400 km A af Dalatanga er 1027 mb hæð, sem þokast S, en 850 km SV af Reykjanesi er vaxandi 1002 mb lægð á N-leið.
Samantekt gerð: 22.05.2025 00:47.
Hæg breytileg og víða léttskýjað, en sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna.
Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp undir morgun, 10-15 m/s vestast og fer að rigna sunnan- og vestanlands seinnipartinn. Hægari vindur og bjart norðaustantil, en skýjað annað kvöld. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.
Spá gerð: 21.05.2025 21:22. Gildir til: 23.05.2025 00:00.
Hæg suðaustlæg átt og bjartviðri, en þoka við sjávarsíðuna. Suðaustan 5-10 m/s og þykknar upp með morgninum, 10-15 og fer að rigna seinnipartinn. Hiti 8 til 14 stig.
Spá gerð: 21.05.2025 21:26. Gildir til: 23.05.2025 00:00.
Á föstudag:
Suðaustan 8-13 m/s og víða rigning, talsverð suðaustanlands, en heldur hægari suðvestlæg átt og skúrir vestantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á laugardag:
Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil rigning norðantil fram eftir degi, en annars víða skúrir. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á sunnudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil rigning á austanverðu landinu, en annars skúrir. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.
Á mánudag:
Norðanátt og dáliltlar skúrir, en hægari sunnan heiða og kólnar lítið eitt fyrir norðan.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir breytilegar áttir með vætu á víð og dreif og fremur svölu veðri.
Spá gerð: 21.05.2025 21:29. Gildir til: 28.05.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.