Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Það stefnir í fallegt haustveður víða um land í dag og tilvalið að njóta haustlitanna, en þó er útlit fyrir lítilsháttar úrkomu norðaustanlands fram eftir degi. Það léttir til norðanlands í kvöld og á morgun er útlit fyrir hægan vind og léttskýjuðu um allt land. Á fimmtudag gengur svo í nokkuð hvassa norðanátt með slyddu eða rigningu um landið norðanvert og kólnar enn í veðri, en útlit er fyrir meinlaust veður fyrri hluta helgarinnar þó það verði líklega lítilsháttar úrkoma í flestum landshlutum.
Spá gerð: 27.09.2016 06:22. Gildir til: 28.09.2016 00:00.

Veðuryfirlit

Á milli Íslands og Noregs er víðáttumikið 984 mb læðgasvæði sem hreyfist lítið en yfir landinu er 1008 mb hæð. Langt suður í hafi er vaxandi 1005 mb lægð á leið A.
Samantekt gerð: 28.09.2016 03:44.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 28.09.2016 00:52.

Veðurhorfur á landinu

Hæg norðlæg eða breytileg átt. Léttskýjað víðast hvar en þykknar upp norðantil seint í dag. Gengur í norðan 5-13 m/s á morgun, en noðrvestan 10-18 SA- og A-lands. Rigning eða slydda norðan- og norðaustantil, einkum með ströndinni bjartviðri eða léttskýjað víða vestantil og sunnan jökla. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst, en víða næturfrost. Kólnar á morgun.
Spá gerð: 28.09.2016 04:37. Gildir til: 29.09.2016 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg norðlæg eða breytileg átt en norðan 5-10 síðdegis á morgun. Léttskýjað að mestu. Hiti 5 til 9 en svalara í nótt.
Spá gerð: 28.09.2016 04:38. Gildir til: 29.09.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðanátt, víða 5-10 m/s og skýjað með köflum eða léttskýjað sunnan - og vestantil en norðlæg átt, 8-15 og slydda eða rigning með köflum norðan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast SA-til.

Á föstudag:
Norðlæg átt 3-8, víða skýjað með köflum eða bjartviðri en stöku skúrir eða slydduél með norðurströndinni og dálítil rigning suðaustantil síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Austlæg átt og skýjað NA-lands, en suðlægari sunnan jökla. Skýjað með köflum en rigning með austurströndinni. Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna suðvestanlands um kvöldið. Hiti 2 til 7 stig, mildast sunnantil.

Á sunnudag:
Hvöss suðaustanátt með rigningu en hægari vindur og lengst af bjartviðri um landið norðanvert. Hiti 3 til 9 stig.

Á mánudag:
Suðaustan hvassviðri og talsverð úrkoma, einkum SA-til en áfram þurrt á norðanverðu landinu. Hiti 4 til 10 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestanátt og rigningu en norðaustlæga átt NV-til. Hiti 4 til 10 stig.
Spá gerð: 27.09.2016 20:50. Gildir til: 04.10.2016 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica