Seyðisfjörður

Seyðisfjörður

Hættumat vegna ofanflóða á Seyðisfirði frá 2002 var unnið af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats með breytingum í reglugerð nr. 495/2007. Endurskoðun hættumatsins frá 2002 fyrir suðurbæinn og byggðina undir Bjólfi og hættumat fyrir Vestdalseyri, sem kynnt var 2019, var unnin fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar með opnu húsi þann 29. ágúst 2019 og lágu frammi til kynningar á bæjarskrifstofunni og á vef Veðurstofu Íslands í fjórar vikur. Frestur til að koma athugasemdum á framfæri rann út 30. september og engar athugasemdir bárust.

Hættumat 2021

Í kjölfar skriðufalla í desember 2020 er unnið að endurskoðun skriðuhættumats fyrir sunnanverðan Seyðisfjörð

Rituð hafa verið tvö minnisblöð um niðurstöður þessarar endurskoðunar um hættumat á skriðusvæðinu milli Búðarár og Stöðvarlækjar og á nærliggjandi svæðum.
Endurskoðað hættumat fyrir svæðið frá Búðará að Skuldarlæk á Seyðisfirði (minnisblað) (pdf 1,7 Mb)

Bráðabirgðahættumat á áhrifasvæði skriðunnar 18. desember 2020 frá Múla út fyrir Stöðvarlæk (minnisblað) (pdf 5,5 Mb)

Hættumat 2019

Endurskoðað og útvíkkað hættumat var staðfest af umhverfis- og auðlindaráðherra 17. mars 2020

Vinna við rannsóknir á skriðuaðstæðum og endurskoðun hættumats fyrir sunnanverðan Seyðisfjörð hefur staðið síðan skömmu eftir aldamótin 2000 og að henni hafa komið sérfræðingar á nokkrum stofnunum og fyrirtækjum. Tilefni endurskoðunar fyrra mats frá 2002 er annars vegar að jarðfræðirannsóknir á árabilinu 2003–2017 sýna að stórar, forsögulegar skriður hafa fallið yfir svæðið þar sem suðurhluti Seyðisfjarðarbæjar stendur nú, og hins vegar að Seyðisfjarðarbær óskaði eftir nánari greiningu á ofanflóðahættu undir Strandartindi til þess að kanna hvort þar væri unnt að greina milli svæða með mismikilli hættu. Jafnframt þarf að endurskoða snjóflóðahættumat undir Bjólfi eftir að varnargarðar voru reistir á stallinum Brún ofan Kálfabotns á árunum 2003–2004 (sjá að neðan) og meta hættu á svæði við Vestdalseyri vegna skipulagsáforma. Ummerkin um forsögulegu skriðurnar sýna að endurskoða þarf ofanflóðhættumatið frá 2002 undir Neðri-Botnum í suðurhluta bæjarins.

Hættusvæði í suðurbænum undir Neðri-Botnum stækka talsvert frá fyrra mati vegna þess að hætta af völdum stórra skriðna úr þykkum, lausum jarðlögum er metin meiri en áður. Þessi niðurstaða kallar á varnaraðgerðir fyrir íbúðabyggðina og aukna vöktun á skriðuhættu fyrir þetta svæði. Seyðisfjarðarkaupstaður vinnur að undirbúningi varnaraðgerða í samvinnu við Ofanflóðasjóð og innlenda og erlenda sérfræðinga. Forathugun á varnarkostum var unnin á árunum 2015 og 2016 (sjá skýrslu hér að neðan) og hópur sérfræðinga mun halda áfram þessum undirbúningi haustið 2019. 

Skriðuhætta er vöktuð af ofanflóðavakt Veðurstofunnar sem fylgist með veðurspá og úrkomumælingum og er í samráði við athugunarmenn Veðurstofunnar á þeim stöðum sem eru í mestri ofanflóðahættu. Stórar skriður úr Neðri-Botnum falla að öllum líkindum í kjölfar stórrigninga sem koma skýrt fram í veðurmælingum. Rétt er að undirstrika að skriður af þessari stærð eru mjög sjaldgæfar. Slíkar skriður hafa ekki fallið úr Neðri-Botnum frá því land byggðist. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur fylgst sérstaklega með skriðuhættu úr Neðri-Botnum eftir að upplýsingar um hættu á stórum skriðum þaðan komu fram. Gert er ráð fyrir að bæta öryggi íbúa á þessu svæði með eftirliti og rýmingu húsnæðis þegar þörf krefur þangað til gripið hefur verið til varanlegra aðgerða til þess að draga úr þessari hættu.

Matsvinna

  • Sigríður Sif Gylfadóttir (verkefnisstjóri), eðlisfræðingur

  • Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur

  • Árni Hjartarson, jarðfræðingur á ÍSOR

  • Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur
  • Ragnar H. Þrastarson, landfræðingur
  • Hættumatið byggir jafnframt á jarðfræðirannsóknum Óskars Knudsen, Ágústs Guðmundssonar og Guðrúnar Larsen í Seyðisfirði á árunum 2003–20017 (sjá tilvísanir hér að neðan).

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi. Í fellivalsgluggum er hægt að sækja ýmis skjöl og kort er tengjast hættumatinu.

Hættumatskort 1 (VÍ 2019) (pdf 3,4 Mb)

Hættumatskort 2 – Vestdalseyri (VI 2019) (pdf 1,9 Mb)

Ofanflóðahættumat fyrir Seyðisfjörð. Endurskoðun á hættumati fyrir byggðina sunnan Fjarðarár og hættumat fyrir svæði við Vestdalseyri (VÍ skýrsla 2019_010 án korta). (pdf 4,5 Mb)

Ofanflóðahættumat fyrir Seyðisfjörð. Endurskoðun á hættumati fyrir byggðina sunnan Fjarðarár og hættumat fyrir svæði við Vestdalseyri (kort sem fylgja VÍ skýrslu 2019_010). (pdf 23 Mb)

Ýmsar skýrslur með niðurstöðum rannsókna sem liggja hættumatinu til grundvallar og nýlegar skýrslur um varnarkosti.

Hættumat 2011

Vinna við endurskoðun hættumats eftir byggingu varnargarða á Brún í Bjólfi, sem lauk árið 2005, fór fram 2011 en matið var ekki kynnt fyrr en árið 2019.

Matsvinna

  • Tómas Jóhannesson (verkefnisstjóri), jarðeðlisfræðingur
  • Eiríkur Gíslason, verkfræðingur

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi. Í fellivalsgluggum er hægt að sækja ýmis skjöl og kort er tengjast hættumatinu.

Hættumatskort (VÍ 2011) (pdf 2 Mb)

Ofanflóðahættumat fyrir Seyðisfjörð. Endurskoðun á hættumati eftir byggingu varnargarða á Brún í Bjólfi (VÍ skýrsla 2011_003_2019_011) (pdf 2.8 Mb)

Hættumat 2002

Vinna við hættumat fyrir Seyðisfjörð hófst formlega 1999 og byggði á fyrri rannsóknum frá árunum 1997-1998. Vettvangskönnun fór að mestu fram sumarið 2000 en aðstæður voru kannaðar nánar árin 2001 og 2002. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar á opnum borgarafundi 20. mars 2002 og lágu frammi til kynningar í fjórar vikur. Engar athugasemdir bárust.

Hættumatið var staðfest af umhverfisráðherra 5. júlí 2002

Matsvinna

  • Þorsteinn Arnalds (verkefnisstjóri), verkfræðingur.
  • Esther Hlíðar Jensen, jarðfræðingur.
  • Hörður Þór Sigurðsson, verkfræðingur.
  • Kristján Ágústsson, jarðeðlisfræðingur.
  • Leah Tracy, verkfræðingur.
  • Siegfried Sauermoser, snjóflóðasérfræðingur.
  • Thomas Sönser, jarðfræðingur.
  • Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur.

Hættumatsnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar

  • Snjólfur Ólafsson (formaður), prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.
  • Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði.
  • Sigurður Jónsson, bæjarverkfræðingur á Seyðisfirði.
  • Gunnar Guðni Tómasson, yfirverkfræðingur á þróunar- og umhverfissviði Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi. Í fellivalsgluggum er hægt að sækja ýmis skjöl og kort er tengjast hættumatinu.


Hættumatskort (VÍ 2002) (pdf 0,7 Mb)


Mat á hættu vegna ofanflóða á Seyðisfirði (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar, 2002) (pdf 0,6 Mb)


Mat á hættu vegna ofanflóða á Seyðisfirði. Greinargerð með hættumatskorti (hættumatsnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar, 2002) (pdf 0,5 Mb)


Hazard zoning for Seyðisfjörður - Technical report (VÍ greinargerð 02010, 2002) (pdf 4,8 Mb)


Results of the 2D avalanche model SAMOS for Seyðisfjörður (VÍ greinargerð 02008, 2002) (pdf 0,05 Mb)


Keyrsluskrár SAMOS líkanreikninga (PowerPoint)


Tilraunahættumat fyrir Seyðisfjörð. Yfirlit norðurhlíðar (VÍ greinargerð 01008, 2001) (pdf 0,2 Mb)


Snjóflóðasaga Seyðisfjarðar (VÍ greinargerð 02009, 2002) (pdf 0,7 Mb)


Veður í aðdraganda snjóflóðahrina á Seyðisfirði (VÍ greinargerð 02006, 2002) (pdf 0,3 Mb)


Process oriented landslide hazard assessment for the south side of Seyðisfjörður (VÍ greinargerð 02003, 2002) (pdf 1,4 Mb)


Hætta á skyndilegu jarðskriði úr brún Þófans á Seyðisfirði (VÍ minnisblað ÚR-EHJ-2002-01) (pdf 0,5 Mb)


Hætta á jarðskriði úr brún Þófans á Seyðisfirði. Samantekt á niðurstöðum mælinga. (VÍ minnisblað ÚR-EHJ-2002-03) (pdf 1,0 Mb)



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica