Greinar
Sólsetur
Sólarlag. Hornatærnar á Barðaströnd.

Sól eða sólskin?

Af gömlum blöðum

Trausti Jónsson 23.5.2016

Um mánaðamótin maí/júní 1967 barst Veðurstofunni bréf með ábendingu um orðalag í veðurfregnum.

Greinilega er átt við veðurfregnir þegar þær eru lesnar í útvarp vegna þess að neðst á bréfið er letrað í rauðu: „Rétt! Veðurþulir athugið, JJ“.

Upphafsstafirnir JJ eru Jónasar Jakobssonar veðurfræðings en hann var deildarstjóri spádeildar Veðurstofunnar á Reykjavíkurflugvelli 1965 til 1975. Bréfið hljóðar svo:

„Þorlákshöfn 30.5.1967.

Veðurstofa Íslands, - Veðurspádeild - Reykjavík.

Samkvæmt minni takmörkuðu stjarnfræðiþekkingu eru sólir heljarmiklir glóandi hnettir, sem alls ekki komast fyrir í neinum firði hérlendis.

Það lætur afar illa í eyrum að heyra í veðurfregnum talað um sól í fjörðum og sól í Reykjavík, þegar vegalengd til sólar nemur mörgum þúsundum kílómetra.

Sú birta sem vermir land okkar, heitir hins vegar sólskin, og þykist ég mæla fyrir munn margra, þegar ég bið um að það orð verði notað eftirleiðis, þar sem við á.

Virðingarfyllst, Hreiðar Karlsson, Þorlákshöfn“





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica