Greinar

hitabeltisstormurinn Celia 1962 nálgast
morgunblaðið myndað á netinu © mbl/Knútur Knudsen
Óvenjurólegt var á fellibyljaslóðum haustið 1962 og fengu aðeins 5 hitabeltislægðir nafn. Þar af voru 3 fellibyljir. Lægðin Celia náði aldrei styrk fellibyls, veðrið snerti Nýfundnaland, en olli engu tjóni fyrr en hér á landi. Lægðin á kortinu lítur fremur sakleysislega út, en á þessum tíma var ekki mikið um veðurathuganir á þeim slóðum sem hún er stödd. Þetta tilvik er gott dæmi um það að ekkert beint samband er á milli styrks hitabeltislægða og fellibylja og áhrifa afkvæma þeirra hér á norðurslóðum. Sá sem þetta skrifar minnist veðurhörkunnar þennan dag, fyrst í suðaustanáttinni og ekki síður í suðvestanáttinni í svokölluðum snúð lægðarinnar. Þetta tók fljótt af, en síðan skall haustið á með öllum sínum þunga og snjókomu um norðvestanvert landið. Þrýstingur mældist lægstur 956 hPa, en lægðin hefur vafalítið verið talsvert dýpri. Veðrið varð langverst suðvestanlands, en gætti minna í öðrum landshluturmAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica