Hæg norðlæg eða breytileg átt og allvíða þokuloft, en rofar til seinnipartinn. Hiti 9 til 14 stig. Dálítil væta á morgun og gengur í norðaustan 5-13 eftir hádegi.
Spá gerð: 29.08.2025 09:56. Gildir til: 31.08.2025 00:00.
Á sunnudag:
Norðan 5-13 m/s og súld eða rigning með köflum, en þurrt um landið suðvestanvert. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast sunnantil.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðaustan og norðan 5-13 og rigning eða súld með köflum. Þurrt að mestu suðvestanlands, en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Breytileg átt og lítilsháttar væta, en þurrt vestanlands. Vaxandi sunnanátt um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt og rigning með köflum, en þurrt og bjart norðaustantil. Milt í veðri.
Spá gerð: 29.08.2025 08:36. Gildir til: 05.09.2025 12:00.