Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt vestantil og síðdegiskúrir. Austlæg átt 8-18 m/s austantil og talsverð eða mikil rigning á Austfjörðum og Suðausturlandi fram til morguns. Rigning með köflum norðaustantil.

Suðaustan 10-18 austantil á morgun, en suðvestan 8-15 vestantil. Hægari síðdegis. Rigning með köflum eða skúrir, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi annað kvöld.
Hiti 6 til 16 stig, svalast á Vestfjörðum.

Spá gerð 08.09.2025 15:28

Athugasemd veðurfræðings

Talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi mun valda vatnavöxtum á svæðinu, sýnið varúð. Sjá viðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 08.09.2025 15:28

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Hópur á svölum Veðurstofu Íslands.

MEDiate verkefnið á lokametrunum – alþjóðlegt samstarf um áhættustjórnun náttúruvár - 8.9.2025

Evrópska rannsóknarverkefnið MEDiate er komið á lokametrana eftir þriggja ára samstarf 18 aðila frá sjö Evrópulöndum. Verkefnið miðar að því að þróa nýjar aðferðir til áhættustjórnunar vegna náttúruvár og var nýlega haldin vinnustofa á Veðurstofu Íslands með fulltrúum frá íslenskum og breskum þróunarhópum.

Lesa meira

Talsverð óvissa um tímasetningu á næsta mögulega gosi á Sundhnúksgígaröðinni - 4.9.2025

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram og nú er talið að safnast hafi 6–7 milljón rúmmetrar af kviku frá síðasta gosi. Óvissan er þó mikil, þar sem bæði magn kviku og lengd kvikusöfnunartímabila hafa verið breytileg í fyrri gosum. Vöktun og viðbragð miðast við að gos geti hafist hvenær sem er og fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur. Nýtt hættumat gildir til 16. september og er áfram talin nokkur hætta á og við nýju hraunbreiðuna. Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2025 - 3.9.2025

Ágúst var hlýr, þá sérstaklega síðari hluti mánaðarins. Að tiltölu var hlýjast inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Hæsti hiti mánaðarins mældist 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli þ. 16. og er það hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í ágúst. Talsvert hvassviðri var á sunnan- og vestanverðu landinu um verslunarmannahelgina.

Lesa meira

Minnkandi skriðuhætta og skúrir - 2.9.2025

Úrkoma hefur minnkað á Austfjörðum eftir tvo úrkomusama daga og engar fregnir hafa borist af skriðuföllum. Sjatnað hefur í lækjum og ám og spáð er skúrum næstu daga en ekki samfelldri úrkomu. Með minnkandi vatni í jarðvegi dregur úr skriðuhættu, þótt líkur á skriðuföllum fylgi áfram úrkomu víða um land.

Lesa meira

Tíðarfar það sem af er ári: Hlýindi, met og sögulegar hitatölur - 26.8.2025

Árið 2025 hefur hingað til einkennst af sögulegum hlýindum og nýjum hitametum. Maí var sá hlýjasti frá upphafi mælinga með tíu daga hitabylgju og nýtt landsmet, 26,6°C á Egilsstaðaflugvelli. Vorið var jafnframt það hlýjasta sem skráð hefur verið og júlí jafnaði metið frá 1933 sem hlýjasti júlí á landsvísu. Í ágúst mældist 29,8°C á Egilsstaðaflugvelli sem er hæsti hiti á landinu í nærri 80 ár og fyrstu sjö mánuðir ársins í Stykkishólmi voru þeir hlýjustu í 180 ára sögu mælinga þar í bæ. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna, fer yfir helstu tíðindi á árinu hingað til. Lesa meira

Jökulhlaupinu úr Hafrafellslóni að ljúka - 25.8.2025

Jökulhlaupinu úr Hafrafellslóni, sem hófst 20. ágúst er að ljúka. Vatnshæð og rennsli í Hvítá eru orðin svipuð og fyrir hlaupið. Aðfararnótt sunnudags mældust tveir toppar á vatnshæð í Hvítá ofan Húsafells, með nokkurra klukkustunda millibili. Þeir marka hámark hlaupsins. Rennsli í Hvítá við mælistaðinn Kljáfoss, um 30 km neðan við Húsafell, náði hámarki snemma á sunnudagsmorgun. Það mældist 260 m³/s, sem er svipað og í hlaupinu í ágúst 2020 og er um þrefalt meira en grunnrennsli á þessum árstíma. Frá því í gærmorgun hefur jafnt og þétt dregið úr rennsli í ánni.  

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

fellibylurinn Ellen 20. september 1973

Fellibyljir 1

Fyrsta grein af nokkrum sem fjalla um fellibylji. Hér má finna lista með íslenskum þýðingum helstu hugtaka sem koma við sögu í fellibyljafréttum.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica