Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Víðáttumikil lægð er undan Suðurströnd landsins sem veldur hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum fram á kvöld. Lægðin ber með sér hlýtt og rakt loft úr suðri, hitatölur geta ná allt að 11 stigum sunnantil, og gera má ráð afar umhleypingasömu veðri. Víða rigning eða slydda, en talsverð rigning á Suðaustur- og Austurlandi.

Vegna mikillar snjókomu síðustu daga má gera ráð fyrir asahláku og glerhálku víða á sunnanverðu landinu og á Austfjörðum sem getur valdið hættu. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám. Viðvaranir hafa verið gefnar úr vegna vinds, asahláku og úrkomu.

Síðdegis á laugardag dregur víða úr vindi, en þó áfram stormur á Vestfjörðum. Útlit er fyrir talsverða rigningu norður á Ströndum.
Spá gerð: 31.10.2025 07:36. Gildir til: 01.11.2025 00:00.

Veðuryfirlit

700 km S af Hornafirði landsins er víðáttumikil 957 mb lægð sem þokast NNV. Yfir N-Noregi er 1015 mb hæð sem hreyfist lítið. Yfir N-Grænlandi er 1025 mb hæð.
Samantekt gerð: 31.10.2025 07:33.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 20-28 suðaustantil en 18-25 norðvestantil. Norðaustan 13-20 í öðrum landshlutum. Talsverð eða mikil rigning en slydda inn til landsins á Suðausturlandi, Austfjörðum og Austurlandi. Rigning eða slydda með köflum í öðrum landshlutum. Dregur heldur úr vindi á Suðausturlandi síðdegis.

Norðaustan 13-20 norðvestantil í fyrramálið en annars 8-15. Rigning eða slydda austan- og norðanlands en úrkomulaust að mestu suðvestantil. Dregur mjög úr vindi annað kvöld.

Hiti 5 til 13 stig, hlýjast sunnantil. Kólnar síðdegis á morgun.
Spá gerð: 31.10.2025 10:56. Gildir til: 02.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 5-13 en 8-18 í kvöld, hvassast á annesjum. Rigning með köflum. Hægari á morgun og bjartviðri. Hæg austlæg átt annað kvöld. Hiti 5 til 10 stig en nálægt frostmarki annað kvöld.
Spá gerð: 31.10.2025 10:52. Gildir til: 02.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt sunnantil og úrkomulaust að mestu. Norðaustan 5-13 m/s á Vestfjörðum og á annesjum norðanlands og rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á mánudag:
Norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 norðvestantil og við suðausturströndina. Él á Vestfjörðum. Rigning með suðurströndinni eftir hádegi en sunnantil á landinu um kvöldið. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag:
Norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum sunnan-og austanlands en snjókoma inn til landsins. Úrkomulítið norðvestantil. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst.

Á miðvikudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s. Stöku él norðanlands, en rigning allra syðst. Hiti 0 til 5 stig, hlýjast syðst.

Á fimmtudag:
Austan- og norðaustanátt, 5-10 m/s. Úrkomulaust að mestu. Vægt frost inn til landsins en 1 hiti til 7 stig úti við sjóinn.
Spá gerð: 31.10.2025 09:10. Gildir til: 07.11.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica