Greinar
svarthvít ljósmynd af sveitabæ og mælaskýli
Síðumúli í Hvítársíðu hinn 8. júlí 1958.

Síðumúli

Stutt saga stöðvarinnar

Trausti Jónsson 26.10.2009

Veðurskeytastöð var sett á laggirnar í Síðumúla í Hvítársíðu í Borgarfirði í ágúst 1934 og var athugað þar samfellt þar til í apríl 1986 eða í tæp 52 ár. Þegar Síðumúlastöðin byrjaði höfðu athuganir verið gerðar á Hvanneyri frá 1923. Danska veðurstofan lét gera athuganir á Gilsbakka í Hvítársíðu á árunum 1887 til 1912, en mjög mikið vantar í þær mælingar.

Allt fram til 1958 voru aðalathugunartímar kl. 9 og 18 (miðað við núverandi klukku, 8 og 17 að þáverandi miðtíma. Sumurin 1948 og 1949 var einnig athugað kl. 6 að morgni (vegna flugsamgangna). Í janúar 1937 til og með september 1944 var athugað kl. 13 og frá og með október sama ár færðist sú athugun til kl. 12. Vorið 1948 var farið að athuga kl. 15 og í janúar 1958 bættist athugun kl. 21 við.

Á árunum 1955 til 1960 voru reikningar á hitameðaltölum samræmdir á veðurstöðvum landsins. Tvær formúlur voru teknar upp í stað þeirra eldri, önnur notar athuganir kl. 9 og kl. 21, en hin athuganir kl. 9 og 18. Smám saman var stefnt að því útrýma þeirri síðarnefndu og var athugun kl. 21 tekin upp í Síðumúla af þessum ástæðum. Í ljós hefur komið að sú aðferð að nota athugunartímana kl. 9 og 18 er síður heppileg en sú sem notar hitamælingar kl. 9 og 21.

Á árinu 1958 var skipt um mæliskýli í Síðumúla, fríttstandandi skýli kom í stað veggskýlis. Samanburðarmælingar voru gerðar á skýlunum tveimur um eins árs skeið. Þá kom í ljós að veggskýlið var hlýrra en það fríttstandandi að sumarlagi, en munurinn var lítill að vetri til.

Apríl - ágúst: Mínustölur tákna að hlýrra var í veggskýlinu

klukkan 9 12 15 18 21
meðalmun °C -0,3 -0,3 -0,3 -0,5 -0,4
staðalfráv °C 0,3 0,3 0,4 0,7 0,5

September til mars: Mínustölur tákna að hlýrra var í veggskýlinu

klukkan 9 12 15 18 21
meðalmun °C 0,1 0,0 0,0 0,1 0,2
staðalfráv °C 0,4 0,3 0,3 0,3 0,3

Munurinn á skýlunum var mestur í léttskýjuðu veðri, en minni eftir því sem skýjahula var meiri.

Apríl - ágúst (kl.18): Mínustölur tákna að hlýrra var í veggskýlinu

skýjahula 0/8 - 3/8 4/8 - 6/8 7/8 8/8
meðalmunur °C -1,0 -0,8 -0,5 -0,3
staðalfrávik °C 0,7 0,8 0,5 0,5
fjöldi athugana 25 27 37 64

Samræmis vegna verður því að lækka áður birt meðaltöl fyrir stöðina um 0,3 stig á tímabilinu apríl til október. Samræming eldri og nýrri reikniaðferða leiðir einnig til lítilsháttar viðbótarlækkunar á sumarhita frá útgefnum tölum, en lítilsháttar hækkunar á vetrarhita.

Andrés Eyjólfsson var í upphafi skráður athugunarmaður, en Ingibjörg Guðmundsdóttir tók strax við og athugaði allt til 1969, en þá fór Ingibjörg Andrésdóttir að athuga. Þær höfðu báðar fyrir reglu að skrá athugasemdir um tíðarfar hvers mánaðar í skýrslubókina. Þessar athugasemdir má lesa í sérstöku skjali (pdf 1,1 Mb) hér á vefnum.

Lesa má um almennar niðurstöður á samanburðarmælingum hitamælaskýla á Norðurlöndum í grein eftir Nordli og félaga.

Nordli, P.Ø., H. Alexandersson, P. Frich, E.J. Førland, R. Heino, T. Jónsson, H. Tuomenvirta and O.E. Tveito, 1997. The effect of radiation screens on Nordic time series of mean temperature. International J. of Climatology, Vol.17 1667-1681

Nokkur meðaltöl fyrir Síðumúla:

Meðalhiti °C

Meðalhiti jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des ár
1931-1960 -1,7 -1,8 0,0 1,4 5,7 8,8 10,4 9,5 7,6 3,7 1,1 -0,7 3,66
1961-1990 -2,1 -1,3 -1,2 1,6 5,2 8,4 10,0 9,5 6,1 3,0 -0,4 -1,9 3,08

Meðalúrkoma (mm)

Meðalúrkoma jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des ár
1931-1960 60 58 57 52 38 45 52 65 73 88 72 60 720
1961-1990 65,6 63,2 64,5 49,6 35,6 53,1 63,5 59,5 65,2 81,4 60,9 75,5 737,6
1971-2000 68,9 74,2 68,9 54,0 39,5 54,6 64,3 67,4 66,0 76,7 65,5 73,2 773,1
Hámark 24 klst 40,6 94,8 49,0 31,8 25,6 27,2 61,1 35,9 40,7 59,5 38,5 43,6 94,8

Ýmis meðaltöl 1949 til 1986

Fjöldi daga jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des ár
Þokudagar 0,4 0,4 0,5 0,6 0,8 0,7 1,3 0,5 0,5 0,2 0,7 0,4 6,5
Úrkomudagar 16,6 15,4 16,6 15,7 13,4 15,4 16,4 15,7 16,4 17,5 16,1 17,0 175,6
Úrk>1mm 11,3 10,4 11,4 10,5 8,0 10,5 11,2 10,4 11,2 12,5 10,9 11,7 118,7
Snjókomudagar 11,3 10,2 10,3 6,7 1,8 0,1 0,0 0,0 0,8 3,7 7,7 12,2 53,5
Frostdagar 24,5 21,2 21,3 15,6 7,9 0,7 0,0 0,3 3,9 11,7 19,9 24,6 127,1
Léttskýjað 2,6 2,1 2,2 1,3 1,6 1,5 1,4 1,4 1,5 1,7 1,9 2,4 19,1
Alskýjað 18,2 19,0 19,4 19,9 19,0 20,3 20,9 21,0 20,0 21,2 18,7 18,7 218,0
Þrumuveður 0,00 0,05 0,03 0,00 0,05 0,05 0,22 0,05 0,00 0,03 0,03 0,06 0,57

Fjöldi daga

Fjöldi daga jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des ár
Þokudagar 0,4 0,4 0,5 0,6 0,8 0,7 1,3 0,5 0,5 0,2 0,7 0,4 6,5
Úrkomudagar 16,6 15,4 16,6 15,7 13,4 15,4 16,4 15,7 16,4 17,5 16,1 17,0 175,6
Úrk>1mm 11,3 10,4 11,4 10,5 8,0 10,5 11,2 10,4 11,2 12,5 10,9 11,7 118,7
Snjókomudagar 11,3 10,2 10,3 6,7 1,8 0,1 0,0 0,0 0,8 3,7 7,7 12,2 53,5
Frostdagar 24,5 21,2 21,3 15,6 7,9 0,7 0,0 0,3 3,9 11,7 19,9 24,6 127,1
Léttskýjað 2,6 2,1 2,2 1,3 1,6 1,5 1,4 1,4 1,5 1,7 1,9 2,4 19,1
Alskýjað 18,2 19,0 19,4 19,9 19,0 20,3 20,9 21,0 20,0 21,2 18,7 18,7 218,0
Þrumuveður 0,00 0,05 0,03 0,00 0,05 0,05 0,22 0,05 0,00 0,03 0,03 0,06 0,57

Fjöldi daga

Snjór jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des ár
alhvítir dagar 16,9 14,1 14,5 6,1 0,5 0,0 0,0 0,0 0,1 2,4 11,0 15,7 64,4
alauðir dagar 2,0 3,6 2,9 12,1 28,7 30,0 31,0 31,0 29,4 24,3 10,3 3,1 206,4
Snjóhula (%) jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des
snjh 74,1 68,6 68,8 39,9 4,6 0,0 0,0 0,0 1,1 14,7 51,1 70,4


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica