• Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) austan Öræfa fram eftir degi með vindhviðum nærri 30 m/s. Talsverð úrkoma norðaustanlands fram á kvöld. Því hætta á skriðuföllum og flóðum í vatnsfarvegum á svæðinu. Gildir til 25.06.2017 00:00 Meira

Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Það hefur rignt hraustlega norðaustanlands undanfarinn sólarhring og fréttir borist af flóðum á Austfjörðum. Nú hefur hámarki verið náð hvað varðar úrkomuna, en áfram mun þó rigna á svæðinu í dag. Hvað varðar aðra landhluta verður það fyrst og fremst norðan kælan sem ræður ríkjum, en vindur gengur niður í kvöld og nótt. Horfum við þá fram á nokkra rólega veðurdaga þar sem munu skiptast á skin og skúrir. Hitafarið hefur verið frekar lágt það sem af er júnímánuði og því miður er ósennilegt að hiti fari yfir 20 stigin á næstu dögum.
Spá gerð: 24.06.2017 06:40. Gildir til: 25.06.2017 00:00.

Veðuryfirlit

Yfir Færeyjum er 978 mb víðáttumikil lægð sem þokast SA.
Samantekt gerð: 24.06.2017 08:02.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.06.2017 04:56.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt, 8-15 m/s, en allt að 23 m/s suðaustantil fram eftir degi. Léttir til sunnan- og vestanlands. Skýjað og rigning með köflum norðan- og austanlands, en talsverð rigning á norðausturhorninu fram undir kvöld. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld. Norðaustlæg átt ríkjandi á morgun, yfirleitt 3-8. Skúrir norðaustanlands og einnig sunnanlands, annars víða bjartviðri. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast um landið sunnanvert.
Spá gerð: 24.06.2017 04:52. Gildir til: 25.06.2017 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðlæg átt, 5-13 m/s og léttir til. Hiti 8 til 15 stig. Hægari vindur í nótt og á morgun.
Spá gerð: 24.06.2017 04:56. Gildir til: 25.06.2017 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjartviðri á köflum, en víða síðdegisskúrir, einkum inn til landsins. Hiti allt að 18 stigum að deginum.

Á föstudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og smá vætu um landið vestanvert, en bjartviðri austantil.
Spá gerð: 24.06.2017 08:09. Gildir til: 01.07.2017 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica