• Viðvörun

    Búist er við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) víða á landinu. Gildir til 27.03.2017 00:00 Meira

Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Hvöss suðvestanátt og smáskúrir eða él í dag, en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hægari í kvöld, en sunnan strekkingur og rigning S- og V-til á landinu á morgun. Fremur hlýtt. Hægari austlæg átt eftir helgi, úrkomulítið og heldur kólnandi veður.
Spá gerð: 25.03.2017 06:42. Gildir til: 26.03.2017 00:00.

Veðuryfirlit

250 km SV af Svalbarða er vaxandi 972 mb lægð sem fer A, en 1030 mb hæð er yfir Bretlandseyjum. Um 1100 km SSV af Reykjanesi er 1005 mb lægð sem hreyfist allhratt NNA.
Samantekt gerð: 25.03.2017 20:36.

Veðurlýsing

Á dag var allhvöss eða hvöss suðvestanátt, en heldur hægari SV-til. Gekk á með skúrum eða éljum víða á landinu, en létti til fyrir austan seinni partinn. Hæstur fór hiti í 15 stig í morgun á Eski- og Seyðisfirði. Mest úrkoma mældist 10,2 mm á Kvískerjum, en mesti vindhraði 30,3 m/s á Mikladal.
Samantekt gerð: 25.03.2017 18:26.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 15-23 m/s, en 10-15 SV-lands. Skúrir eða él víða um land, en léttskýjað A-lands. Sunnan 8-15 og rigning á morgun, en þurrt NA-lands. V-lægari og skúrir eða él annað kvöld, 13-18 á annejsum NA-til um kvöldið. Kólnandi veður og víða nálægt frostmarki í nótt, en hlýnar aftur um tíma á morgun.
Spá gerð: 25.03.2017 18:28. Gildir til: 27.03.2017 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 8-13 m/s og smá skúrir eða él framan af kvöldi, en lægir síðar. Sunnan 8-13 og súld eða rigning á morgun, en V-lægari og stöku skúrir eða él annað kvöld. Hiti 1 til 5 stig, en 3 til 8 að deginum.
Spá gerð: 25.03.2017 18:30. Gildir til: 27.03.2017 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Hæg breytileg átt og léttskýjað, en skýjað með köflum S-lands. Hiti 1 til 7 stig að deginum.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Austan 5-15 m/s, hvassast við S-ströndina. Skýjað með köflum og hiti 1 til 6 stig, en í kringum frostmark N-til á landinu á þriðjudag.

Á fimmtudag:
Austanátt og dálítil rigning á S- og SA-landi, en víða léttskýjað N-lands. Hiti 1 til 7 stig.

Á föstudag og laugardag:
Norðaustlæg átt og lítilsháttar rigning eða slydda með köflum, hiti 1 til 7 stig að deginum.
Spá gerð: 25.03.2017 21:07. Gildir til: 01.04.2017 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica