Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag blæs fremur hæg suðaustlæg átt á landinu með smá skúrum sunnan- og vestalands. Skýjahulan, sem liggur yfir Norður- og Austurlandi, hverfur að mestu þegar líður á daginn. Hlýtt var á öllu landinu í nótt og mældist 11 stiga hiti á nokkrum stöðum á Vestfjörðum. Hitinn er þó á niðurleið seinni partinn og frystir í innsveitum fyrir norðan og austan í kvöld og nótt.
Á morgun nálgast lægðardrag sunnan úr hafi og hvessir þá af austri og fer að rigna sunnnan og vestan til.
Reikna má með snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal seinni partinn. Þurrt verður norðaustanlands megnið af morgundeginum, en mögulega lítilsháttar væta um kvöld.
Spá gerð: 05.12.2016 06:19. Gildir til: 06.12.2016 00:00.

Veðuryfirlit

Um 1000 km SSA af Hvarfi er víðáttumikil 965 mb lægð sem hreyfist NV og milli Íslands og Noregs er um 1025 mb hæðarhryggur sem þokast A. Við Skoresbysund er vaxandi 1010 mb lægð sem hreyfist ANA.
Samantekt gerð: 05.12.2016 07:56.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 05.12.2016 10:23.

Veðurhorfur á landinu

Sunnan og suðaustan 5-13 m/s og súld eða dálítil rigning, hvassast með suðvesturströndinni, en hægviðri á Norður- og Austurlandi og léttir til síðdegis. Suðaustan 8-15 á morgun með rigningu síðdegis um landið sunnanvert, en mun hægari og bjartviðri norðantil. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast suðvestanlands, en næturfrost í innsveitum norðaustantil.
Spá gerð: 05.12.2016 10:19. Gildir til: 07.12.2016 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 5-10 m/s og súld eða dálítil rigning af og til, en 8-13 á morgun og fer að rigna síðdegis. Hiti 7 til 9 stig, en heldur svalara á morgun.
Spá gerð: 05.12.2016 10:25. Gildir til: 07.12.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Austan 5-13 með rigningu um tíma í flestu lanshlutum, hvassast á annesjum N-til. Hiti 3 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt með skúrum, en allhvöss norðaustanátt með norðurströndinni og rigning eða slydda. Hiti 0 til 6 stig, mildast með suðurströndinni.

Á föstudag:
Nokkuð ákveðin norðaustanátt með skúrum, en úrkomulítð suðvestantil. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Útlit fyrir nokkuð hvassa norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítð suðvestantil.
Spá gerð: 05.12.2016 09:37. Gildir til: 12.12.2016 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica