Greinar

Fahrenheit og selsíus

Veðurstofa Íslands 29.5.2007

Hiti er mældur í selsíusgráðum á Íslandi og víðast hvar annars staðar í heiminum. En í Bandaríkjum Norður-Ameríku er Fahrenheitkvarðinn notaður. Báðir kvarðarnir eru kenndir við höfunda sína. En þar sem selsíuskvarðinn er notaður á Íslandi hefur nafn Celsius verið lagað að íslenskum rithætti. Skammstöfunin er þó °C.

Anders Celcius (1701-1744) var sænskur stjörnufræðingur og prófessor í Uppsölum. Hann stundaði m.a. veðurathuganir og hannaði hitamælinn sem við hann er kenndur vegna þess. Miðaði hann við að 100 °C væru frostmark en 0 °C suðumark. Þessu var seinna snúið við og hitinn mældur eins og við þekkjum hann nú.

Suðumark vatns er við 100 °C en 212 °F. Líkamshiti manna er 37 °C og 98,6 °F (37,8 °C = 100 °F).

Á vefsíðunni Metric conversions er tafla yfir ýmsa hitakvarða og margt fleira.

Fróðleik um Fahrenheit, selsíus- og kelvínkvarða er að finna á Vísindavef HÍ.

Lesa má um Anders Celcius (á ensku).

Sjá einnig fróðleiksgrein um hitakvarða.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica