Greinar
Skálafell, innst við Esju.

Veðurstöðin á Skálafelli endurnýjuð

Mastur veðurstöðvarinnar féll

Veðurstofa Íslands 7.5.2015

Hinn 31. mars 2015 fóru tveir starfsmenn Veðurstofunnar, þeir Vilhjálmur S. Þorvaldsson og Jón Bjarni Friðriksson, upp á Skálafell að losa fallið veðurstöðvarmastur. Þeir komu með mastrið í bæinn, ásamt tækjabúnaði stöðvarinnar. Hafin er smíði á nýju mastri eftir því gamla vegna þess að þörf er á veðurstöð á þessum stað.

Þarna eru líka gríðarhá fjarskiptamöstur sem sáust mjög vel í vetur vegna þess hve mikil ísing var á þeim. Færri vita að þarna er líka hús sem geymir viðkvæman tækjabúnað. Veðurstöðin er á minna mastri, nálægt fjarskiptamöstrunum.

Sennilega hefur stag slitnað eða losnað frá mastrinu. Þetta olli því að mastrið féll vegna ísingar og vinds. Hvenær það féll og hversu hratt er ekki vitað. Vera má að stagið hafi slitnað eða losnað frá töluvert áður en mastrið féll.

Meðfylgjandi myndir tók Vilhjálmur S. Þorvaldsson:

Úr vinnuferð á Skálafell, 31. mars 2015. Lengst til hægri, framarlega á myndinni, má greina veðurstöðina þar sem hún liggur undir snjónum.

Skálafell, 31. mars 2015. Búið að moka frá stöðinni og losa hana frá steyptum sökkli.

Skálafell, 31. mars 2015. Hér má sjá hvernig mastrið hefur bognað. Hringlaga festing neðst á mastrinu, sem boruð var á steyptan sökkul, liggur nú þvert.

Skálafell, 31. mars 2015. Stækkanleg. Fjarskiptamöstur. Þingvallavatn í fjarska.

Úr vinnuferð á Skálafell mánuði fyrr, 27. febrúar 2015. Mikil ísing er á fjarskiptamöstrum.

Skálafell, 31. mars 2015. Svona er umhorfs í húsinu sem geymir tækjabúnaðinn.

Áður í lagi

Þegar farið var á Skálafell 4. desember 2014 var veðurstöðin í lagi en töluverð ísing á henni.

Meðfylgjandi myndir tók Jón Bjarni Friðriksson:


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica