Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Það hefur rignt mikið austanlands síðdegis í gær og í nótt. Nú í morgunsárið hefur dregið úr rigningunni á Suðausturlandi. Enn mun rigna mikið á Austfjörðum fram undir hádegi, en síðdegis léttir til þar. Sjálfvirkir úrkomumælar eru nokkrir á svæðinu og þegar þetta er skrifað hefur mest safnast í mælinn á Neskaupstað eða rúmlega 100 millimetrar frá því úrhellið hófst þar uppúr hádegi í gær. Á sama tíma hafa mælst um 90 mm á Fáskrúðsfirði.
Í dag er suðlæg átt í kortunum og einhver væta nokkuð víða. Vindurinn og úrkoman minnkar þegar líður á daginn og í kvöld verður búið að stytta upp og komið hæglætisveður um allt land. Vegir verða margir blautir eftir daginn og í kvöld og nótt verður semsagt hægur vindur, það rofar til og kólnar. Vegfarendur ættu þá að vera á varðbergi gagnvart hálku.
Á morgun og sunnudag er útlit fyrir rólegheit, alveg ágætis haustveður og því upplagt að njóta útivistar um helgina.
Spá gerð: 20.10.2017 06:45. Gildir til: 21.10.2017 00:00.

Veðuryfirlit

Um 200 km VSV af Bjargtöngum er 988 mb lægð, sem hreyfist VSV og grynnist, en yfir N-Skandinavíu er 1028 mb hæð, sem mjakast SA. 400 km VSV af Írlandi er kröpp 961 mb lægð á hreyfing ANA.
Samantekt gerð: 20.10.2017 20:35.

Veðurlýsing

Á dag var allhvöss austanátt og talsverð eða mikil rigning A-lands fram að hádegi, en lægði síðan og rofaði til smám saman. Annars var suðvestanátt og súldarloft eða smá skúrir. Hæstur hiti mældist tæp 14 stig á Miðsitju í Skagafirði, en mest úrkoma mældist 58,8 á Eskifirði.
Samantekt gerð: 20.10.2017 18:25.

Veðurhorfur á landinu

Breytileg átt, 3-8 og víða skýjað með köflum, en norðan 5-10 m/s og fer að rigna A-til eftir hádegi og jafnvel slydda til fjalla. Hiti 2 til 8 stig.
Spá gerð: 20.10.2017 21:36. Gildir til: 22.10.2017 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg suðlæg átt og þurrt fram á nótt, en síðan norðvestan 3-8 m/s og bjart með köflum. Hiti 3 til 6 stig að deginum, en nálægt frostmarki í nótt.
Spá gerð: 20.10.2017 21:34. Gildir til: 22.10.2017 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Austlæg átt, 3-8 m/s, en 8-15 um kvöldið, hvassast við S-ströndina. Víða dálítil væta, en þurrt V-til. Hiti 3 til 10 stig, mildast syðst.

Á mánudag:
Austan og suðaustan 10-15 m/s, en heldur hægari síðdegis. Talsverð rigning SA-til, en rigning með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum, en annars austan 5-10. Víða dálítil rigning, en bjartviðri á V-landi. Hiti 3 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Austlæg átt og víða dálítil væta, einkum SA-til, en áfram svipaður hiti.

Á föstudag:
Útlit fyrir vestlæga átt. Væta austantil fyrripartinn, en vestast undir kvöld. Áfram fremur milt.
Spá gerð: 20.10.2017 20:44. Gildir til: 27.10.2017 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica