Á föstudag:
Norðaustan 8-15 m/s og rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 7 til 16 stig, mildast á Suðurlandi. Bætir í rigningu norðantil um kvöldið og hvessir, slydda til fjalla á Vestfjörðum.
Á laugardag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 5-13, en heldur hvassari á Vestfjörðum. Rigning með köflum, en úrkomulítið á suðvestanlands. Hiti 7 til 15 stig, svalast norðvestantil.
Á sunnudag:
Austan og norðaustan 8-15 og skýjað. Rigning sunnan- og suðaustantil, en annars dálítil væta. Hiti 8 til 13 stig.
Á mánudag:
Norðaustlæg átt og dálítil rigning, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 7 til 14 stig, mildast suðvestantil.
Á þriðjudag:
Norðaustanátt og stöku skúrir, en léttskýjað á suðvestanverðu landinu. Kólnar heldur í veðri.
Spá gerð: 10.09.2025 09:47. Gildir til: 17.09.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.