Útgáfa

Útgáfa á vegum Veðurstofu Íslands

Útgáfa á vegum Veðurstofu Íslands er skráð í landskerfi bókasafna, www.leitir.is.

Sjá lista hér til vinstri; sjá einnig ritaskrá starfsmanna.

Upplýsingar um útgáfu sem ekki er aðgengileg rafrænt eru veittar á bókasafni á afgreiðslutíma Veðurstofunnar.

Skjöl á vef Veðurstofunnar eru jafnan á PDF-sniði. Forrit til að lesa PDF-skjöl.

Tímaritið Veðráttan

Veðurstofan gefur út tíðarfarsyfirlit liðins mánaðar í byrjun hvers mánaðar, byggt á athugunum í Reykjavík, á Akureyri, í Akurnesi, í Keflavík og á Hveravöllum. Niðurstöður mælinga á mönnuðum stöðvum eru birtar í tímaritinu Veðráttan 1924-1997. Hér á vef Veðurstofunnar eru meðaltalstöflur þar sem skoða má tímaraðir fyrir valdar veðurstöðvar, bæði mánaðargildi og ársgildi, en upplýsingarnar eru útdráttur úr Veðráttunni.

Forverar Veðráttunnar voru Íslensk veðurfarsbók, sem kom út á árunum 1920-1923, og Meteorologisk aarbog, II del. Færøerne, Island, Grønland og Vestindien, sem gefin var út af dönsku veðurstofunni - Danmarks Meteorologiske Institut 1873-1919.

Ofanflóðahættumat

Á vefsíðu ofanflóða er að finna útgefnar skýrslur og aðrar upplýsingar um hættumat fyrir þéttbýlisstaði sem búa við snjóflóðahættu.


Nýjar fréttir

Tíðarfar í júlí 2025

Júlí var óvenjulega hlýr, sérstaklega á Norðaustur og Austurlandi. Á landsvísu var þetta hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga, ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr. Mjög hlýtt var þ. 14. þegar hiti mældist 20 stig eða meiri á um 70% allra veðurstöðva. Hæstur mældist hitinn 29,5 stig á Hjarðarlandi í Biskupstungum, sem er á meðal hæstu hitatölum sem þekkjast hér á landi. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um hvassviðri. Töluverð gosmóða lá yfir stórum hluta landsins um miðjan mánuð vegna eldgossins á Reykjanesi og hægviðris.

Lesa meira

Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni

Uppfært 1. ágúst

Nýtt hættumatskort vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaga hefur verið gefið út sem gildir til 5. ágúst. Eldgosið heldur áfram af fremur stöðugum krafti þótt dregið hafi úr strókavirkni gossins. Lífshættulegt er að ganga á nýstorknuðu hrauni þar sem yfirborð skorpu getur brostið án fyrirvara og glóandi hraun leynst beint undir. Hætta er við hraunjaðra þar sem þunnfljótandi hrauntungur geta skyndilega runnið fram.

Lesa meira

Veðurhorfur um verslunarmannahelgina – lægð á leiðinni

Ört dýpkandi lægð nálgast úr suðvestri og mun stýra veðrinu um Verslunarmannahelgina. Gul viðvörun vegna vinds verður í gildi á Suðurlandi og miðhálendinu frá föstudagskvöldi fram á aðfaranótt laugardags. Hvöss suðaustanátt, allt að 18 m/s, og talsverð úrkoma sunnan- og suðaustantil geta skapað varasamar aðstæður fyrir létt ökutæki og tjöld. Hætta er einnig á grjóthruni og skriðum við brattar hlíðar, einkum sunnan-og vestanlands. Á laugardag og sunnudag dregur smám saman úr vindi austantil, en áfram verður rigning og skúrir á víð og dreif, með bjartara veðri norðaustantil. Ferðafólk er hvatt til að fylgjast með viðvörunum á vedur.is og færð á umferdin.is, og tilkynna grjóthrun eða skriður til skriðuvaktar Veðurstofunnar.

Lesa meira

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm

Vatnshæð og rafleiðni hafa farið lækkandi síðasta sólahring og nálgast nú eðlileg gildi í vöktunarmæli Veðurstofunnar í Skálm við þjóðveg. Jarðskjálftamælar á jökulskerjum í Mýrdalsjökli sýna einnig greinilega lækkun í óróa síðasta sólahring. Á vefmyndavél á Rjúpnafelli sést að töluvert hefur dregið úr vatnsmagni í Leirá Syðri frá því í gær. Þessi gögn gefa því til kynna að jökulhlaupinu sé að ljúka. 


Lesa meira

Miklar þrumur og eldingar á Norðvesturlandi og Vestfjörðum

Miklar þrumur og eldingar hófust klukkan 7:41 við Húsafell og breiddust hratt yfir norðvesturhluta landsins og Vestfirði. Klukkan 10:30 höfðu mælst yfir 400 eldingar.

Is_1d-1-1-

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica