Greinar
Skipting gulfuhvolfs jarðar, skýringarmynd
Gufuhvolf jarðar.

Gufuhvolf jarðar

Sigrún Karlsdóttir 8.1.2007

Veðrahvolf

Gufuhvolfi jarðar er skipt í mismunandi hvolf. Það hvolf sem er næst jörðu nefnist veðrahvolf (troposphere). Nær það frá yfirborði jarðar upp í 10-17 km hæð. Veðrahvolfið inniheldur 80% af loftmagni andrúmsloftsins og þar af leiðir að fjöldi agna og sameinda er mikill. Eins og nafnið bendir til verður veðrið til í þessu hvolfi og myndun skýja, úrkomu og hreyfikerfa, eins og hæða og lægða, á sér stað.

Heiðhvolf

Næsta hvolf fyrir ofan veðrahvolfið er hið svokallaða heiðhvolf (stratosphere) og nær það frá 10-17 km hæð í um 50 km hæð yfir jörðu. Í heiðhvolfinu hækkar hitastig með hæð og þar af leiðir að loft er mjög stöðugt í þessu hvolfi.

Miðhvolf

Miðhvolfið (mesosphere) er næst heiðhvolfinu og nær upp í 80 km hæð. Í neðri hluta þess er fremur hlýtt og stafar það af geislanámi útfjólublárrar geislunar sem aftur veldur myndun ósons. Hámarksmagn ósons er þó nær yfirborði jarðar, í heiðhvolfinu, eins og fyrr segir.

Hitahvolf

Hitahvolf (thermosphere) tekur við af miðhvolfi og nær til ystu marka lofthjúpsins. Þar taka sameindir loftsins að klofna fyrir áhrif röntgen- og útfjólublárrar geislunar. Nokkur rafmögnuð lög eru í hvolfinu og hafa þau mikla þýðingu því að þau endurvarpa útvarpsbylgjum. Bylgjustyttri geislar komast óhindrað gegnum þau. Þessi rafmögnuðu lög gera útvarp yfir langar vegalengdir mögulegt. Í samræmi við þetta er hvolfið einnig nefnt fareindahvolf (ionosphere).Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica