Greinar
Vindskafin ský
Mynd 1. Vindskafin ský 26. mars 2005 á Akureyri. Ljósm. Halldór Geirsson.

Vindskafin ský

Einar Sveinbjörnsson 1.11.2006

Stundum gefur að líta á himninum ský sem líkjast fljúgandi diskum, eins og sjá má meðal annars á mynd 1. Þetta eru svokölluð vindskafin netjuský, eða altocumulus lenticularis, eins og þau heita á latínu.

Vindskafin ský eru tilkomin vegna bylgjumyndunar loftsins á leið sinni yfir fjöll. Samfara því trosnar samfelld skýjabreiða yfirleitt upp á leið sinni yfir fjalllendi. Þessir vindskafningar eru ekki sérlega hátt á lofti og því áberandi á himninum.

Vindskafin ský yfir Hvannadalshnjúki.
Vindskafin ský yfir Hvannadalshnjúki.
Mynd 2. Hér sjást þrjú vindskafin ský yfir hæsta tindi landsins, Hvannadalshnjúki, kl. 19.53 hinn 26. júní 2005. Ljósmynd: Matthew J. Roberts.

Á mynd 3 líkjast skýin helst risafæti sem ætlar að fara að traðka á okkur, eins og ljósmyndarinn, Halldóra Ólafsdóttir, Bólstað í Austur-Landeyjum, skrifaði, en hún sendi Veðurstofu Íslands myndina.
  

Fótur risans?
Vindskafin ský
Mynd 3. Vindskafin ský. Myndin er tekin frá Bólstað í áttina að Þórsmörk í október 2003. Ljósmynd: Halldóra Ólafsdóttir.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica