Greinar

Leiðbeiningar með norðurljósasíðum

Virkni, birtustig og skýjahula

Jóhanna M. Thorlacius 25.9.2012

Norðurljósasíður gefa upplýsingar um virkni norðurljósa, birtustig og skýjahulu, fyrst og fremst nú í kvöld en einnig nokkra daga fram í tímann. Í hvaða röð er best að skoða upplýsingarnar og hverjar líkurnar eru á að sjá norðurljós og hvar?

Kortið sýnir spá um skýjahulu á Íslandi.  Græn svæði eru skýjuð og hvít svæði heiðskír.  Hægt er að velja nokkra daga fram í tímann með því að draga til sleðann undir kortinu. Glugginn til hægri, sem sýnir hversu mikil norðurljósavirknin verður, breytist í samræmi við það.

Skýjahulan skiptir mestu máli. Sé spáð léttskýjuðu kvöldi er litið á gluggann "Spá um norðurljós" til að sjá hvort von er á einhverri norðurljósavirkni það kvöld og fram eftir nóttu. Jafnvel annað stig, lítil virkni, gefur von um norðurljós.

Norðurljósavirknin er hér gefin upp á Kp-kvarða, frá 0 til 9, sem lýsir styrk segulsviðstruflana á jörðinni. Algengast er að gildið sé 0-3 og mjög sjaldgæft að það nái efstu tölunum. Nákvæma skýringu á kvarðanum má lesa í fróðleiksgrein.

Tímasetningar fyrir sólargang og tungl eiga við Reykjavík en litlu munar fyrir aðra landshluta. Fyrir staði austar á landinu færist tíminn fram, t.d. um haust og vor eru tímasetningar um 15 mínútum fyrr á Akureyri og 30 mínútum fyrr á Egilsstöðum.

Skýjahuluspáin byggir á evrópsku líkani. Nokkru getur munað á því og almennri skýjahuluspá sem byggist á norrænu líkani.

Ítarefni má finna í hólfinu Tengt efni neðst til hægri á norðurljósasíðum. Þar skal sérstaklega bent á tvær efstu greinarnar, Segulsvið jarðar og norðurljós og Geimveðurspá.

Úr Flatey
Silfurgarðurinn í Flatey á Breiðafirði undir norðurljósum hinn 23. sept. 2013 kl. 22:39. Myndin er tekin með nokkuð löngum lýsingartíma því þarna er orðið aldimmt fyrir utan tunglsljós. Vegna lýsingartímans virðast stjörnurnar heldur skærar. Ljósmynd: Þórður Arason.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica