Jöklaskrá

Jöklaskrá

Útlínur íslenskra jökla á ýmsum tímum hafa verið skráðar eftir ýmsum gögnum, svo sem kortum, loftmyndum og gervitunglamyndum. Þessi gögn eru lögð fram hjá alþjóðlegum stofnunum eins og World Glacier Monitoring Service í Zürich í Sviss og Global Land Ice Measurements from Space (GLIMS) í Flagstaff í Arizona í BNA. Þar eru þau notuð til að meta stöðu loftslags á jörðinni í heild.

Jöklakort

Á Íslandi hafa jöklar verið nærgöngulli við mannabyggð en þekkist annars staðar. Menn lifðu víða um land í sífelldum ótta við hvað jöklarnir aðhefðust. Nú á tímum hafa jöklarnir allt aðra mynd í huga þjóðarinnar sem vill helst ekki sjá af þeim og nú er loks komið út kort sem sýnir alla jökla landsins. Á bak við það er nákvæm skráning á útlínum allra jökla Íslands eins og þeir voru um aldamótin 2000.

Skaftafellsjökull
Skaftafellsjökull. Tekið frá Kristínartindum 21. september 2013. Ljósmynd: Matthew J. Roberts.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica