Nýjar fréttir

Jökulhlaup hafið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls

Jökulhlaup er hafið úr Hafrafellslóni við Langjökul. Vatn rennur nú úr lóninu í Svartá og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Vatnsstaða í lóninu er hærri en áður hefur mælst og því ekki útilokað að hlaupið verði stærra en árið 2020. Íbúum á svæðinu er bent á að huga að eignum og búfénaði við bakka Hvítár. Enn er þó mikil óvissa um þróun hlaupsins og hversu hratt það nær hámarksrennsli.

Lesa meira

Skjálfti í Brennisteinsfjöllum – hraðara sig í Krýsuvík og áframhaldandi kvikusöfnun í Svartsengi

Snarpur skjálfti M3,8 varð við Brennisteinsfjöll í gær og fannst á höfuðborgarsvæðinu. Innistæða er fyrir stærri skjálfum á svæðinu, en óvíst hvenær þeir verða næst. Í Krýsuvík mælist hröð aflögun jarðskorpunnar og við Svartsengi heldur landris áfram með svipuðum hraða og fyrir síðasta gos. Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir til 2. september.

Lesa meira

Skaflinn í Gunnlaugsskarði horfinn

Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni hvarf 5.-6. ágúst 2025 og hefur aðeins tvisvar áður horfið fyrr á ári en það var árið 1941 og 2010 og hvarf hann þá bæði árin í júlí.  Hlýindakafli í maí, snjóléttur vetur og þurrt, bjart sumar flýttu bráðnun.

Fylgst hefur verið með skaflinum frá 19. öld og hann er talinn óformlegur mælikvarði á tíðarfarið á höfuðborgarsvæðinu. Páll Bergþórsson, fyrrverandi forstjóri Veðurstofunnar, var helsti sérfræðingurinn um skaflinn í áratugi og skráði bæði mældar og munnlegar heimildir. Árni Sigurðsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofunni, heldur nú utan um mælingar og sögulegar upplýsingar.

Lesa meira

Níunda gosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið

Uppfært 5. ágúst

Eldgosinu sem hófst 16. júlí á Sundhnúksgígaröðinni er nú formlega lokið og nýtt hættumatskort hefur verið gefið út. Þrátt fyrir goslok eru áfram lífshættulegar aðstæður á svæðinu vegna óstöðugs hrauns og mögulegrar gasmengunar. Landris er hafið á ný og kvikustreymi undir Svartsengi heldur áfram.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí 2025

Júlí var óvenjulega hlýr, sérstaklega á Norðaustur og Austurlandi. Á landsvísu var þetta hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga, ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr. Mjög hlýtt var þ. 14. þegar hiti mældist 20 stig eða meiri á um 70% allra veðurstöðva. Hæstur mældist hitinn 29,5 stig á Hjarðarlandi í Biskupstungum, sem er á meðal hæstu hitatölum sem þekkjast hér á landi. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um hvassviðri. Töluverð gosmóða lá yfir stórum hluta landsins um miðjan mánuð vegna eldgossins á Reykjanesi og hægviðris.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica