Suðlæg átt 3-8 m/s og skúrir, en snýst í norðaustanátt og léttir til í kvöld. Hiti 10 til 12 stig.
Norðvestan 3-8 og léttskýjað á morgun. Hiti 12 til 16 stig.
Spá gerð: 12.08.2025 09:14. Gildir til: 14.08.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt 5-10 m/s og rigning með köflum, en lengst af þurrt sunnanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.
Á föstudag:
Suðvestan 8-15 og rigning, en talsverð úrkoma um tíma vestan- og norðanlands. Úrkomuminna suðaustantil. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast austanlands.
Á laugardag:
Suðvestan 8-15 og rigning með köflum á norðan- og vestanverðu landinu, en þurrt að mestu suðaustantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast eystra.
Á sunnudag:
Vestan- og suðvestanátt og rigning eða súld, en lengst af þurrt sunnan- og austanlands. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Útlit fyrir vestlæga átt. Allvíða dálítil væta, en styttir upp síðdegis. Hiti 12 til 17 stig.
Spá gerð: 12.08.2025 08:22. Gildir til: 19.08.2025 12:00.