Stöðvarfjörður
Hættumat var staðfest af umhverfisráðherra 14. maí 2024
Hættumat vegna ofanflóða á Stöðvarfirði var unnið af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Stöðvarfjarðar. Umhverfissráðherra skipaði nefndina 7. júlí 2021 í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða.
Vinna við hættumatið hófst vorið 2022 með öflun gagna og gerð líkanreikninga. Vettvangskönnun fór fram í september það ár.
Hættumatsnefnd Stöðvarfjarðar kynnti tillögu að ofanflóðahættumati fyrir Stöðvarfjörð með opnu húsi í grunnskólanum á Stöðvarfirði 5. október 2023 og jafnframt var bæklingi dreift í öll hús í bænum með helstu niðurstöðum hættumatsins. Á fundinum og við nánari eftirgrennslan eftir hann komu fram nýjar upplýsingar um eitt krapaflóð í Einarsstaðaá ytri og tvær skriður ofan Borgargerðis. Hættumatið var endurskoðað með tilliti til þessa og var endurskoðað hættumat auglýst. Ekki bárust athugasemdir vegna þess.
Hættumatið var staðfest af umhverfisráðherra 14. maí 2024.
Matsvinna
- Þorbjörg Sigfúsdóttir, jarðfræðingur.
- Magni Hreinn Jónsson (verkefnisstjóri), verkfræðingur.
Hættumatsnefnd Stöðvarfjarðar
- Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, formaður.
- Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir, prófessor NTNU, Noregi.
- Marinó Stefánsson, verkefnastjóri hjá FSRE.
- Þuríður Lillý Sigurðardóttir, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Fjarðabyggðar.
Skýrslur og kort
Skjöl eru vistuð á pdf-formi.
Hættumatskort (VÍ 2024)
Mat á hættu vegna ofanflóða á Stöðvarfirði (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Stöðvarfjarðar, 2023) (pdf 1,7 Mb)
Ofanflóðahættumat fyrir Stöðvarfjörð. Greinargerð með hættumatskorti (Veðurstofa Íslands og hættumatsnefnd Stöðvarfjarðar , 2023) (pdf 9.4 Mb)