Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag og um helgina verður víðáttumikil lægð við strönd Grænlands vestur af Íslandi. Stjórnar hún veðrinu hjá okkur og við heldur suðaustanátt með fremur vætusömu veðri sunnan- og vestantil á landinu. Á köflum verður vindur allhvass eða hvass, en lægir síðan þokkalega á milli. Þurrt NA- og A-lands og langir kaflar með björtu veðri þar. Áfram milt í veðri.
Spá gerð: 21.10.2016 06:40. Gildir til: 22.10.2016 00:00.

Veðuryfirlit

Um 350 km NA af Hvarfi er nærri kyrrstæð og víðáttumikil 972 mb lægð, en yfir Bretlandseyjum er 1022 mb hæðarhryggur.
Samantekt gerð: 21.10.2016 15:08.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 21.10.2016 00:57.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 8-13 m/s. Hægari með kvöldinu, en suðaustan 5-13 á morgun. Rigning sunnan- og vestantil, en skýjað með köflum um landið norðaustanvert og úrkomulítið. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Spá gerð: 21.10.2016 15:11. Gildir til: 23.10.2016 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 5-13 og rigning, en hægari í kvöld. Hvassara um tíma á morgun. Hiti 7 til 11 stig.
Spá gerð: 21.10.2016 15:12. Gildir til: 23.10.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðlæg átt 5-10 m/s og rigning, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast norðaustantil.

Á mánudag:
Suðaustan 5-13 m/s. Rigning eða talsverð rigning sunnanlands, bjart að mestu norðaustantil, en annars skýjað með köflum og skúrir. Heldur kólnandi veður.

Á þriðjudag:
Gengur í suðaustan 10-18 m/s. Rigning eða talsverð rigning sunnan- og vestantil, en heldur hægari og úrkomulítið norðanlands. Hiti 3 til 10 stig.

Á miðvikudag:
Snýst í suðvestan átt með skúrum og léttir til norðaustanlands. Kólnandi veður.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en yfirleitt þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 21.10.2016 08:31. Gildir til: 28.10.2016 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica