Flateyri

Flateyri

Endurskoðun hættumats eftir snjóflóðin í janúar 2020

Eftir snjóflóðin á Flateyri í janúar var ljóst að endurskoða þyrfti hættumat fyrir Flateyri og að ofanflóðahætta þar væri vanmetin. Bæði snjóflóðin fóru að hluta fyrir varnargarðana ofan þorpsins. Flóðið úr Innra-Bæjargili féll á hús við Ólafstún þar sem stúlka grófst í flóðinu en var bjargað. Flóðið úr Skollahvilft rann langt út í höfnina og olli þar mjög miklu tjóni. Talið er að sá hluti flóðanna sem rann yfir varnargarðana hafi verið svokallaður flóðfaldur, sem rennur ofan á fremsta hluta flóðsins með iðuköstum þar sem hraðinn getur verið mun meiri en hraði sjálfs þétta kjarna flóðsins.


Nú liggja fyrir drög að endurskoðuðu hættumati fyrir Flateyri sem kynnt á íbúafundi með Flateyringum og fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í nóvember 2020. Eftir á að rita skýrslu um hættumatið og öðlast það ekki formlegt gildi fyrr en það hefur verið kynnt aftur og staðfest af ráðherra.

Hættumatskort (DRÖG desember 2020) (pdf 0,3 Mb)


Hættumat staðfest af umhverfisráðherra 17. nóvember 2004

Hættumat vegna ofanflóða á Flateyri var unnið af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Ísafjarðarbæjar. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.

Vinna við hættumat fyrir Flateyri hófst 2003 og vettvangskönnun fór fram þá um haustið. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar á opnum borgarafundi 11. maí 2004 og lágu síðan frammi til kynningar í fjórar vikur. Ein athugasemd barst. Megininntak hennar sneri að snjóflóðavarnargörðum sem reistir hafa verið á Flateyri og hvernig hætta er metin neðan þeirra. Einnig voru gerðar almennar athugasemdir við hættumatið og forsendur þess. Fjallað var um athugasemdina í nefndinni og leitað skýringa Veðurstofu Íslands, en ekki þótti tilefni til að endurskoða hættumatið vegna hennar.

Matsvinna

  • Þorsteinn Arnalds (verkefnisstjóri), verkfræðingur
  • Hörður Þór Sigurðsson, verkfræðingur
  • Kristján Ágústsson, jarðeðlisfræðingur
  • Siegfried Sauermoser, snjóflóðasérfræðingur
  • Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur

Hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar

  • Snjólfur Ólafsson (formaður), prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands
  • Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
  • Sigurður Mar Óskarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Ísafjarðarbæjar
  • Gunnar Guðni Tómasson, yfirverkfræðingur á þróunar- og umhverfissviði Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf..

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi. Í fellivalsgluggum er hægt að sækja ýmis skjöl og kort er tengjast hættumatinu.

Hættumatskort (DRÖG desember 2020) (pdf 0,3 Mb)


Hættumatskort (VÍ 2004) (pdf 2,2 Mb)


Mat á hættu vegna ofanflóða á Flateyri (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar, 2004) (pdf 0,3 Mb)


Mat á hættu vegna ofanflóða á Flateyri. Greinargerð með hættumatskorti (hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar, 2004) (pdf 1,2 Mb)


Hættumat fyrir Flateyri (VÍ Greinargerð 04012, 2004) (pdf 1,9 Mb)


Results of the 2D avalanche model SAMOS for Flateyri, Súðavík and Innri_kirkjubólshlíð (VÍ greinargerð 04013, 2004) (pdf 0,04 Mb)


Keyrsluskrár SAMOS líkanreikninga (PowerPoint)


Snjóflóðasaga Flateyrar og Önundarfjarðar (VÍ greinargerð 02036, 2002) (pdf 2,1 Mb)


Veður í aðdraganda snjóflóðahrina á norðanverðum Vestfjörðum (VÍ greinargerð 02019, 2002) (pdf 0,9 Mb)





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica