Útgáfa

Útgáfa á vegum Veðurstofu Íslands

Útgáfa á vegum Veðurstofu Íslands er skráð í landskerfi bókasafna, www.leitir.is.

Sjá lista hér til vinstri; sjá einnig ritaskrá starfsmanna.

Upplýsingar um útgáfu sem ekki er aðgengileg rafrænt eru veittar á bókasafni á afgreiðslutíma Veðurstofunnar.

Skjöl á vef Veðurstofunnar eru jafnan á PDF-sniði. Forrit til að lesa PDF-skjöl.

Tímaritið Veðráttan

Veðurstofan gefur út tíðarfarsyfirlit liðins mánaðar í byrjun hvers mánaðar, byggt á athugunum í Reykjavík, á Akureyri, í Akurnesi, í Keflavík og á Hveravöllum. Niðurstöður mælinga á mönnuðum stöðvum eru birtar í tímaritinu Veðráttan 1924-1997. Hér á vef Veðurstofunnar eru meðaltalstöflur þar sem skoða má tímaraðir fyrir valdar veðurstöðvar, bæði mánaðargildi og ársgildi, en upplýsingarnar eru útdráttur úr Veðráttunni.

Forverar Veðráttunnar voru Íslensk veðurfarsbók, sem kom út á árunum 1920-1923, og Meteorologisk aarbog, II del. Færøerne, Island, Grønland og Vestindien, sem gefin var út af dönsku veðurstofunni - Danmarks Meteorologiske Institut 1873-1919.

Ofanflóðahættumat

Á vefsíðu ofanflóða er að finna útgefnar skýrslur og aðrar upplýsingar um hættumat fyrir þéttbýlisstaði sem búa við snjóflóðahættu.


Nýjar fréttir

Saman erum við sterkari

Saman erum við sterkari. Kynningarfundur um samstarf HÍ og Veðurstofu Íslands í þágu

rannsókna, uppbyggingar rannsóknainnviða og vöktunar náttúruvár. Samstarf stofnananna gegnir mikilvægu hlutverki í að efla vísindalega þekkingu, styrkja viðbúnaðargetu samfélagsins.

Lesa meira

Veðursjá á Bjólfi tímabundið óvirk

Veðursjá Veðurstofu Íslands á Bjólfi ofan Seyðisfjarðar á Austurlandi er tímabundið óvirk vegna bilunar.

Beðið er eftir varahlutum sem berast undir lok þessarar viku og er því gert ráð fyrir því að hægt verði að gera við stöðina í næstu viku.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2025

Desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið. Nýtt desemberhámarkshitamet var sett þegar hiti mældist 19,8 stig á Seyðisfirði seint á aðfangadagskvöld.  

Lesa meira

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan að kvikusöfnun er til staðar eru áfram auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Óvissan um tímasetningu miðað við hraða kvikusöfnunar núna hleypur á nokkrum mánuðum.

Lesa meira

Glitský yfir Skagafirði — vetrarlegt háloftafyrirbæri

Glitský eru ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu, að jafnaði í um 15 - 30 km hæð. Þau sjást helst um miðjan vetur, við sólarlag eða sólarupprás þegar sólin skín upp á skýin þótt annars sé rökkur eða jafnvel myrkur við jörðu. Litadýrðin minnir á perlumóður, það er að segja lagið sem sést innan á sumum skeljum, og víða eru þau því nefnd perlumóðurský. Enska heitið „nacreous clouds“ merkir einmitt perlumóðurský. Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica