Fréttir
Snjóðflóðið í Auðbrekkufjalli í Hörgárdal.

Snjóflóð í Hörgárdal

Veðurstofan þiggur gjarna ljósmyndir af viðburðum í náttúrunni

25.2.2016

Snjóflóð féll aðfaranótt 22.02.2016 úr Syðra-Kálfalækjargili í Auðbrekkufjalli í Hörgárdal, ofan bæjarins Brakanda. Það féll á merkjum Fornhaga II og Brakanda og skemmdi girðingar.

Áætluð lengd er 1000 - 1200 m en breiddin áætluð 100 - 200 m. Meðalþykktin er talin um 2 m. Flóðið náði ekki yfir veg og engin slys urðu á fólki en það olli skemmdum á girðingum.

Flóðið stöðvaðist inni á túni í Brakanda og í hólfi í Fornhaga II (nokkrum tugum metra ofan íbúðarhúss í Brakanda sem er þó örlítið norðar en flóðið).

Ofangreind lýsing ásamt ljósmyndum barst frá Önnu Guðrúnu Grétarsdóttur og Arnari Sigfússyni í Fornhaga II. Á miðmyndinni má sjá annað snjóflóð, sem féll fyrir viku að því er talið er, en það er mun minna.

Skráningu Veðurstofunnar á þessu flóði má finna á vefnum í snjóflóðatilkynningum ásamt mörgum öðrum skráningum snjóflóða. Fréttir ofanflóðavaktar eru á sérstakri vefsíðu; svo og fróðleikur um ofanflóð. Gögn um mörg fyrri flóð má skoða í ofanflóðakortasjá Veðurstofunnar.

Ljósmyndir: Arnar Sigfússon.

Aðsendar myndir og upplýsingar

Veðurstofan þiggur með þökkum aðsendar myndir og lýsingar af atburðum í náttúrunni. Til þess eru ýmsar leiðir á vefnum:

Hafa samband
Senda myndir
Fannstu skjálftann
Tilkynna snjóflóð
Veðurfyrirbrigði
Veðurvottorð

Einnig eru í boði sérhæfð skráningarform þegar náttúruváratburðir standa yfir eða þegar sérstakt átak er gert í söfnun upplýsinga af ákveðnu tagi.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica