Norðan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-23 suðaustantil. Él eða skafrenningur á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt léttskýjað.
Dregur úr vindi og úrkomu seint í kvöld og nótt, norðan 8-13 og stöku él austantil á morgun, en annars mun hægara og bjart með köflum. Suðvestan 5-10 og dálítil rigning eða slydda á Vestfjörðum annað kvöld, en léttir til fyrir austan.
Hiti 1 til 6 stig að deginum, en víða vægt frost í nótt.
Spá gerð 22.10.2025 03:43
Búast má við norðanhvassviðri eða -stormi og hríð á austanverðu landinu fram á nótt.
Sjá veðurviðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 22.10.2025 03:43
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
4,5 | 20. okt. 10:51:22 | Yfirfarinn | 8,5 km ANA af Goðabungu |
3,6 | 20. okt. 12:12:57 | Yfirfarinn | 8,3 km N af Hábungu |
3,4 | 20. okt. 10:31:30 | Yfirfarinn | 8,8 km ANA af Goðabungu |
Dregið hefur verulega úr virkni í Mýrdalsjökull eftir miðnætti. Tæplega 20 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, sá stærsti M2,3 að stærð. Alls hafa rúmlega 60 skjálftar mælst í þessi hrina.
Í gær, þann 20. óktóber, um kl. 10:30 hófst kröftug hrina jarðskjálfa í Mýrdalsjökli. Fjórir skjálftar yfir 3 að stærð mældust. Stærsti skjálftinn varð kl. 10:51 og mældist 4,4 að stærð og hefur ekki mælst stærri skjálfti í Mýrdalsjökli síðan í maí 202,3 en sá mældist 4,8 að stærð. Í júní sama ár varð svipaður atburður þar sem nokkrir skjálftar yfir 3 að stærð mældust. Síðast varð skjálfti yfir 3 að stærð á þesum slóðum þann 3. Október sl. Engar breytingar sjást á leiðni eða vatnshæð í ám sem renna frá Mýrdalsjökli.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 21. okt. 14:25
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 17. okt. 17:36
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | þri. 21. okt. | mið. 22. okt. | fim. 23. okt. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Veðurstofan tekur þátt í 1,4 milljarða samstarfsverkefni sem eflir íslenska gervigreindarinnviði og tengir Ísland við eina öflugustu ofurtölvu Evrópu. Verkefnið styður þróun gagnadrifinna lausna í loftslags- og náttúruvárgreiningu.
Lesa meiraJarðskjálftavirkni hefur verið samfelld við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu frá haustinu 2024. Nýjustu skjálftarnir mældust í hrinu 2. október 2025, þar sem stærsti skjálftinn var 3,5 að stærð og fannst víða á Mýrum og í Borgarfirði. Mælingar benda til kvikusöfnunar á 15–20 km dýpi, en engin merki hafa komið fram um að kvika sé á leið til yfirborðs. Hér er tekið saman yfirlit um virknina hingað til, niðurstöður mælinga og mögulegar sviðsmyndir um framhaldið.
Lesa meiraSeptember var hlýr á landinu öllu. Austan- og suðaustanáttir voru ríkjandi í mánuðinum. Sérlega úrkomusamt var á Austfjörðum og á Ströndum og þar var mánuðurinn víða með blautari septembermánuðum sem vitað er um.
Lesa meiraFyrsta grein af nokkrum sem fjalla um fellibylji. Hér má finna lista með íslenskum þýðingum helstu hugtaka sem koma við sögu í fellibyljafréttum.
Lesa meira