Greinar
sveitabær úr fjarska
Gilsbakki í Hvítársíðu. Myndin er líklega tekin haustið 1980.

Gilsbakki í Hvítársíðu

Hitamælingar 1887 til 1912

Trausti Jónsson 27.10.2009

Danska veðurstofan stóð fyrir veðurathugunum á Gilsbakka í Hvítársíðu í Borgarfirði á árunum 1887 til 1912. Athugunarmaður var Magnús Andrésson. Að vetrarlagi og á vorin voru athuganir nokkuð samfelldar fram til 1905, en mikið vantar í sumarið og fram á haustið. Trúlegt er að Magnús hafi verið nokkuð önnum kafinn eða fjarverandi á þeim árstímum. Þetta mynstur er ekki sjaldséð í gömlum athugunum. Frá 1905 til 1912 voru athuganir mjög stopular og heilir mánuðir fáir. Lágmarksmæli staðarins hrakaði mjög mikið þegar á leið og þær mælingar urðu býsna óvissar síðustu árin. Hámarkshiti var ekki mældur sérstaklega.

Hæsti hiti sem mældist á Gilsbakka var 26,6°C, 4. júlí 1908. Það var jafnframt hæsti hiti ársins á landinu. Mjög hlýtt var víða um land dagana 2. til 4. Lægsti hiti sem mældist á Gilsbakka var -26,2°C, 9. mars 1892. Daginn eftir mældist frostið í Möðrudal -33,2 stig. Þessir dagar eru meðal þeirra köldustu sem vitað er um á landinu.

Meðalhiti á Gilsbakka 1887 til 1912

ár jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des með
1887 -5,85
1888 -2,20 -2,45 -6,15 -0,65 1,15 8,50 9,15 7,85 5,90 1,20 -0,25 -2,05 1,67
1889 -4,35 -5,60 -2,60 -0,45 6,90 8,50 10,50 9,20 7,30 3,85 0,30 -2,15 2,62
1890 -3,90 -0,15 -3,30 1,65 6,20 6,70 8,50 6,00 1,75 -1,25 -0,70
1891 -3,40 -0,95 -7,55 0,80 3,20 10,40 10,25 4,10 -2,30 -4,00
1892 -6,25 -8,15 -6,00 -1,80 0,95
1893 -3,05 -3,60 -1,90 1,60 5,70 7,65 9,60 9,40 5,10 -0,05 -3,40 -4,45 1,88
1894 -4,40 -4,00 -1,80 3,30 4,10 8,45 9,55 0,65 -4,50
1895 -4,90 -0,80 -1,85 -2,20 5,85 -0,55 -3,45
1896 -4,25 0,00 -4,90 0,90 -0,35 0,10
1897 -3,55 -3,95 -1,85 2,00 2,85 6,85 3,40 -0,30 -1,10
1898 8,95 3,75 -2,60 -2,65
1899 -5,40 -2,05 -5,55 -4,25 4,65 8,35 9,90 10,55 5,10 0,55 -2,35 -2,50 1,42
1900 -1,00 -6,10 -2,65 0,85 3,60 9,95 11,10 10,15 -0,45 -2,05
1901 -1,10 -0,90 -0,85 -1,50 6,35
1902 -7,30 -5,45 -5,70 -0,30 3,70 8,35 4,85 1,00 -1,05
1903 -3,60 -2,50 -3,35 -2,10 3,40 8,15 0,00 -2,30 -0,90
1904 -3,20 -3,80 -2,65 -0,50 4,85 9,60 11,00 8,80 8,20 0,30 -2,35 0,10 2,53
1905 9,05 9,30
1906
1907 5,90 9,40 0,50 -1,55
1908 8,20 12,00 8,05 7,15 5,75 -0,90
1909 3,50 4,65 10,55 9,45 0,05 -0,40 -5,85
1910 -4,65 -3,45 -0,65 -1,90 3,90 6,65 10,55 9,30 5,60
1911 0,00 -0,05
1912 -0,60 -4,35 -1,30

Eldri mælingar í Reykholti

Fyrstu hitamælingar sem vitað er um í uppsveitum Borgarfjarðar voru gerðar í Reykholti í Reykholts-dal á árunum 1867 til 1871. Séra Þórarinn Kristjánsson skráði. Mælingar ársins 1870 hafa glatast. Til eru nokkur brot af eldri athugunum séra Þórarins, frá Prestbakka 1859 til 1862 og eitt ár mælinga (1846) sem gerðar voru á Völlum í Svarfaðardal. Allar þessar mælingar voru hluti af átaki Bókmenntafélagsins 1841 - 1880 og er kennt við Jónas Hallgrímsson.

Heimild um eldri mælingar:

Trausti Jónsson og Hilmar Garðarsson (2001). Early Instrumental Meteorological Observations in Iceland. Climatic Change, 48, s.169-187.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica