Eldingar - forvarnir og viðbrögð

Eldingar - forvarnir og viðbrögð

Af síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra 30.01.2007 með góðfúslegu leyfi.

Á Íslandi er fólk oft ekki á varðbergi gagnvart hættunni sem af eldingum stafar. Við þrumuveður getur skapast eldingahætta og einnig við eldgos. Eldingahætta frá gjósandi eldstöð er mest í gosmekkinum sjálfum og getur náð í allt að 30 - 40 km undan vindi frá eldstöðinni.

Vegna eldinganna sem fylgja eldgosum er ástæða til að setja eldingavara á hús til að minnka líkur á að eldingum slái niður í þau. Leitið til rafvirkja vegna uppsetningar á eldingavara og rafveitur vegna rafskauta

Ef gjóskufall og þrumuveður með eldingum gengur yfir skal gera eftirfarandi:

Utanhúss

 • Forðist vatn, hæðir í landslagi og berangur.
 • Forðist alla málmhluti svo sem raflínur, girðingar, vélar, tæki o.s.frv. Haldið ykkur fjarri litlum skýlum, skúrum og stórum trjám.
 • Leitið skjóls, ef unnt er, í stærri byggingum eða yfirbyggðu ökutæki úr málmi. Hafið glugga lokaða.

Ef grunur leikur á að eldingu slái niður nærri ykkur og þið náið ekki að komast í skjól, ættuð þið að:

 • Krjúpið niður á kné, beygið ykkur fram og styðjið höndum á hnén. Leggist ekki flöt.
  Innanhúss

Þar sem eldingu getur slegið niður í rafleiðandi lagnir utanhúss og leitt þær inn í hús þá skal:

 • Forðast vatn. (Notið hvorki sturtu né bað.)
 • Haldið ykkur fjarri útidyrum, gluggum og lagnakerfum.
 • Notið hvorki síma né heyrnartól.
 • Takið öll rafmagnstæki, s.s. tölvur, rafmagnsverkfæri, ísskáp og sjónvarpstæki úr sambandi frá straumgjafa og loftneti.
 • Notið inniloftnet sé þess kostur.
 • Forðast skal að nota síma.
 • Munið einnig að að aftengja brynningartæki, mjaltakerfi og rafmagnsgirðinar þar sem það á við.

Rafspenna situr ekki í þeim sem hefur orðið fyrir eldingu og því má veita nauðsynlega aðstoð strax. Veitið skyndihjálp og hringið í 112.

Síða almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica