Nýjar fréttir

Lækkað almannavarnarstig vegna eldgossins við Fagradalsfjall

Frá 18. september til dagsins í dag hefur ekki sést í hraunflæði frá gígnum í Fagrdalsfjalli. Enn mælist gas en þó í mjög lágu magni, einnig sjást hitamerki en þó með lengra millibili. Af og til sést í glóandi hraun frá fyrra útrennsli og þá sérstaklega þegar myrkva tekur. Hiti og glóð geta haldið áfram í vikur/mánuði jafnvel þótt ekkert nýtt hraun komi úr gígnum. Jarðskjálfta virkni Suðvestur af Keili sem hófst 27. september hefur minnkað mikið undanfarna daga.


Lesa meira

Vöktun Öskju efld

Landris fór að mælast við Öskju í byrjun ágúst. þetta sást bæði á GPS stöðinni OLAC sem staðsett er í miðju öskjunnar í Öskju og á InSAR myndum. InSAR sýnir að um er að ræða þennslumerki merki sem er 5-6 km í þvermál og er rishraðinn við OLAC um 75 sm/ári og var orðnn  um 15 sm þann 12. Okt. Módelreikningar sýna að risið, sem er enn í gangi, er líklegast merki um að  kvika sé flæða inn á 2-3 km dýpi í jarðskorpunni.

Lesa meira

Loftslagsvísindamenn fá Nóbelsverðlaun í eðlisfræði

Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 2021 fóru til þriggja vísindamanna. Tveir þeirra,

Syukuro Manabe og Klaus Hasselmann, eru loftslagsvísindamenn sem hafa lengi verið í fremstu röð vísindamanna sem rannsaka loftslagsbreytingar af mannavöldum. Allir þrír hafa unnið að fjölþættum og flóknum kerfum, samspili ólíkra lengda- og tímakvarða og því hvernig regluleg hegðan myndast.

Lesa meira

Engin skýr merki um landris við Keili

Nýjustu gervitunglagögn úr Sentinel-1 (InSAR) af svæðinu við Keili sýna engin skýr merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðs. Á nýjustu myndinni sem sýnir breytingar á svæðinu frá 23. september til 5. október sjást engin merki um breytingar á jarðskorpunni á slóðum skjálftahrinunnar sem hefur verið í gangi frá því í lok september.  Það útilokar hins vegar ekki að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að það sæist ekki í gervitunglagögnum. 

Lesa meira

Tíðarfar í september

September var hlýr framan af, sérstaklega norðan- og norðaustanlands. Síðustu tíu dagar mánaðarins voru aftur á móti kaldir. Það snjóaði víða í byggð í lok mánaðar og var jörð alhvít á mörgum stöðum á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Úrkoma mældist víðast hvar vel yfir meðallagi í mánuðinum. Óvenju þungbúið var suðvestanlands og hafa ekki mælst eins fáar sólskinsstundir í Reykjavík í septembermánuði síðan 1943. Mánuðurinn var fremur illviðrasamur.


Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica