-lands síðdegis. Hægari og úrkomulítið NA-til, en bætir í vind með dálítilli slyddu eða snjókomu þar um kvöldið. Hiti 1 til 7 stig annað kvöld, svalast NA-lands.
Spá gerð: 15.12.2017 16:51. Gildir til: 17.12.2017 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan gola og bjartviðri, frost 4 til 7 stig. Gengur í suðaustan 10-15 m/s á morgun með slyddu og síðar rigningu, hiti 3 til 5 stig síðdegis. Hægari vestlæg átt annað kvöld og dregur úr úrkomu.
Spá gerð: 15.12.2017 14:46. Gildir til: 17.12.2017 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðvestan og vestan 8-13 m/s. Él á víð og dreif, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti um frostmark. Snýst í vaxandi SA-átt SV-lands um kvöldið, þykknar upp og hlýnar.

Á mánudag:
Stíf sunnanátt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður, hiti 3 til 9 stig um kvöldið, mildast syðst.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestan 10-18 m/s með skúrum og síðar éljum, en þurrt á NA- og A-landi. Kólnandi veður.

Á fimmtudag:
Vestlæg átt og él, en bjartviðri A-lands. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 15.12.2017 08:22. Gildir til: 22.12.2017 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica