Drangsnes

Drangsnes

Hættumat var staðfest af umhverfisráðherra 21. desember 2009

Hættumat vegna ofanflóða á Drangsnesi við Steingrímsfjörð var unnið af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Kaldrananeshrepps. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í samræmi við 3. gr. reglugerðar 505/2000 með breytingum í reglugerð 495/2007 um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða.

Vinna við hættumat fyrir Drangsnes hófst á Veðurstofunni árið 2008 og vettvangskönnun fór fram í febrúar það ár og í júní 2009. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar með opnu húsi 15. september 2009 og lágu síðan frammi til kynningar á skrifstofu Kaldrananeshrepps til 21. október 2009, sbr. 5. gr. framannefndrar reglugerðar, jafnframt því að vera aðgengilegt á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Engar athugasemdir bárust við hættumatið.

Matsvinna

  • Tómas Jóhannesson (verkefnisstjóri), jarðeðlisfræðingur.
  • Jón Gunnar Egilsson, tæknifræðingur.
  • Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur.

Hættumatsnefnd Kaldrananeshrepps

  • Gunnar Guðni Tómasson (formaður), forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
  • Jón Hörður Elíasson, rekstrarstjóri, Drangsnesi.
  • Halldór Höskuldsson, stýrimaður, Drangsnesi.
  • Snjólfur Ólafsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi.


Hættumatskort (VÍ 2009) (pdf 1,2 Mb)


Mat á hættu vegna ofanflóða á Drangsnesi (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Kaldrananeshrepps, 2009) (pdf 3,2 Mb)


Hættumat fyrir Drangsnes. Greinargerð með hættumatskorti (Veðurstofa Íslands og hættumatsnefnd Kaldrananeshrepps, 2009) (pdf 5,8 Mb)

 

Hættumat vegna snjóflóða úr lágum brekkumAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica