Aðrir þéttbýlisstaðir
þar sem hætta er talin tiltölulega lítil en samt tilefni til hættumats
Í nokkrum þorpum og bæjum á Íslandi er snjóflóðahætta undir lágum hlíðum og bökkum þar sem upptakasvæði og snjóflóðaaðstæður eru gerólíkar „venjulegum“ snjóflóðafarvegum en ljóst er að snjóflóðahætta er einhver. Undir slíkum hlíðum er ólíklegt að eyðileggingarmáttur snjóflóða
sé sambærilegur við mörg hundruð metra háar hlíðar þar sem snjóflóð eru talin geta náð mjög miklum hraða. Hins vegar eru öruggar heimildir fyrir því að snjóflóð úr slíkum hlíðum hafa eyðilagt peningshús, drepið búfénað og valdið ýmsu alvarlegu tjóni. Snjóflóða- eða skriðufallahætta er einnig í nokkrum tilvikum á útjöðrum þéttbýlis eða á litlum svæðum í bæjum sem alla jafna eru ekki taldir í hættu vegna ofanflóða. Á þessari síðu er haldið til haga upplýsingum um hættumat fyrir slíka þéttbýlisstaði. Um er að ræða skýrslur, hættumatskort, kynningargögn frá borgarafundum og aðrar upplýsingar um ofanflóðahættumat. Fyrir hvern stað kemur fram hversu langt vinna við hættumatið er komin og á sérstökum vefsíðum staðanna má nálgast gögn með nánari upplýsingum. Gerð hefur verið könnun á ofanflóðahættu í þéttbýli á Íslandi þar sem fram kemur hvar meta þarf hættu.
Skýrslur um aðferðafræði við mat á ofanflóðahættu o.fl.
- Könnun á hættu vegna ofanflóða í þéttbýli á Íslandi. (VÍ greinargerð 0620, 2006) (pdf 2,3 Mb)