Greinar

Öskufall á veðurstöðvum

Tilkynningar frá veðurathugunarmönnum

Veðurstofa Íslands 23.4.2010

Í töflunni eru tilkynningar frá veðurathugunarmönnum um öskufall á veðurstöðvum. Einnig má skoða leiðbeiningar um söfnun ösku.

STÖÐ

TÍMI

ATHUGASEMD

Hæll 20.5.2010 18:00 Smá gjóska með rigningunni
Hjarðarland 19.5.2010 18:00 Smávegis af ösku kemur enn með regni
Hæll 19.5.2010 18:00 Gosaska var í úrkomumæli, hefur sest á rúður og bíla
Hæll 19.5.2010 12:00

Viðvarandi öskufall með rigningu

Hjarðarland 19.5.2010 09:00 Einhver aska kemur með regni, meira heldur en í gærmorgun
Grímsstaðir 18.5.2010 18:00 Ösku varð vart fyrripartinn í dag á diski. Hægt var að skrifa með fingri í öskuna sem var ljós
Hjarðarland 18.5.2010 18:00 Smá öskubrák sést á hvítum diski, kemur með regni
Miðfjarðarnes 18.5.2010 18:00 Vart varð við öskufall í dag
Reykjavík 18.5.2010 18:00 Öskufalls varð vart milli kl. 15:00 og 17:30
Stórhöfði 18.5.2010 12:00 Mikill rykmökkur hylur Eyjafjöll frá sjávarmáli í um 1500 m hæð
Grímsstaðir 18.5.2010 09:00 Mistur í lofti, sennilega aska
Hæll 18.5.2010 09:00 Örlítið öskufall síðan kl. 18 í gær
Kirkjubæjarklaustur 18.5.2010 00:00 Öskufall hætt, dökkt öskuský í norðaustri frá stöðinni
Kirkjubæjarklaustur 17.5.2010 21:00 Talsvert öskufall, mjög dökk á litinn, maður finnur fyrir óþægindum í augum úti, öskufallið byrjaði um kl. 20:00
Hjarðarland 17.5.2010 18:00 Örlítið (skán á hvítum diski) kemur enn af ösku með regni
Stórhöfði 17.5.2010 12:00 Örlítið öskufall með skúrum í gærkvöldi
Hjarðarland 17.5.2010 09:00 Lítilsháttar ösku varð vart eftir nóttina
Hæll 17.5.2010 09:00 Öskufall
Vatnsskarðshólar 17.5.2010 09:00 Öskufall sem mældist frá kl. 09:00 til 13.30 í gær var um 1 mm
Stórhöfði 16.5.2010 12:00 Aska í öskusöfnunarbakka V.Í. frá kl. 20 14.05. til kl. 20 15.05. var 97 g
Vatnsskarðshólar 16.5.2010 09:00 Öskufall í alla nótt síðan kl. 23 í gærkvöldi - um 3 mm
Vík í Mýrdal 16.5.2010 09:00 Öskufall
Vatnsskarðshólar 16.5.2010 06:00 Öskufall
Vatnsskarðshólar 16.5.2010 00:00 Öskufall byrjaði um kl. 23 í kvöld
Stórhöfði 15.5.2010 21:00 Öskufalli virðist lokið að sinni. Öskurykbakkinn er farinn langt austur fyrir Vestmannaeyjar
Stórhöfði 15.5.2010 18:00 Gosrykmistur hefur legið yfir Vestmannaeyjum siðdegis Lítur út eins og hefðbundið Vestmannaeyskt rykmistur
Stórhöfði 15.5.2010 15:00 Öskumistur liggur yfir Heimaey án þess að hægt sé að greina öskufall. Rétt norðaustan og austan við Heimaey er þungbúinn öskurykmökkur
Stórhöfði 15.5.2010 12:00 Þétt öskufall síðustu 2 klst. Aska í öskusöfnunarbakka V.Í. í gær til kl. 20 var 51 g
Stórhöfði 15.5.2010 09:00 Rykmökkur er kringum Heimaey, þó mest austan megin. Varla teljandi öskufall eftir kl. 06:00
Vík í Mýrdal 15.5.2010 09:00 Ekki öskufall en smávegis í nótt
Stórhöfði 15.5.2010 06:00 Öskufall hófst aftur eftir kl. 4 í nótt á Stórhöfða. Og er enn á ath-tíma kl. 06. 1 km skyggni í allar áttir. Sést til himins beint fyrir ofan athugunarstað
Stórhöfði 15.5.2010 03:00 Öskufall á Stórhöfða kl.1:30 - 2:30. Öskuský er á ath.tíma rétt norðan og vestan við Heimaey
Stórhöfði 15.5.2010 00:00 Mjög mikið dökkt gosský er núna á miðnætti rétt austan við Heimaey og virðist stefna til vesturs
Stórhöfði 14.5.2010 21:00 Öskuský fór yfir Stórhöfðann til suðausturs milli kl. 19 og 20 með öskufalli
Stórhöfði 14.5.2010 18:00 Öskuský hefur aukist aftur. Er núna yfir nyrsta hluta Heimaeyjar og vestan við Stórhöfða. Sést vel til austurs
Stórhöfði 14.5.2010 15:00 Öskufall á Stórhöfða hófst kl. 14:50 en nyrst á Heimaey hófst það um kl. 14:10.
Keflavíkurflugvöllur 14.5.2010 12:00 Öskufalls hefur orðið vart í morgun
Vatnsskarðshólar 14.5.2010 00:00 Öskufall síðdegis og í kvöld
Stórhöfði 13.5.2010 12:00 Dimmt yfir Austur-Eyjafjöllum. Eyjafjallajökull aftur hvítur vestantil
Vík í Mýrdal 13.5.2010 09:00 Ekki öskufall nú, en eitthvað í nótt
Vatnsskarðshólar 13.5.2010 06:00 Öskufall í nótt. Grátt yfir öllu
Vík í Mýrdal 12.5.2010 21:00 Ekki öskufall núna
Vík í Mýrdal 12.5.2010 18:00 Nokkuð öskufall núna, en lítið sem ekkert í dag, þó að oft væri stutt í öskuský
Kirkjubæjarklaustur 12.5.2010 09:00 Talsvert öskufall í nótt, mest undir morgun
Vatnsskarðshólar 12.5.2010 09:00 Í gær var öskufall alls um 2 mm
Kirkjubæjarklaustur 11.5.2010 21:00 Töluvert öskumistur, ekki mikið öskufall
Vík í Mýrdal 11.5.2010 21:00 Öskufall
Stórhöfði 11.5.2010 18:00 Í dag kom í ljós að það hefur fallið rykaska í gærkveldi milli kl. 22 og 23
Vík í Mýrdal 11.5.2010 18:00 Talsvert öskufall eftir kl.17, mikið öskumistur
Vatnsskarðshólar 11.5.2010 15:00 Öskufall
Stórhöfði 11.5.2010 00:00 Drunur frá eldgosinu heyrðust í dag (mánudag)
Vatnsskarðshólar 11.5.2010 00:00 Miklar drunur heyrast frá jöklinum
Stórhöfði 9.5.2010 15:00 Miklar drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli kl. 06 í morgun
Vatnsskarðshólar 9.5.2010 15:00 Miklar drunur frá jöklinum
Stórhöfði 9.5.2010 12:00 Drunur heyrast öðru hvoru. Stundum þungar.
Vatnsskarðshólar 9.5.2010 09:00 Erfitt að mæla öskufallið síðan í gærmorgun, það hefur fokið mikið til u.þ.b. 2 mm
Vatnsskarðshólar 9.5.2010 00:00 Aðeins öskufall og fjúk í kvöld
Vík í Mýrdal 8.5.2010 21:00 Öskufok frekar en fall
Vatnsskarðshólar 8.5.2010 18:00 Öskufall og öskufjúk í dag
Vík í Mýrdal 8.5.2010 18:00 Mikið rykmistur í lofti en ekki greinanlegt öskufall
Vatnsskarðshólar 8.5.2010 15:00 Öskufall
Vatnsskarðshólar 8.5.2010 12:00 Aðeins öskufall
Vatnsskarðshólar 8.5.2010 09:00 Öskufall síðasta sólarhring um 2 mm.
Vík í Mýrdal 8.5.2010 09:00 Lítilsháttar öskufall
Vík í Mýrdal 7.5.2010 21:00 ekki öskufall og lítið rykmistur.
Vík í Mýrdal 7.5.2010 18:00 Mikið rykmistur í lofti, ekki greinanlegt öskufall núna.
Vatnsskarðshólar 7.5.2010 12:00 Áfram öskufall hér á svæðinu
Vík í Mýrdal 7.5.2010 09:00 Öskufall, lítið núna en talsvert í nótt, allt grátt yfir að líta
Vatnsskarðshólar 7.5.2010 06:00 Aðeins öskufall í nótt, mikið rykmistur, erfitt að greina ský og skýjahulu
Vatnsskarðshólar 7.5.2010 00:00 Búið að vera öskufall hér í kvöld
Vík í Mýrdal 6.5.2010 21:00 Öskufall lítilsháttar
Vík í Mýrdal 6.5.2010 18:00 Ekki öskufall, en mistur í lofti
Vík í Mýrdal 6.5.2010 09:00 Ekki öskufall núna en lítilsháttar í gærkvöldi
Vík í Mýrdal 5.5.2010 21:00 Ekki öskufall
Vík í Mýrdal 5.5.2010 18:00 Öskufall frá kl.10 í morgun og fram yfir hádegið, öskumistur og fok
Vík í Mýrdal 5.5.2010 09:00 Ekki öskufall en öskuský sjáanlegt
Vík í Mýrdal 4.5.2010 21:00 Ekki öskufall
Vík í Mýrdal 4.5.2010 18:00 Ekkert öskufall
Kirkjubæjarklaustur 4.5.2010 15:00 Lítilsháttar öskufall síðastliðna nótt, grátt á bílrúðum og bílum og einnig á öskudiski
Vatnsskarðshólar 4.5.2010 09:00 Smávegis aska fallið í nótt. Ekki mælanleg
Vík í Mýrdal 4.5.2010 09:00 Ekkert öskufall
Vatnsskarðshólar 2.5.2010 09:00 Aska í loftinu svipað og í gær 1. mm. öskulag yfir
Vatnsskarðshólar 1.5.2010 15:00 Lítið öskufall hér áfram, svíður í augu útivið
Vatnsskarðshólar 1.5.2010 15:00 Lítið öskufall hér
Vatnsskarðshólar 1.5.2010 09:00 Askan sem féll í gærkvöld er ekki mælanleg en dekkri og grófari en áður
Vík í Mýrdal 1.5.2010 09:00 Ekki öskufall. Sáum mjög greinilegan gosmökk í NV um kl.8:30
Vatnsskarðshólar 1.5.2010 00:00 Aðeins hefur orðið vart við öskufall hér í kvöld
Vík í Mýrdal 30.4.2010 21:00 lítilsháttar öskufall síðan kl.18:30
Keflavíkurflugvöllur 25.4.2010 09:00 minniháttar öskufall
Hæll 24.4.2010 09:00 smá öskufall kl.12 í gærkvöldi
Vík í Mýrdal 21.4.2010 21:00 Lítið um drunur í dag og ekkert öskufall
Stórhöfði 21.4.2010 15:00 Ítrekun. Öskufalls varð vart hér samanber 17.4. kl 12. Úr öskubakka V.Í. (22 x 35 cm) safnaðist u.þ.b. 1 teskeið. Sýnið varðveitt
Stórhöfði 21.4.2010 12:00 Öskumistur yfir Eyjafjallasveit virðist hafa verið að aukast, einkum eftir skot kl 10:12
Vík í Mýrdal 21.4.2010 09:00 Ekkert öskufall, slydda og snjór hafa hreinsað loftið
Vík í Mýrdal 20.4.2010 21:00 Ekki öskufall, rykmistur. Drunur og dynkir af og til
Kirkjubæjarklaustur 20.4.2010 18:00 Lítilsháttar öskufall, mistrið hylur alla sýn til skýja
Vík í Mýrdal 20.4.2010 18:00 Ekki öskufall,rykmistur í lofti, miklar drunur heyrast af og til í dag
Stórhöfði 20.4.2010 12:00 Kl 3 sást til gosstaðar. Þá talsvert neistaflug með köflum. Tveir hlunkar skutust samtímis mjög hátt sem neyðarblys. Nú sést ekki þangað vegna misturs
Vík í Mýrdal 19.4.2010 21:00 Ekki öskufall, mistur
Vík í Mýrdal 19.4.2010 18:00 ekki öskufall. rykmistur(ösku) í lofti
Vatnsskarðshólar 19.4.2010 15:00 Stöðugar þungar drunur hafa heyrst í allan dag frá jöklinum eftir að vind lægði
Stórhöfði 19.4.2010 12:00 Mistur í morgun að sjá sem hefðbundið rykmistur. Öskumistur langt í A átt (20 - 30 km) en nær langt til hafs
Vatnsskarðshólar 19.4.2010 09:00 Mikið rykmistur í alla nótt. smá öskufall núna. erfitt að mæla það
Vík í Mýrdal 19.4.2010 09:00 Ekki öskufall, en mikið öskurykmistur
Vík í Mýrdal 18.4.2010 21:00 Ekki öskufall
Vík í Mýrdal 18.4.2010 18:00 Ekkert öskufall núna, en smávegis í morgun
Stórhöfði 18.4.2010 kl.12 Loftflæði í mæli Prosperos úr 2,2 um hádegi í gær í 1,8 um hádegi í dag. Sennilega ekkert svifryk eftir kl 18 í gær
Vatnsskarðshólar 18.4.2010 kl.09 Öskufall um 2 mm
Vík í Mýrdal 18.4.2010 kl.06 Öskufall í nótt og í morgun, þó ekki núna
Vatnsskarðshólar 18.4.2010 kl.06 Öskufall nú og í nótt ásamt slydduéli nú í morgun
Vík í Mýrdal 17.4.2010 kl.21 Ekkert öskufall
Vík í Mýrdal 17.4.2010 kl.18 Ekkert öskufall síðan í nótt
Höfn 17.4.2010 kl.12 Örlítil aska á disk
Stórhöfði 17.4.2010 kl.12 Dimmt í lofti og öskuvottur í "öskubakka". Loftflæði í mengunarmæli Prosperos úr 2,2 um hádegi í gær í 1,6 um hádegi í dag
Hæll 17.4.2010 kl.09 Sást mikil ljósdýrð frá gosi í gærkveldi ca. 23.00
Vatnsskarðshólar 17.4.2010 kl.09 Öskufall 3 mm, Askan farin að fjúka til
Vík í Mýrdal 17.4.2010 kl.09 Ekki öskufall, mikið mistur í lofti. Öskufall var hér fram á nótt
Vatnsskarðshólar 17.4.2010 kl.06 Búið að vera stöðugt öskufall í nótt og allt grátt yfir að líta
Vatnsskarðshólar 17.4.2010 kl.00 Töluverð slikja af öskufalli yfir öllu hér. Sést ekkert til himins eða skýja
Vatnsskarðshólar 16.4.2010 kl.21 Öskufall með hléum síðan um kl. 17.40 þunn öskuslikja yfir öllu
Vík í Mýrdal 16.4.2010 kl.21 Öskufall hóst kl.19:35 lítils háttar, hefur aukist , 1/2-1mm á diski , vaxandi, grámóða á að líta
Höfn 16.4.2010 kl.18 Örlítil aska, aðeins meiri enn kl. 15.00
Kirkjubæjar-klaustur 16.4.2010 kl.18 Öskumökkur, mjó rönd, sjáanleg töluvert hátt á lofti í suðri,færist til austurs, ekkert öskufall á Klaustri
Vík í Mýrdal 16.4.2010 kl.18 Ekkert öskufall ennþá
Höfn 16.4.2010 kl.15 Örlítil aska merkjanleg á disk
Höfn 16.4.2010 kl.12 Örlítill merkjanlegur öskulitur á servíettu eftir strok af diski
Höfn 16.4.2010 kl.09 Engin aska mælst á diskum í nótt né núna kl; 9.00
Höfn 16.4.2010 kl.00 Örsmár öskugrár litur á hvítri servíettu sem var strokið yfir diskana úti
Höfn 15.4.2010 kl.21 Örlítill öskugrár litur kom á smáblett á hvíta servíettu þegar ég strauk af diskunum úti
Kirkjubæjar-klaustur 15.4.2010 kl.18 Gjóskumistur hefur minnkað gjóskubakkinn er að mestu horfin öskufall lítið núna
Höfn 15.4.2010 kl.18 Örlítil aska sést á hvítum diski
Kirkjubæjar-klaustur 15.4.2010 kl.15 Gjóskumistur hamlar sýn til skýja mikill gráleitur bakki er að leggjast yfir og öskufall er byrjað
Vatnsskarðshólar 15.4.2010 kl.09 Öskufall er svipað að sjá og í morgun en nær. Ekkert enn hér
Vatnsskarðshólar 15.4.2010 kl.06 Ekkert öskufall hér, en sést greinilega inn á heiðarlöndum Mýrdalsins
Höfn 15.4.2010 kl.00 Örfín og mjög fá öskukorn á hvítum diskum sem eru búnir að vera úti síðan fyrir hádegi, sem hafa ekki sést fyrr
Stórhöfði 14.4.2010 kl.12 Mikill hvítur gosmökkur sjáanlegur öðru hverju í NA átt. (Bak við ský annars)




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica