Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðvestan og vestan 5-13 m/s síðdegis og dálítil rigning eða súld, en hægari vindur og skúradembur austantil á landinu. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Víða norðvestan 5-13 á morgun. Súld eða rigning á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu sunnan heiða. Hiti frá 7 stigum við norðurströndina, að 19 stigum á Suðurlandi. Lægir og styttir upp annað kvöld.

Spá gerð 26.07.2025 10:38

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni - 24.7.2025

Uppfært kl. 11:30, 25. júlí

Gosvirkni hefur dregist saman en hraun heldur áfram að renna til austurs og suðausturs frá megingígnum. Hraunið þykknar og ofan á því hefur myndast þunn skel sem getur brostið án fyrirvara og valdið snöggri framrás. Því er brýnt að fara ekki of nærri hrauninu og mikilvægt að dvöl gesta í námunda við hraunið taki mið af þessari hættu.

Lesa meira

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm - 22.7.2025

Vatnshæð og rafleiðni hafa farið lækkandi síðasta sólahring og nálgast nú eðlileg gildi í vöktunarmæli Veðurstofunnar í Skálm við þjóðveg. Jarðskjálftamælar á jökulskerjum í Mýrdalsjökli sýna einnig greinilega lækkun í óróa síðasta sólahring. Á vefmyndavél á Rjúpnafelli sést að töluvert hefur dregið úr vatnsmagni í Leirá Syðri frá því í gær. Þessi gögn gefa því til kynna að jökulhlaupinu sé að ljúka. 


Lesa meira

Miklar þrumur og eldingar á Norðvesturlandi og Vestfjörðum - 16.7.2025

Miklar þrumur og eldingar hófust klukkan 7:41 við Húsafell og breiddust hratt yfir norðvesturhluta landsins og Vestfirði. Klukkan 10:30 höfðu mælst yfir 400 eldingar.

Is_1d-1-1-

Lesa meira
Oskar

Kveðja til Óskars J. Sigurðssonar - 15.7.2025

Óskar Jakob Sigurðsson helgaði nær allt sitt líf veðurathugunum og mengunarmælingum á Stórhöfða. Hann hóf störf árið 1952 og vann af trúmennsku og þrautseigju í yfir sex áratugi við erfiðar aðstæður þar sem stormar voru tíðir og strangir. Óskar hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og við minnumst hans með þökk og virðingu.

Lesa meira

Áframhaldandi landris í Svartsengi - 15.7.2025

Uppfært 15. júlí 2025 

Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Um 10 smáskjálftar mælast að jafnaði á dag, flestir norðan við Grindavík og suður af Stóra Skógfelli. Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.

Ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til að endurskoða hættumat. Ef kvikusöfnun heldur áfram gætu líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu.


Lesa meira

Hiti yfir 29 gráður á Hjarðarlandi – met féllu víða um land - 14.7.2025

Sérlega hlýtt var víða um land í dag og dagshitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Hæsti hiti dagsins mældist á Hjarðarlandi, 29,5°C, sem er nýtt staðarmet. Í Reykjavík fór hitinn í fyrsta sinn á þessu ári yfir 21 gráðu. Á stöðum eins og Þingvöllum, Skálholti, Kálfhóli og Bræðratunguvegi fór hitinn yfir 28°C, sem er óvenjulegt jafnvel að sumri. Á sumum stöðvum var nýja metið meira en 8°C hærra en það fyrra.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

hnötturinn skyggður að hálfu

Haustjafndægur 2010

Jafndægur eru tvisvar á ári. Þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar og stefna frá miðju jarðar í sólmiðju hornrétt á snúningsás jarðar. Þessi atburður verður á tilteknu augnabliki innan dagsins. Haustjafndægur 2010 eru 23. september kl. 03:09.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica