Miklar þrumur og eldingar hófust klukkan 7:41 við Húsafell og breiddust hratt yfir norðvesturhluta landsins og Vestfirði. Klukkan 10:30 höfðu mælst yfir 400 eldingar.
Uppfært kl. 11:30, 18. júlí
Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina heldur áfram en virkni þess hefur dregist saman og lítil skjálftavirkni mælist nú. Gasmengun og gosmóða hafa borist víða um land og er sérstaklega áberandi á Norðurlandi og Vesturlandi. Veður aðstæður næstu daga gætu valdið því að gosmóða verði áfram staðbundin yfir ákveðnum svæðum. Almennar leiðbeiningar eru að viðkvæmir hópar forðist útivist meðan mengun varir og að fylgst sé með loftgæðaupplýsingum.
Lesa meiraÓskar Jakob Sigurðsson helgaði nær allt sitt líf veðurathugunum og mengunarmælingum á Stórhöfða. Hann hóf störf árið 1952 og vann af trúmennsku og þrautseigju í yfir sex áratugi við erfiðar aðstæður þar sem stormar voru tíðir og strangir. Óskar hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og við minnumst hans með þökk og virðingu.
Lesa meiraUppfært 15. júlí 2025
Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Um 10 smáskjálftar mælast að jafnaði á dag, flestir norðan við Grindavík og suður af Stóra Skógfelli. Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.
Ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til að endurskoða hættumat. Ef kvikusöfnun heldur áfram gætu líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu.
Sérlega hlýtt var víða um land í dag og dagshitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Hæsti hiti dagsins mældist á Hjarðarlandi, 29,5°C, sem er nýtt staðarmet. Í Reykjavík fór hitinn í fyrsta sinn á þessu ári yfir 21 gráðu. Á stöðum eins og Þingvöllum, Skálholti, Kálfhóli og Bræðratunguvegi fór hitinn yfir 28°C, sem er óvenjulegt jafnvel að sumri. Á sumum stöðvum var nýja metið meira en 8°C hærra en það fyrra.
Lesa meira