Greinar

Leiðbeiningar um notkun spáritasíðunnar

Helgi Borg 27.7.2007

Veðurspárit birta á grafískan hátt samantekt á sjálfvirkum staðaspám fyrir ákveðna staði. Svo hægt sé að framleiða spárit fyrir staði þurfa veðurstöðvar að vera á viðkomandi stöðum.

Efst á síðunni er box þar sem hægt er að velja fyrirfram ákveðna hópa af spáritum eða velja spárit fyrir hvaða veðurstöð sem er. Spáritin birtast neðar á síðunni. Öll breidd síðunnar er notuð til að geta komið tveimur spáritum fyrir hlið við hlið. Þegar spárit opnað úr leitarforminu bætist það við önnur spárit sem þegar eru á síðunni.

Með því að nota leitarformið er hægt að setja upp síðu með spáritum fyrir hvaða veðurstöðvar sem er. Við hverja viðbót breytist slóði síðunnar. Með því að bókamerkja slóðina eða geyma hana á annan hátt er fyrirhafnarlaust hægt að sækja spárit fyrir sömu stöðvar síðar meir.

Neðan við hvert spárit eru vísanir í spákort og athugunarkort fyrir viðkomandi stað. Með því að styðja á Hreinsa er þar einnig hægt að fjarlægja viðkomandi spárit af síðunni. Með því að styðja á Hreinsa öll spárit, ofarlega til hægri, er hægt að fjarlægja öll spáritin af síðunni.

Hægt er að prenta út spáritin af síðunni.

Fara á spáritasíðuna

 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica