Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Vætusamur dagur í vændum í dag, þó dregur mikið úr úrkomunni þegar líður á daginn. Fremur hæg suðlæg átt og milt. Víða skúraleiðingar á morgun og norðaustanáttin farin að ná sér á strik á Vestfjörðum. Síðan á þriðjudag kemur norðanáttin inn yfir land fyrir norðan með rigningu og kólnandi veðri þar, en hægari breytileg átt og stöku skúrir syðra.
Spá gerð: 26.06.2016 06:37. Gildir til: 27.06.2016 00:00.

Veðuryfirlit

Um 500 km V af Reykjanesi er 993 mb lægð sem hreyfist hægt ASA, en austur við Noreg er 1020 mb hæð sem þokast NA.
Samantekt gerð: 26.06.2016 07:51.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 25.06.2016 21:55.

Veðurhorfur á landinu

Suðlæg átt, 3-8 m/s og rigning, en úrkomuminna N- og A-til. Dregur úr úrkomu þegar líður á daginn, einna síðast á Vestfjörðum og á NA-landi. Breytileg átt, 3-10 og skúrir í flestum landshlutum á morgun. Hiti 7 til 18 stig í dag, hlýjast NA-til, en heldur svalara á morgun.
Spá gerð: 26.06.2016 08:46. Gildir til: 28.06.2016 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðlæg átt, 3-8 m/s og rigning, en úrkomulítið undir kvöld. Suðaustlægari í fyrramálið og dálítil væta. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 26.06.2016 08:47. Gildir til: 28.06.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðan 8-15 m/s með rigningu fyrir norðan, hvassast NV-til, en hægari breytileg átt sunnanlands og sums staðar skúrir. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnan heiða.

Á miðvikudag:
Austlæg átt og rigning SA-lands, en víða dálítil væta annars staðar. Hlýnar fyrir norðan, hiti 11 til 16 stig.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðaustlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið NV-til. Hiti 8 til 15 stig, svalast A-lands.
Spá gerð: 26.06.2016 08:07. Gildir til: 03.07.2016 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica