Greinar
við sjónskífu á Esju, sést yfir Kollafjörð
Esjan - Þverfellshorn.

Suðumark á fjöllum

Raki í lofthjúpnum VII

Trausti Jónsson 7.6.2007

Suðumark er er sá hiti þar sem mettunarþrýstingur verður jafn loftþrýstingnum og þegar hann er 1013,25 hPa er suðumarkið 100°C. Þar sem þrýstingur er minni, eins og uppi á fjöllum, er suðumarkið lægra. Því fer ekki fjarri að suðumark falli um 0,34°C við hverja 100 m hækkun í landslagi. Uppi á Esjunni er suðumark því nærri 97°C, en rúmar 93°C á Öræfajökli.

Takið eftir því að uppgufun frá vatns- og ísyfirborði er óháð þrýstingi annarra lofttegunda en eims. Jafnmikið kemst fyrir af vatnsgufu í loftinu hvort sem þrýstingur andrúmslofts er 10 eða 1000 hPa. Svo lengi sem þrýstingur vatnsgufunnar einnar er undir mettunarþrýstingi hita hennar heldur vatn í fljótandi formi (eða ís) áfram að gufa upp.

Við suðumark gufar vatn ekki bara upp við yfirborð vatnsflatarins heldur einnig inni í vökvanum og við sjáum vatnið sjóða. Falli þrýstingur niður í 6,1 hPa, en það er mettunarþrýstingur vatnsgufu við 0°C, er suðumarkið einnig við 0°C.

Yfirborðsþrýstingur á Mars er um 7 hPa og má vera ljóst að vatn í fljótandi formi á þar illa og erfiða daga.

Úr Veðurbók Trausta Jónssonar

Skylt efni er að finna í næstu fróðleiksgrein um raka í lofthjúpnum (eða fyrri grein).

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica