Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag er spáð austlægri átt 5-13 m/s sunnan- og austanlands og nokkuð vætusamt á þessum slóðum og þungbúið. Hiti 2 til 7 stig. Á norðvestanerðu landinu er hins vegar spáð norðaustan 15-23 og snjókomu eða slyddu og hita um frostmark, versta veðrið á Vestfjörðum.

Á morgun snýst í suðvestan stinningskalda eða allhvassan vind á suðurhelmingi landsins með éljum eða skúrum. Hægari vindur og léttir til um landið norðaustanvert og því hinn fallegasti dagur í vændum þar. Hiti víða 0 til 5 stig. Spár eru helst á því að hvassi norðaustan vindstrengurinn verði enn yfir byggðum Vestfjarða á morgun og snjókoma áfram viðloðandi þar.

Á gossvæðinu í dag er útlit fyrir nokkuð vætusaman og þungbúinn dag. Vindáttin er suðaustlæg og mengun frá eldgosinu gæti borist yfir Reykjanesbæ og nágrenni, en mikil óvissa er um styrk þeirrar mengunar.
Spá gerð: 18.03.2024 06:49. Gildir til: 19.03.2024 00:00.

Veðuryfirlit

150 km VSV af Snæfellsnesi er 972 mb lægð sem hreyfist lítið og grynnist smám saman. 200 km V af Færeyjum er 982 mb lægð á N-leið. Við Nýfundnaland er 989 mb lægð sem fer NA.
Samantekt gerð: 19.03.2024 00:33.

Veðurhorfur á landinu

Gengur í suðvestan 10-18 m/s í dag. Víða él, en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi eftir hádegi. Hiti um eða yfir frostmarki yfir daginn.

Suðlæg eða breytileg átt 5-15 á morgun. Stöku él og vægt frost, en hlýnar sunnanlands með rigningu eða slyddu. Víða austan 10-18 undir kvöld og snjókoma með köflum um landið norðanvert, en dregur úr vætu suðvestantil.
Spá gerð: 19.03.2024 04:27. Gildir til: 20.03.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vaxandi suðvestanátt, 13-18 m/s um hádegi. Él og hiti um eða yfir frostmarki. Dregur úr vindi í kvöld.
Hægviðri í fyrramálið og stöku él, en austan 8-15 eftir hádegi á morgun og rigning eða slydda. Hlýnar heldur. Mun hægari og úrkomulítið annað kvöld.
Spá gerð: 19.03.2024 04:34. Gildir til: 20.03.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-15 m/s. Stöku él og hiti um eða undir frostmarki, en hlýnar sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Austan 10-18 undir kvöld og snjókoma með köflum um landið norðanvert, en dregur úr vætu suðvestanlands.

Á fimmtudag:
Norðan 10-18 á Vestfjörðum, annars hægari vindur. Snjókoma norðantil, og rigning austanlands, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti um eða yfir frostmarki. Vaxandi norðan- og norðvestanátt undir kvöld og víða snjókoma, en stöku él syðra. Kólnar í veðri.

Á föstudag:
Norðan 15-23 og snjókoma eða slydda, en úrkomulítið sunnantil. Hiti um eða undir frostmarki. Dregur úr vindi um kvöldið.

Á laugardag:
Minnkandi norðlæg átt og él, en yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 6 stig.

Á sunnudag:
Austlæg átt. Stöku él og frost 0 til 8 stig, en slydda eða snjókoma með köflum við suðurströndina og hiti rétt yfir frostmarki.

Á mánudag:
Austlæg átt og él á víð og dreif. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 18.03.2024 21:11. Gildir til: 25.03.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica