Norðan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-23 suðaustantil. Él norðanlands, og snjókoma eða slydda á Austurlandi, en þurrt að mestu sunnan heiða. Hiti kringum frostmark að deginum.
Norðan 5-15 á morgun og bjart með köflum, en dálítil él á norðaustanverðu landinu fram eftir degi. Lægir eftir hádegi. Hiti breytist lítið. Þykknar upp og hlýnar vestanlands annað kvöld.
Spá gerð 22.10.2025 10:04
Hvöss norðanátt á Suðaustur- og Austurlandi í dag og sums staðar hríð. Sjá viðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 22.10.2025 10:04
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
4,5 | 20. okt. 10:51:22 | Yfirfarinn | 8,5 km ANA af Goðabungu |
3,6 | 20. okt. 12:12:57 | Yfirfarinn | 8,3 km N af Hábungu |
3,4 | 20. okt. 10:31:30 | Yfirfarinn | 8,8 km ANA af Goðabungu |
Um kl. 04:50 í morgun mældist skjálfti af stærð 3,1 vestur af Kleifarvatni, í Móhálsadal. Eftirskjálftavirkni er enn í gangi en sá stærsti mældist 2,4 að stærð. Engar tilkynningar hafa borist að skjálftinn hafi fundist í byggð.
Þann 20. október, um kl. 10:30 hófst kröftug hrina jarðskjálfa í Mýrdalsjökli. Fjórir skjálftar yfir 3 að stærð mældust. Stærsti skjálftinn varð kl. 10:51 og mældist 4,4 að stærð og hefur ekki mælst stærri skjálfti í Mýrdalsjökli síðan í maí 2023 en sá mældist 4,8 að stærð. Í júní sama ár varð svipaður atburður þar sem nokkrir skjálftar yfir 3 að stærð mældust. Síðast varð skjálfti yfir 3 að stærð á þesum slóðum þann 3. Október sl. Alls hafa rúmlega 60 skjálftar mælst í þessari hrinu, en dregið hefur verulega úr virkninni.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 22. okt. 05:41
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 17. okt. 17:36
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | þri. 21. okt. | mið. 22. okt. | fim. 23. okt. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Veðurstofan tekur þátt í 1,4 milljarða samstarfsverkefni sem eflir íslenska gervigreindarinnviði og tengir Ísland við eina öflugustu ofurtölvu Evrópu. Verkefnið styður þróun gagnadrifinna lausna í loftslags- og náttúruvárgreiningu.
Lesa meiraJarðskjálftavirkni hefur verið samfelld við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu frá haustinu 2024. Nýjustu skjálftarnir mældust í hrinu 2. október 2025, þar sem stærsti skjálftinn var 3,5 að stærð og fannst víða á Mýrum og í Borgarfirði. Mælingar benda til kvikusöfnunar á 15–20 km dýpi, en engin merki hafa komið fram um að kvika sé á leið til yfirborðs. Hér er tekið saman yfirlit um virknina hingað til, niðurstöður mælinga og mögulegar sviðsmyndir um framhaldið.
Lesa meiraSeptember var hlýr á landinu öllu. Austan- og suðaustanáttir voru ríkjandi í mánuðinum. Sérlega úrkomusamt var á Austfjörðum og á Ströndum og þar var mánuðurinn víða með blautari septembermánuðum sem vitað er um.
Lesa meiraÞokubogi, eða hvítur regnbogi, líkist hefðbundnum regnboga að því leyti að hann sést við ljósbrot sólgeislunar í dropum í lofti, en í mun minni dropum.
Líkt og fyrir regnboga þarf sólin að skína í bak áhorfandans svo þokubogi myndist en í stað þess að ljósbrotið sé í regndropum, og litir regnbogans birtist áhorfanda, verður ljósbrotið í skýjadropum.