Seyðisfjörður

Seyðisfjörður

Hættumatið var staðfest af umhverfisráðherra 5. júlí 2002

Hættumat vegna ofanflóða á Seyðisfirði var unnið af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í febrúar 2001 í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.

Vinna við hættumat fyrir Seyðisfjörð hófst formlega 1999 og byggði á fyrri rannsóknum frá árunum 1997-1998. Vettvangskönnun fór að mestu fram sumarið 2000 en aðstæður voru kannaðar nánar árin 2001 og 2002. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar á opnum borgarafundi 20. mars 2002 og lágu frammi til kynningar í fjórar vikur. Engar athugasemdir bárust.

Matsvinna

 • Þorsteinn Arnalds (verkefnisstjóri), verkfræðingur.
 • Esther Hlíðar Jensen, jarðfræðingur.
 • Hörður Þór Sigurðsson, verkfræðingur.
 • Kristján Ágústsson, jarðeðlisfræðingur.
 • Leah Tracy, verkfræðingur.
 • Siegfried Sauermoser, snjóflóðasérfræðingur.
 • Thomas Sönser, jarðfræðingur.
 • Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur.

Hættumatsnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar

 • Snjólfur Ólafsson (formaður), prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.
 • Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði.
 • Sigurður Jónsson, bæjarverkfræðingur á Seyðisfirði.
 • Gunnar Guðni Tómasson, yfirverkfræðingur á þróunar- og umhverfissviði Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi. Í fellivalsgluggum er hægt að sækja ýmis skjöl og kort er tengjast hættumatinu.


Hættumatskort (VÍ 2002) (pdf 0,7 Mb)


Mat á hættu vegna ofanflóða á Seyðisfirði (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar, 2002) (pdf 0,6 Mb)


Mat á hættu vegna ofanflóða á Seyðisfirði. Greinargerð með hættumatskorti (hættumatsnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar, 2002) (pdf 0,5 Mb)


Hazard zoning for Seyðisfjörður - Technical report (VÍ greinargerð 02010, 2002) (pdf 4,8 Mb)


Results of the 2D avalanche model SAMOS for Seyðisfjörður (VÍ greinargerð 02008, 2002) (pdf 0,05 Mb)


Keyrsluskrár SAMOS líkanreikninga (PowerPoint)


Tilraunahættumat fyrir Seyðisfjörð. Yfirlit norðurhlíðar (VÍ greinargerð 01008, 2001) (pdf 0,2 Mb)


Snjóflóðasaga Seyðisfjarðar (VÍ greinargerð 02009, 2002) (pdf 0,7 Mb)


Veður í aðdraganda snjóflóðahrina á Seyðisfirði (VÍ greinargerð 02006, 2002) (pdf 0,3 Mb)


Process oriented landslide hazard assessment for the south side of Seyðisfjörður (VÍ greinargerð 02003, 2002) (pdf 1,4 Mb)


Hætta á skyndilegu jarðskriði úr brún Þófans á Seyðisfirði (VÍ minnisblað ÚR-EHJ-2002-01) (pdf 0,5 Mb)


Hætta á jarðskriði úr brún Þófans á Seyðisfirði. Samantekt á niðurstöðum mælinga. (VÍ minnisblað ÚR-EHJ-2002-03) (pdf 1,0 Mb)Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica